Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar?

Jón Már Halldórsson

Í dýrafræðinni er ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur, heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Stærstu slöngur heims eru kyrkislöngur og þær eru jafnframt meðal þyngstu skriðdýra á eftir krókódílum og stærstu skjaldbökum.

Kyrkislöngur má einkum flokka með eftirfarandi hætti:

Ríki (Kingdom)Animalia (Dýraríki)
Fylking (Phylum)Chordata (Seildýr)
Undirfylking (Subphylum)Vertebrata (Hryggdýr)
Flokkur (Class)Reptilia (Skriðdýr)
Ættbálkur (Order)Squamata (Hreisturdýr)
Undirættbálkur (Suborder)Serpentes (Snákar)
Yfirætt (Superfamily)Henophidia

Yfirættin Henophidia greinist síðan í 9 ættir. Kyrkislöngur er helst að finna innan Boidae (Kyrkislöngu) ættarinnar, en til hennar teljast þrjár undirættir: Pythoninae, Boinae og Erycinae. Til þessara ætta tilheyra meðal annars hinar stórvöxnu og kröftugu bóa-slöngur, stærstu pýþon-slöngurnar og anakondur.



Klifurpýþon (Python sebae) að kremja dádýr til bana en það er dæmigerð aðferð kyrkislanga við að drepa bráð. Klifurpýþon er stærsta afríska slangan og getur orðið allt að 5,5 metrar á lengd.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um slöngur eftir sama höfund, til dæmis:

Mynd:

African Safari Journals

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.12.2005

Spyrjandi

Dagný Rós

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2005. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5479.

Jón Már Halldórsson. (2005, 13. desember). Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5479

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2005. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5479>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar?
Í dýrafræðinni er ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur, heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Stærstu slöngur heims eru kyrkislöngur og þær eru jafnframt meðal þyngstu skriðdýra á eftir krókódílum og stærstu skjaldbökum.

Kyrkislöngur má einkum flokka með eftirfarandi hætti:

Ríki (Kingdom)Animalia (Dýraríki)
Fylking (Phylum)Chordata (Seildýr)
Undirfylking (Subphylum)Vertebrata (Hryggdýr)
Flokkur (Class)Reptilia (Skriðdýr)
Ættbálkur (Order)Squamata (Hreisturdýr)
Undirættbálkur (Suborder)Serpentes (Snákar)
Yfirætt (Superfamily)Henophidia

Yfirættin Henophidia greinist síðan í 9 ættir. Kyrkislöngur er helst að finna innan Boidae (Kyrkislöngu) ættarinnar, en til hennar teljast þrjár undirættir: Pythoninae, Boinae og Erycinae. Til þessara ætta tilheyra meðal annars hinar stórvöxnu og kröftugu bóa-slöngur, stærstu pýþon-slöngurnar og anakondur.



Klifurpýþon (Python sebae) að kremja dádýr til bana en það er dæmigerð aðferð kyrkislanga við að drepa bráð. Klifurpýþon er stærsta afríska slangan og getur orðið allt að 5,5 metrar á lengd.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um slöngur eftir sama höfund, til dæmis:

Mynd:

African Safari Journals

...