Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?

Jón Már Halldórsson

Æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæði í náttúrunni og einnig af manna völdum. Í raun hefur slík kynblöndun verið reynd hjá öllum helstu hópum spendýra. Eigi afkvæmin hins vegar að vera lífvænleg þurfa tegundirnar sem blandað er að vera mjög skyldar. Nær undantekningalaust eru afkvæmin ófrjó og því skapast hálfgerð æxlunarleg blindgata með þessum tilraunum.

Sennilega eru afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus) kunnustu dæmin um kynblöndun hjá spendýrum. Afkvæmi asna og hryssu kallast múldýr, en afkvæmi hests og ösnu kallast múlasni. Þessir blendingar eru mun harðgerðari en asnar og geta þolað meiri hita, óreglulegri fæðu og meira harðræði en önnur vinnudýr. Menn áttuðu sig snemma á þessum kostum og er talið að fyrstu múlasnarnir hafi verið ræktaðir í Litlu Asíu fyrir meira en 3000 árum.

Menn hafa einnig reynt að láta hest og sebrahest æxlast saman, sem og asna og sebrahest eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju er ekki hægt að temja sebrahesta?

Annað mjög þekkt dæmi um blöndun tegunda eru afkvæmi ljóna (Panthera leo) og tígrisdýra (Panthera tigris). Ef faðirinn er ljón nefnist afkvæmið "liger" á ensku en "tigon" ef faðirinn er tígrisdýr. Ólíkt því sem venjulega gerist með afkvæmi einstaklinga af ólíkum tegundum, þá hefur frjósemi verið staðfest hjá kvenblendingum þessara tegunda.



'Liger' - afkvæmi karlljóns og tígrisynju.

Það merkilega við blöndun tígrisdýra og ljóna er að afkvæmin eru oftast risavaxin. Stærstu þekktu kattardýr í heiminum í dag eru einmitt slíkir blendingar, en þau geta auðveldlega orðið vel yfir 400 kg að þyngd. Stærsti einstaklingurinn sem vitað er um vó 450 kg og er sagður hafa synt eins og tígrisdýr og öskraði eins og ljón. Þetta dýr var afkvæmi austur afrísks karlljóns og bengal-tígrisynju.

Ekki er vitað um blendinga ljóna og tígrisdýra í náttúrunni, en í dýragörðum hafa menn blandað saman sitt á hvað nánast öllum stórkattategundum heims. Eina þekkta dæmið um blöndun milli kattardýra í náttúrunni kemur frá Indlandi. Indverskar sögur herma að karlhlébarðar æxlist við tígrisynjur og eru afkvæmin nefnd ?dogla? á máli heimamanna. Fólk hefur talið sig hafa séð þessi dýr í skógum Indlands og lýsir breski náttúrufræðingurinn F.C. Hicks, sem starfaði í þjóðgörðum Indlands á fyrri hluta 20. aldar, einu slíku í bók sinni Forty Years Among the Wild Animals of India frá 1910. Segir hann dýrið vera óvenju stórt, með líkamsbyggingu tígrisdýrs en höfuðlag hlébarða. Mynstrið á feldi dýrsins var sambland af rósettumynstri hlébarðans og röndum tígrisdýrsins. Eitt slíkt dýr var skotið snemma á síðustu öld, en síðan þá hefur lítið til þessara blendinga spurst.

Hér á landi hafa fundist blendingar nokkurra fuglategunda, til dæmis æðarfugls og æðarkóngs. Tegundablöndun er einnig vel þekkt hjá mörgum öðrum andartegundum, sérstaklega tegundum af ættkvíslinni Anas, en fjölmargar tegundir hennar finnast hér á landi. Sem dæmi má nefna að stokkönd hefur blandast við nokkrar gráendur, til dæmis rauðhöfðaönd og grafönd.

Einnig eru dæmi um blöndun á milli máfa, til dæmis hefur tegundablöndun sílamáfs og silfurmáfs verið vel rannsökuð hérlendis. Í löndum sem eru tegundaríkari en Ísland er blöndun tegunda sennilega mun algengari en hér á landi.

Loks má geta þess að vitað er um blöndun tegunda hjá hvölum. Á meðan hvalveiðar voru enn leyfðar hér við land veiddust stundum blendings afkvæmi langreyðar og steypireyðar, sem voru mitt á milli þessara stórvöxnu tegunda að stærð.

Höfundur þakkar Tómasi G. Gunnarssyni fuglafræðingi fyrir veittar upplýsingar við gerð þessa svars.

Upplýsingar um skyld efni má finna í svörum Vísindavefsins við eftirfarandi spurningum:

Mynd: Penn Veterinary Medicine

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.11.2005

Spyrjandi

Una María, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2005. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5387.

