Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Orðið lambhús er fjárhús sérstaklega ætlað lömbum. Hvers vegna hettan er kölluð lambhúshetta er ekki að fullu vitað. Hún var upphaflega notuð úti við til sveita í verri veðrum og meðal annars þegar menn þurftu í lambhúsið. Gamall maður sagði mér þá skýringu að hettan væri eins konar hús á höfuðið og það sem út úr stæði af andlitinu, nefið og augun, minnti á haus á lambi. Ekki veit ég hvort þessi skýring er sú eina rétta.



Þessu lambi veitti ekki af lambhúshettu.

Önnur hetta svipuð venjulegu lambhúshettunni er mývatnshettan. Hún er þó að því leyti frábrugðin að hún er með hökustalli og breiðum kraga sem fellur niður á herðar og axlir og er þess vegna miklu skjólbetri. Mývatnshettan var notuð í Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslum en lítið annars staðar.

Mynd: Maude's Page

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.10.2005

Spyrjandi

Úlfar Viktorsson, f. 1996

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 26. október 2005. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5357.

Guðrún Kvaran. (2005, 26. október). Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5357

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2005. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5357>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?
Orðið lambhús er fjárhús sérstaklega ætlað lömbum. Hvers vegna hettan er kölluð lambhúshetta er ekki að fullu vitað. Hún var upphaflega notuð úti við til sveita í verri veðrum og meðal annars þegar menn þurftu í lambhúsið. Gamall maður sagði mér þá skýringu að hettan væri eins konar hús á höfuðið og það sem út úr stæði af andlitinu, nefið og augun, minnti á haus á lambi. Ekki veit ég hvort þessi skýring er sú eina rétta.



Þessu lambi veitti ekki af lambhúshettu.

Önnur hetta svipuð venjulegu lambhúshettunni er mývatnshettan. Hún er þó að því leyti frábrugðin að hún er með hökustalli og breiðum kraga sem fellur niður á herðar og axlir og er þess vegna miklu skjólbetri. Mývatnshettan var notuð í Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslum en lítið annars staðar.

Mynd: Maude's Page...