Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?

Geir Þ. Þórarinsson

Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum.

Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókles og nítján verk eftir Evripídes. Þessi verk eru öll til í íslenskri þýðingu Helga Hálfdanarsonar að undanskildu verkinu Meyjar í nauðum eftir Evripídes sem er enn óþýtt. Brotin eru einnig óþýdd.


Rómversk mósaíkmynd sem sýnir leikskáldið Æskýlos ásamt leikurum.

Auk þýðinga Helga Hálfdanarsonar hefur Jón Gíslason þýtt nokkur verk eftir hvern höfund. Ítarlegur inngangur er í útgáfum Menningarsjóðs að þýðingum Jóns og þar má finna ýmsan fróðleik jafnt um einstök verk sem harmleikina almennt.

Til er íslensk þýðing á tveimur gamanleikjum Aristófanesar, Lýsiströtu og Þingkonunum, en flestir gamanleikirnir eru enn óþýddir.

Aristóteles fjallar meðal annars um harmleiki í verkinu Um skáldskaparlistina. Þar talar hann örlítið um uppruna harmleiksins og skilgreinir hann sem bókmenntaform. Umfjöllun Aristótelesar hafði gríðarleg áhrif á endurreisnartímanum, allt frá því að Giorgia Valla birti þýðingu sína á verkinu árið 1498. Um skáldskaparlistina er til í íslenskri þýðingu Kristjáns Árnasonar.

Frekari fróðleik um gríska leikritun má finna í ýmsum ritum, allt frá alfræðiritum um klassíska menningu fornaldar til yfirlitsrita um sögu grískra bókmennta og fræðirita um gríska harmleiki. Í heimildaskránni hér að neðan eru talin upp nokkur rit sem gott er að leita í áður en lengra er haldið.

Heimildir og frekari fróðleikur

Frumheimildir

  • Aiskýlos, Oresteia: Agamemnon, Dreypifórnfærendur, Refsinornir. Jón Gíslason (þýð.) (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1971).
  • Aiskýlos, Þrír leikir um hetjur: Prómeþeifur fjötraður, Persar, Sjö gegn Þebu. Jón Gíslason (þýð.) (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs,1981).
  • Aristófanes, Tvö leikrit um konur og stjórnmál: Lýsistrata og Þingkonurnar. Kristján Árnason (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1985).
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina. Kristján Árnason (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1976/1997).
  • Evripídes, Þrjú leikrit um ástir og hjónaband: Alkestis, Medea, Hippolýtos. Jón Gíslason (þýð.) (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1974).
  • Helgi Hálfdanarson (þýð.), Grískir harmleikir (Reykjavík: Mál og menning, ).
  • Sófókles, Þebuleikirnir: Oidípús konungur, Oidípús í Kólonos, Antígóna. Jón Gíslason (þýð.) (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1978).

Aðrar heimildir

  • Dover, Kenneth o.fl., Ancient Greek Literature (Oxford: Oxford University Press, 1980/1997).
  • Easterling, P.E., The Cambridge Companion to Greek Tragedy (Cambridge: Cambridge University Press, 1997).
  • Hall, Edith, Inventing the Barbarian: Greek Self-Definition Through Tragedy (Oxford: Oxford University Press, 1991).
  • Hornblower, Simon og Spawforth, Antony (ritstj.), The Oxford Classical Dictionary 3. útg. (Oxford: Oxford University Press, 1999).
  • Howatson, M.C. (ritstj.), The Oxford Companion to Classical Literature (Oxford: Oxford University Press, 1991).
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði. (Reykjavík: Mál og menning, 1989).
  • Lesky, Albin, A History of Greek Literature. Cornelis de Heer og James Willis (þýð.) (Indianapolis: Hackett, 1996).
  • Rehm, Rush, Greek Tragic Theatre (London: Routledge, 1994).
  • Sigurður A. Magnússon, „Rætur harmleiksins”, Bjartur og frú Emilía 4 (3) (1991), 46-57.
  • Silk, M.S., Aristophanes and the Definition of Comedy (Oxford: Oxford University Press, 2002).
  • Winkler, John J. og Zeitlin, Froma I. (ritstj.), Nothing to Do With Dionysos? Athenian Drama in its Social Context (Princeton: Princeton University Press, 1990).

Mynd

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

22.9.2005

Spyrjandi

Tinna Óðinsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?“ Vísindavefurinn, 22. september 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5281.