Jón Már Halldórsson. (2005, 7. nóvember). Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5387

Jón Már Halldórsson. „Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2005. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5387>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?
Æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæði í náttúrunni og einnig af manna völdum. Í raun hefur slík kynblöndun verið reynd hjá öllum helstu hópum spendýra. Eigi afkvæmin hins vegar að vera lífvænleg þurfa tegundirnar sem blandað er að vera mjög skyldar. Nær undantekningalaust eru afkvæmin ófrjó og því skapast hálfgerð æxlunarleg blindgata með þessum tilraunum.

Sennilega eru afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus) kunnustu dæmin um kynblöndun hjá spendýrum. Afkvæmi asna og hryssu kallast múldýr, en afkvæmi hests og ösnu kallast múlasni. Þessir blendingar eru mun harðgerðari en asnar og geta þolað meiri hita, óreglulegri fæðu og meira harðræði en önnur vinnudýr. Menn áttuðu sig snemma á þessum kostum og er talið að fyrstu múlasnarnir hafi verið ræktaðir í Litlu Asíu fyrir meira en 3000 árum.

Menn hafa einnig reynt að láta hest og sebrahest æxlast saman, sem og asna og sebrahest eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju er ekki hægt að temja sebrahesta?

Annað mjög þekkt dæmi um blöndun tegunda eru afkvæmi ljóna (Panthera leo) og tígrisdýra (Panthera tigris). Ef faðirinn er ljón nefnist afkvæmið "liger" á ensku en "tigon" ef faðirinn er tígrisdýr. Ólíkt því sem venjulega gerist með afkvæmi einstaklinga af ólíkum tegundum, þá hefur frjósemi verið staðfest hjá kvenblendingum þessara tegunda.



'Liger' - afkvæmi karlljóns og tígrisynju.

Það merkilega við blöndun tígrisdýra og ljóna er að afkvæmin eru oftast risavaxin. Stærstu þekktu kattardýr í heiminum í dag eru einmitt slíkir blendingar, en þau geta auðveldlega orðið vel yfir 400 kg að þyngd. Stærsti einstaklingurinn sem vitað er um vó 450 kg og er sagður hafa synt eins og tígrisdýr og öskraði eins og ljón. Þetta dýr var afkvæmi austur afrísks karlljóns og bengal-tígrisynju.

Ekki er vitað um blendinga ljóna og tígrisdýra í náttúrunni, en í dýragörðum hafa menn blandað saman sitt á hvað nánast öllum stórkattategundum heims. Eina þekkta dæmið um blöndun milli kattardýra í náttúrunni kemur frá Indlandi. Indverskar sögur herma að karlhlébarðar æxlist við tígrisynjur og eru afkvæmin nefnd ?dogla? á máli heimamanna. Fólk hefur talið sig hafa séð þessi dýr í skógum Indlands og lýsir breski náttúrufræðingurinn F.C. Hicks, sem starfaði í þjóðgörðum Indlands á fyrri hluta 20. aldar, einu slíku í bók sinni Forty Years Among the Wild Animals of India frá 1910. Segir hann dýrið vera óvenju stórt, með líkamsbyggingu tígrisdýrs en höfuðlag hlébarða. Mynstrið á feldi dýrsins var sambland af rósettumynstri hlébarðans og röndum tígrisdýrsins. Eitt slíkt dýr var skotið snemma á síðustu öld, en síðan þá hefur lítið til þessara blendinga spurst.

Hér á landi hafa fundist blendingar nokkurra fuglategunda, til dæmis æðarfugls og æðarkóngs. Tegundablöndun er einnig vel þekkt hjá mörgum öðrum andartegundum, sérstaklega tegundum af ættkvíslinni Anas, en fjölmargar tegundir hennar finnast hér á landi. Sem dæmi má nefna að stokkönd hefur blandast við nokkrar gráendur, til dæmis rauðhöfðaönd og grafönd.

Einnig eru dæmi um blöndun á milli máfa, til dæmis hefur tegundablöndun sílamáfs og silfurmáfs verið vel rannsökuð hérlendis. Í löndum sem eru tegundaríkari en Ísland er blöndun tegunda sennilega mun algengari en hér á landi.

Loks má geta þess að vitað er um blöndun tegunda hjá hvölum. Á meðan hvalveiðar voru enn leyfðar hér við land veiddust stundum blendings afkvæmi langreyðar og steypireyðar, sem voru mitt á milli þessara stórvöxnu tegunda að stærð.

Höfundur þakkar Tómasi G. Gunnarssyni fuglafræðingi fyrir veittar upplýsingar við gerð þessa svars.

Upplýsingar um skyld efni má finna í svörum Vísindavefsins við eftirfarandi spurningum:

Mynd: Penn Veterinary Medicine ...