Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað hlaupa tígrisdýr hratt?

JMH

Líkt og aðrir kettir eru tígrisdýr afar spretthörð en ekki sérlega úthaldsgóð og geta því aðeins haldið hámarkshraða í fáar sekúndur. Rannsóknir benda til þess að tígrisdýr nái allt að 56 km hraða á klukkustund. Þegar þau hlaupa stökkva þau jafnframt og geta þessi stökk orðið allt að þriggja metra löng.



Vegna takmarkaðs úthalds kjósa tígrisdýr, eins og aðrir kettir, að læðast að bráðinni og ráðast á hana úr launsátri. Þannig reyna þau að forðast mikinn eltingaleik því slíkt er ávísun á misheppnaða veiðiferð. Reyndar er það svo að langflestar veiðitilraunir tígrisdýra misheppnast, en talið er að aðeins ein af hverjum tíu tilraunum beri árangur.

Það er því ekki að undra að tígrisdýr líkt og aðrir kettir (nema blettatígur) velji sér næturhúmið til veiða, því líkurnar á að komast nálægt bráðinni áður en hún verður vör við aðsteðjandi hættu eru mun meiri í náttmyrkri en í dagsljósi.

Frekara lesefni eftir sama höfund á Vísindavefnum:

Mynd: Save The Tiger Fund

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.12.2005

Spyrjandi

Breki Þór Jónsson, f. 1996

Tilvísun

JMH. „Hvað hlaupa tígrisdýr hratt?“ Vísindavefurinn, 27. desember 2005. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5516.

JMH. (2005, 27. desember). Hvað hlaupa tígrisdýr hratt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5516

JMH. „Hvað hlaupa tígrisdýr hratt?“ Vísindavefurinn. 27. des. 2005. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5516>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hlaupa tígrisdýr hratt?
Líkt og aðrir kettir eru tígrisdýr afar spretthörð en ekki sérlega úthaldsgóð og geta því aðeins haldið hámarkshraða í fáar sekúndur. Rannsóknir benda til þess að tígrisdýr nái allt að 56 km hraða á klukkustund. Þegar þau hlaupa stökkva þau jafnframt og geta þessi stökk orðið allt að þriggja metra löng.



Vegna takmarkaðs úthalds kjósa tígrisdýr, eins og aðrir kettir, að læðast að bráðinni og ráðast á hana úr launsátri. Þannig reyna þau að forðast mikinn eltingaleik því slíkt er ávísun á misheppnaða veiðiferð. Reyndar er það svo að langflestar veiðitilraunir tígrisdýra misheppnast, en talið er að aðeins ein af hverjum tíu tilraunum beri árangur.

Það er því ekki að undra að tígrisdýr líkt og aðrir kettir (nema blettatígur) velji sér næturhúmið til veiða, því líkurnar á að komast nálægt bráðinni áður en hún verður vör við aðsteðjandi hættu eru mun meiri í náttmyrkri en í dagsljósi.

Frekara lesefni eftir sama höfund á Vísindavefnum:

Mynd: Save The Tiger Fund...