Geir Þ. Þórarinsson. (2005, 22. september). Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5281

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5281>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?
Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum.

Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókles og nítján verk eftir Evripídes. Þessi verk eru öll til í íslenskri þýðingu Helga Hálfdanarsonar að undanskildu verkinu Meyjar í nauðum eftir Evripídes sem er enn óþýtt. Brotin eru einnig óþýdd.


Rómversk mósaíkmynd sem sýnir leikskáldið Æskýlos ásamt leikurum.

Auk þýðinga Helga Hálfdanarsonar hefur Jón Gíslason þýtt nokkur verk eftir hvern höfund. Ítarlegur inngangur er í útgáfum Menningarsjóðs að þýðingum Jóns og þar má finna ýmsan fróðleik jafnt um einstök verk sem harmleikina almennt.

Til er íslensk þýðing á tveimur gamanleikjum Aristófanesar, Lýsiströtu og Þingkonunum, en flestir gamanleikirnir eru enn óþýddir.

Aristóteles fjallar meðal annars um harmleiki í verkinu Um skáldskaparlistina. Þar talar hann örlítið um uppruna harmleiksins og skilgreinir hann sem bókmenntaform. Umfjöllun Aristótelesar hafði gríðarleg áhrif á endurreisnartímanum, allt frá því að Giorgia Valla birti þýðingu sína á verkinu árið 1498. Um skáldskaparlistina er til í íslenskri þýðingu Kristjáns Árnasonar.

Frekari fróðleik um gríska leikritun má finna í ýmsum ritum, allt frá alfræðiritum um klassíska menningu fornaldar til yfirlitsrita um sögu grískra bókmennta og fræðirita um gríska harmleiki. Í heimildaskránni hér að neðan eru talin upp nokkur rit sem gott er að leita í áður en lengra er haldið.

Heimildir og frekari fróðleikur

Frumheimildir

  • Aiskýlos, Oresteia: Agamemnon, Dreypifórnfærendur, Refsinornir. Jón Gíslason (þýð.) (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1971).
  • Aiskýlos, Þrír leikir um hetjur: Prómeþeifur fjötraður, Persar, Sjö gegn Þebu. Jón Gíslason (þýð.) (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs,1981).
  • Aristófanes, Tvö leikrit um konur og stjórnmál: Lýsistrata og Þingkonurnar. Kristján Árnason (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1985).
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina. Kristján Árnason (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1976/1997).
  • Evripídes, Þrjú leikrit um ástir og hjónaband: Alkestis, Medea, Hippolýtos. Jón Gíslason (þýð.) (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1974).
  • Helgi Hálfdanarson (þýð.), Grískir harmleikir (Reykjavík: Mál og menning, ).
  • Sófókles, Þebuleikirnir: Oidípús konungur, Oidípús í Kólonos, Antígóna. Jón Gíslason (þýð.) (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1978).

Aðrar heimildir

  • Dover, Kenneth o.fl., Ancient Greek Literature (Oxford: Oxford University Press, 1980/1997).
  • Easterling, P.E., The Cambridge Companion to Greek Tragedy (Cambridge: Cambridge University Press, 1997).
  • Hall, Edith, Inventing the Barbarian: Greek Self-Definition Through Tragedy (Oxford: Oxford University Press, 1991).
  • Hornblower, Simon og Spawforth, Antony (ritstj.), The Oxford Classical Dictionary 3. útg. (Oxford: Oxford University Press, 1999).
  • Howatson, M.C. (ritstj.), The Oxford Companion to Classical Literature (Oxford: Oxford University Press, 1991).
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði. (Reykjavík: Mál og menning, 1989).
  • Lesky, Albin, A History of Greek Literature. Cornelis de Heer og James Willis (þýð.) (Indianapolis: Hackett, 1996).
  • Rehm, Rush, Greek Tragic Theatre (London: Routledge, 1994).
  • Sigurður A. Magnússon, „Rætur harmleiksins”, Bjartur og frú Emilía 4 (3) (1991), 46-57.
  • Silk, M.S., Aristophanes and the Definition of Comedy (Oxford: Oxford University Press, 2002).
  • Winkler, John J. og Zeitlin, Froma I. (ritstj.), Nothing to Do With Dionysos? Athenian Drama in its Social Context (Princeton: Princeton University Press, 1990).

Mynd

...