Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er gorgeir í máltækinu að vera haldinn gorgeir?

Guðrún Kvaran

Ekkert bendir til að gorgeir sé upprunalega mannsnafn. Að minnsta kosti hefur enginn fundist með því nafn í heimildum, fornum eða nýrri.

Orðið þekkist að minnsta kosti frá 17. öld og kemur fyrir í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar sem kom út í Kaupmannahöfn 1683. Guðmundur skýrði merkinuna með latneska orðinu sterquilinium sem þýðir 'mykjugryfja; óræsti' en í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:269) er sú skýring talin vafasöm. Fyrri liðurinn er líklegast skyldur nafnorðinu gor 'hálfmelt fæða í innyflum' sem til dæmis er notaður í nafnorðinu gorraup 'mikið gort'. Uppruni síðari liðar er einnig óviss. Ásgeir Blöndal tengir hann nýnorska orðinu geire, geir 'asi, óðagot' og er það ekki ósennileg skýring.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Var til einhver sem hét Gorgeir, sem var mjög montinn og hrokafullur og þaðan sé máltækið að vera haldin gorgeir tekinn? Ef ekki, hver er uppruni orðsins?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.3.2010

Spyrjandi

Andri Ómarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er gorgeir í máltækinu að vera haldinn gorgeir?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55000.

Guðrún Kvaran. (2010, 9. mars). Hvað er gorgeir í máltækinu að vera haldinn gorgeir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55000

Guðrún Kvaran. „Hvað er gorgeir í máltækinu að vera haldinn gorgeir?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55000>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er gorgeir í máltækinu að vera haldinn gorgeir?
Ekkert bendir til að gorgeir sé upprunalega mannsnafn. Að minnsta kosti hefur enginn fundist með því nafn í heimildum, fornum eða nýrri.

Orðið þekkist að minnsta kosti frá 17. öld og kemur fyrir í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar sem kom út í Kaupmannahöfn 1683. Guðmundur skýrði merkinuna með latneska orðinu sterquilinium sem þýðir 'mykjugryfja; óræsti' en í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:269) er sú skýring talin vafasöm. Fyrri liðurinn er líklegast skyldur nafnorðinu gor 'hálfmelt fæða í innyflum' sem til dæmis er notaður í nafnorðinu gorraup 'mikið gort'. Uppruni síðari liðar er einnig óviss. Ásgeir Blöndal tengir hann nýnorska orðinu geire, geir 'asi, óðagot' og er það ekki ósennileg skýring.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Var til einhver sem hét Gorgeir, sem var mjög montinn og hrokafullur og þaðan sé máltækið að vera haldin gorgeir tekinn? Ef ekki, hver er uppruni orðsins?
...