Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju velja ferðamenn Ísland?

Edward H. Huijbens

Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað mjög ört undanfarin ár. Nú er svo komið að árið 2016 munu um ein og hálf milljón gesta koma til landsins. Það er þreföldun á aðeins fimm árum, árið 2011 voru gestir um hálf milljón.

Nokkrir samverkandi þættir stuðla að þessari aukningu. Árið 2010 fékk landið eina bestu kynningu sem hugsast getur þegar Eyjafjallajökull gaus og olli röskun á flugi víða um heim. Þar með urðu margir meðvitaðir um landið, hvar það er og hvað þar er að finna. Þar við bætist að auðvelt er að komast til landsins, enda eru flugsamgöngur óvenju öflugar hingað með tilliti til þess hversu lítið landið er í raun og fámennt.

Eyjafjallajökull 10. maí 2010.

Gosið undirstrikaði fyrir þeim sem vilja komast í tæri við náttúruöflin, hvers vegna þeir ættu að sækja landið heim. Ímynd ósnortinnar náttúru, og að hér sé að finna víðerni og öræfi, er einmitt helsta ástæða þess að ferðamenn velja Ísland. Ísland deilir þessari ímynd með öðrum löndum á norðurslóðum og það er einmitt hvati margra til ferðalaga að halda norður á bóginn og fara að mörkum hins byggilega heims. Margir ferðamenn af þessu tagi koma frá borgum eða þéttbýlum löndum þar sem lítið er eftir af því sem kalla má „upprunalega náttúru“. Hana vilja þeir reyna að finna á ferðum sínum á norðuslóðum.

Á Keflavíkurflugvelli eru lagðar ýmsar spurningar fyrir ferðamenn, meðal annars hvers vegna þeir komu til Íslands. Nærri 80% aðspurða svara því til að náttúra landsins sé helsta ástæðan. Fleiri þættir koma til en mun færri nefna þá sem aðalástæðu. Svör ferðafólks má finna á nýuppsettu mælaborði ferðaþjónustu sem Ferðamálastofa heldur úti.

Rýna þarf í það hvað erlendir gestir meina með orðinu náttúra.

Rýna þarf frekar í það hvað þessir gestir meina með orðinu náttúra. Það er nefninlega svo að það sem einn kallar náttúrulegt mundi annar aldrei telja náttúrulegt. Sumum finnst til að mynda Bláa lónið náttúrulegt og þeir mundu þá svara að heimsókn þangað væri til að upplifa náttúruna.

Myndir:

Höfundur

Edward H. Huijbens

prófessor við Háskólann á Akureyri

Útgáfudagur

12.11.2015

Spyrjandi

Inga Sigíður Björnsdóttir

Tilvísun

Edward H. Huijbens. „Af hverju velja ferðamenn Ísland?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2015. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52760.

Edward H. Huijbens. (2015, 12. nóvember). Af hverju velja ferðamenn Ísland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52760

Edward H. Huijbens. „Af hverju velja ferðamenn Ísland?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2015. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52760>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju velja ferðamenn Ísland?
Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað mjög ört undanfarin ár. Nú er svo komið að árið 2016 munu um ein og hálf milljón gesta koma til landsins. Það er þreföldun á aðeins fimm árum, árið 2011 voru gestir um hálf milljón.

Nokkrir samverkandi þættir stuðla að þessari aukningu. Árið 2010 fékk landið eina bestu kynningu sem hugsast getur þegar Eyjafjallajökull gaus og olli röskun á flugi víða um heim. Þar með urðu margir meðvitaðir um landið, hvar það er og hvað þar er að finna. Þar við bætist að auðvelt er að komast til landsins, enda eru flugsamgöngur óvenju öflugar hingað með tilliti til þess hversu lítið landið er í raun og fámennt.

Eyjafjallajökull 10. maí 2010.

Gosið undirstrikaði fyrir þeim sem vilja komast í tæri við náttúruöflin, hvers vegna þeir ættu að sækja landið heim. Ímynd ósnortinnar náttúru, og að hér sé að finna víðerni og öræfi, er einmitt helsta ástæða þess að ferðamenn velja Ísland. Ísland deilir þessari ímynd með öðrum löndum á norðurslóðum og það er einmitt hvati margra til ferðalaga að halda norður á bóginn og fara að mörkum hins byggilega heims. Margir ferðamenn af þessu tagi koma frá borgum eða þéttbýlum löndum þar sem lítið er eftir af því sem kalla má „upprunalega náttúru“. Hana vilja þeir reyna að finna á ferðum sínum á norðuslóðum.

Á Keflavíkurflugvelli eru lagðar ýmsar spurningar fyrir ferðamenn, meðal annars hvers vegna þeir komu til Íslands. Nærri 80% aðspurða svara því til að náttúra landsins sé helsta ástæðan. Fleiri þættir koma til en mun færri nefna þá sem aðalástæðu. Svör ferðafólks má finna á nýuppsettu mælaborði ferðaþjónustu sem Ferðamálastofa heldur úti.

Rýna þarf í það hvað erlendir gestir meina með orðinu náttúra.

Rýna þarf frekar í það hvað þessir gestir meina með orðinu náttúra. Það er nefninlega svo að það sem einn kallar náttúrulegt mundi annar aldrei telja náttúrulegt. Sumum finnst til að mynda Bláa lónið náttúrulegt og þeir mundu þá svara að heimsókn þangað væri til að upplifa náttúruna.

Myndir:

...