Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju voru risaeðlur kallaðir því nafni þrátt fyrir að sumar þeirra væru mjög litlar?

Jón Már Halldórsson

Hugtakið dinosaur er komið frá breska líffræðingnum Sir Richard Owen (1804-1892). Það er dregið af gríska orðinu deinos sem þýðir skelfilegur eða ógurlegur og sauros sem þýðir eðla. Vissulega voru ekki allar risaeðlur stórar og ógnvænlegar. Nú hafa fræðimenn lýst meira en 500 ættkvíslum og yfir 1000 tegundum í þessum yfirflokki og við vitum að þær voru fjölbreytilegar að gerð og lifnaðarháttum. Sumar voru tugi tonna að þyngd en aðrar aðeins fáein kílógrömm.

Á íslensku máli er yfirflokkurinn dinosauria gjarnan kallaður risaeðlur sem er öfugmæli þegar haft er í huga að sumar risaeðlurnar voru aðeins á stærð við kalkúna. Hins vegar eru risaeðlur langstærstu skriðdýr og jafnframt stærstu landdýr sem uppi hafa verið á jörðinni og fjölmargar þeirra eru afar tilkomumiklar hvað stærð varðar. Að mati höfundar réttlætir það þess vegna nafngiftina.


Risaeðlur af ættkvíslinni megalosaurus lágu meðal annars til grundvallar heitinu risaeðlur.

Rétt er að hafa í huga að þegar Owen uppgötvaði forna tilvist þessara skriðdýra þá byggði hann skilgreininguna á þremur ættkvíslum: megalosaurus sem voru hinar skelfilegustu ráneðlur, iguanodon sem voru jurtaætur, sjálfsagt fáein tonn að þyngd, auk hylaeosaurus sem voru brynvaxnar risaeðlur. Á grundvelli steingerðra leifa tegunda innan þessara þriggja ættkvísla taldi hann að þær væru réttilega allar innan sameiginlegs flokks skriðdýra. Árið 1842 birti hann síðan grein í vísindatímaritinu Proceedings of the British Association for the Advancement of Science þar sem hann lagði til að þessi hópur skildi vera nefndur dinosauria. Síðari tíma uppgötvanir hafa leitt í ljós fleiri sannindi um þessar eðlur og hversu fjölbreytilegar þær voru. Flestar risaeðlur hafa þó verið stórvaxnar og flestar mun stærri en þær núlifandi eðlur sem deila jörðinni með okkur mönnunum.

Til gamans má geta að Owen uppgötvaði og lýsti eftirtöldum risaeðlum (ártal í sviga):
  • Anthodon (1876)
  • Bothriospondylus (1875)
  • Cardiodon (1841), (1841 - Owen ranglega taldi að þessi tegund hafi verið forn krókodíl
  • Chondrosteosaurus (1876)
  • Cimoliornis (1846)
  • Cladeidon (1841)
  • Coloborhynchus (1874)
  • Dacentrurus (1875)
  • Dinodocus (1884)
  • Echinodon (1861)
  • Nuthetes (1854)
  • Polacanthus (1867)
  • Scelidosaurus (1859)

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.10.2009

Spyrjandi

Orri Jónsson, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju voru risaeðlur kallaðir því nafni þrátt fyrir að sumar þeirra væru mjög litlar?“ Vísindavefurinn, 8. október 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53793.

Jón Már Halldórsson. (2009, 8. október). Af hverju voru risaeðlur kallaðir því nafni þrátt fyrir að sumar þeirra væru mjög litlar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53793

Jón Már Halldórsson. „Af hverju voru risaeðlur kallaðir því nafni þrátt fyrir að sumar þeirra væru mjög litlar?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53793>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju voru risaeðlur kallaðir því nafni þrátt fyrir að sumar þeirra væru mjög litlar?
Hugtakið dinosaur er komið frá breska líffræðingnum Sir Richard Owen (1804-1892). Það er dregið af gríska orðinu deinos sem þýðir skelfilegur eða ógurlegur og sauros sem þýðir eðla. Vissulega voru ekki allar risaeðlur stórar og ógnvænlegar. Nú hafa fræðimenn lýst meira en 500 ættkvíslum og yfir 1000 tegundum í þessum yfirflokki og við vitum að þær voru fjölbreytilegar að gerð og lifnaðarháttum. Sumar voru tugi tonna að þyngd en aðrar aðeins fáein kílógrömm.

Á íslensku máli er yfirflokkurinn dinosauria gjarnan kallaður risaeðlur sem er öfugmæli þegar haft er í huga að sumar risaeðlurnar voru aðeins á stærð við kalkúna. Hins vegar eru risaeðlur langstærstu skriðdýr og jafnframt stærstu landdýr sem uppi hafa verið á jörðinni og fjölmargar þeirra eru afar tilkomumiklar hvað stærð varðar. Að mati höfundar réttlætir það þess vegna nafngiftina.


Risaeðlur af ættkvíslinni megalosaurus lágu meðal annars til grundvallar heitinu risaeðlur.

Rétt er að hafa í huga að þegar Owen uppgötvaði forna tilvist þessara skriðdýra þá byggði hann skilgreininguna á þremur ættkvíslum: megalosaurus sem voru hinar skelfilegustu ráneðlur, iguanodon sem voru jurtaætur, sjálfsagt fáein tonn að þyngd, auk hylaeosaurus sem voru brynvaxnar risaeðlur. Á grundvelli steingerðra leifa tegunda innan þessara þriggja ættkvísla taldi hann að þær væru réttilega allar innan sameiginlegs flokks skriðdýra. Árið 1842 birti hann síðan grein í vísindatímaritinu Proceedings of the British Association for the Advancement of Science þar sem hann lagði til að þessi hópur skildi vera nefndur dinosauria. Síðari tíma uppgötvanir hafa leitt í ljós fleiri sannindi um þessar eðlur og hversu fjölbreytilegar þær voru. Flestar risaeðlur hafa þó verið stórvaxnar og flestar mun stærri en þær núlifandi eðlur sem deila jörðinni með okkur mönnunum.

Til gamans má geta að Owen uppgötvaði og lýsti eftirtöldum risaeðlum (ártal í sviga):
  • Anthodon (1876)
  • Bothriospondylus (1875)
  • Cardiodon (1841), (1841 - Owen ranglega taldi að þessi tegund hafi verið forn krókodíl
  • Chondrosteosaurus (1876)
  • Cimoliornis (1846)
  • Cladeidon (1841)
  • Coloborhynchus (1874)
  • Dacentrurus (1875)
  • Dinodocus (1884)
  • Echinodon (1861)
  • Nuthetes (1854)
  • Polacanthus (1867)
  • Scelidosaurus (1859)

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...