Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það er ekki svo að líkami karlmanna geti bara myndað tiltekið magn af sæði yfir ævina. Ef allt er eðlilegt heldur framleiðslan áfram alla ævi, sama hversu mikið ,,af er tekið” þó vissulega dragi úr henni þegar aldurinn færist yfir.

Sæði er myndað í æxlunarkerfi karls þegar kynþroska er náð. Sæði inniheldur sáðfrumur en auk þess sáðvökva frá blöðruhálskirtli, sáðblöðrum og klumbukirtlum. Það sem kemur þessu öllu í gang eru kynstýrihormón frá kirtildingli heilans.



Karlmönnum er ekki skammtað ákveðið magn sæðis yfir ævina þannig að þótt einhver sé duglegur að losa sig við sæði þarf hann ekki að óttast að þar með sé gengið á kvótann.

Þegar tími er kominn fyrir þroskun æxlunarkerfisins seyta sérstakar taugaseytifrumur í undirstúku heilans losunarhormóni kynstýrihormóna. Það berst til kirtildinguls heilans og örvar hann til að mynda og seyta tvenns konar kynstýrihormónum. Annað þeirra, ESH (e. FSH), berst til sáðpíplna í eistum og örvar frumur í þeim til að mynda sáðfrumur. Hitt kynstýrihormónið, GSH (e. LH), berst til svokallaðra millifrumna í eistum og örvar þær til að mynda karlkynhormón, andrógen (testósterón og dihýdrótestósterón=DHT).

Testósterón veldur þeim síðkomnu kyneinkennum sem koma fram þegar strákar verða kynþroska, það er vaxtarkipp, hárvexti í framan, á bringu, í handarkrikum og í kringum kynfæri, stækkun barkakýlis og dýpkun raddar í kjölfarið, aukinni virkni fitukirtla í húð og kynhvöt. Einnig er testósterón nauðsynlegt ásamt ESH til að sáðfrumumyndun fari í gang. DHT veldur stækkun og þroskun ytri kynfæranna.

Þegar sáðfrumumyndun er komin vel í gang fara frumurnar sem mynduðu sáðfrumurnar að mynda hormónið inhibín sem berst með blóðinu til kirtildinguls og hindra hann í að seyta ESH. Einnig hefur aukinn testósterónstyrkur blóðs hindrandi áhrif á seyti GSH. Með slíkri neikvæðri afturverkun dregur úr myndun sáðfrumna og testósteróns. Með stjórnun af þessu tagi helst myndun sáðfrumna og sæðis nokkuð jöfn eftir að hún er komin í gang.

Á hverjum degi myndast um það bil 300 milljónir sáðfrumna. Við sáðlát losna um 2,5 til 5 millilítrar af sæði en hver millilítri inniheldur 50-150 milljón sáðfrumur.

Heilbrigðir karlmenn geta verið frjóir fram á ní- eða tíræðisaldur. Í kringum 55 ára aldur minnkar myndun testósteróns og í kjölfarið dvínar vöðvastyrkur, færri lífvænlegar sáðfrumur eru myndaðar og það dregur úr kynhvöt, en þó getur verið nóg af sáðfrumum fram í háa elli.

Frekari fróðleikur á Vísindavefum:

Heimild og mynd:

  • Tortora, Gerald J. og Derrickson, Bryan. Introduction to the Human Body – the essentials of anatomy and physiology 7. útgáfa, John Wiley & sons, Inc., U.S.A., 2007.
  • Mynd: Cosmos. Sótt 30. 3. 2010.

Höfundur

Útgáfudagur

31.3.2010

Spyrjandi

Eiður Smári Elfarsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55179.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2010, 31. mars). Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55179

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55179>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?
Það er ekki svo að líkami karlmanna geti bara myndað tiltekið magn af sæði yfir ævina. Ef allt er eðlilegt heldur framleiðslan áfram alla ævi, sama hversu mikið ,,af er tekið” þó vissulega dragi úr henni þegar aldurinn færist yfir.

Sæði er myndað í æxlunarkerfi karls þegar kynþroska er náð. Sæði inniheldur sáðfrumur en auk þess sáðvökva frá blöðruhálskirtli, sáðblöðrum og klumbukirtlum. Það sem kemur þessu öllu í gang eru kynstýrihormón frá kirtildingli heilans.



Karlmönnum er ekki skammtað ákveðið magn sæðis yfir ævina þannig að þótt einhver sé duglegur að losa sig við sæði þarf hann ekki að óttast að þar með sé gengið á kvótann.

Þegar tími er kominn fyrir þroskun æxlunarkerfisins seyta sérstakar taugaseytifrumur í undirstúku heilans losunarhormóni kynstýrihormóna. Það berst til kirtildinguls heilans og örvar hann til að mynda og seyta tvenns konar kynstýrihormónum. Annað þeirra, ESH (e. FSH), berst til sáðpíplna í eistum og örvar frumur í þeim til að mynda sáðfrumur. Hitt kynstýrihormónið, GSH (e. LH), berst til svokallaðra millifrumna í eistum og örvar þær til að mynda karlkynhormón, andrógen (testósterón og dihýdrótestósterón=DHT).

Testósterón veldur þeim síðkomnu kyneinkennum sem koma fram þegar strákar verða kynþroska, það er vaxtarkipp, hárvexti í framan, á bringu, í handarkrikum og í kringum kynfæri, stækkun barkakýlis og dýpkun raddar í kjölfarið, aukinni virkni fitukirtla í húð og kynhvöt. Einnig er testósterón nauðsynlegt ásamt ESH til að sáðfrumumyndun fari í gang. DHT veldur stækkun og þroskun ytri kynfæranna.

Þegar sáðfrumumyndun er komin vel í gang fara frumurnar sem mynduðu sáðfrumurnar að mynda hormónið inhibín sem berst með blóðinu til kirtildinguls og hindra hann í að seyta ESH. Einnig hefur aukinn testósterónstyrkur blóðs hindrandi áhrif á seyti GSH. Með slíkri neikvæðri afturverkun dregur úr myndun sáðfrumna og testósteróns. Með stjórnun af þessu tagi helst myndun sáðfrumna og sæðis nokkuð jöfn eftir að hún er komin í gang.

Á hverjum degi myndast um það bil 300 milljónir sáðfrumna. Við sáðlát losna um 2,5 til 5 millilítrar af sæði en hver millilítri inniheldur 50-150 milljón sáðfrumur.

Heilbrigðir karlmenn geta verið frjóir fram á ní- eða tíræðisaldur. Í kringum 55 ára aldur minnkar myndun testósteróns og í kjölfarið dvínar vöðvastyrkur, færri lífvænlegar sáðfrumur eru myndaðar og það dregur úr kynhvöt, en þó getur verið nóg af sáðfrumum fram í háa elli.

Frekari fróðleikur á Vísindavefum:

Heimild og mynd:

  • Tortora, Gerald J. og Derrickson, Bryan. Introduction to the Human Body – the essentials of anatomy and physiology 7. útgáfa, John Wiley & sons, Inc., U.S.A., 2007.
  • Mynd: Cosmos. Sótt 30. 3. 2010.
...