Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað er samfélag?

Garðar Gíslason

Samfélag er hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór. Minnstu samfélögin sem maður tilheyrir eru fjölskyldan og vinahópurinn. Næst kemur sveitarfélagið, þá Ísland, Evrópa og loks alheimssamfélagið sem allir íbúar jarðar eru hluti af.


Allir eru hluti af alþjóðasamfélaginu.

Margir rugla saman hugtökunum samfélag og þjóðfélag. Samfélagið er miklu víðara hugtak því það nær frá minnstu einingum (til dæmis fjölskyldunni) yfir í alheimssamfélagið (alla jarðarbúa). Þjóðfélag er miklu þrengra hugtak en það er skilgreint sem hópur fólks sem lifir saman í ríki, með sameiginlegu stjórnkerfi og gjaldmiðli. Íslenska ríkið er dæmi um þjóðfélag.

Allir tilheyra ákveðnum hópum sem eru lítil samfélög. Hver hópur setur viðmið eða ramma um viðeigandi hegðun. Til að mynda hegðar maður sér öðruvísi í fjölskyldunni en í skólanum eða vinahópnum. Á sama tíma höfum við sem einstaklingar líka áhrif á hópana sem við tilheyrum. Sem dæmi má nefna þá gjörbreyttir þú lífi foreldra og fjölskyldu þinnar. Það sem við veljum að gera og gera ekki hefur áhrif og afleiðingar, ekki aðeins fyrir okkur sjálf heldur einnig fyrir aðra sem lifa í samfélagi við okkur.

Mynd: International society for the comparative study of civilizations.

Höfundur

félagsfræðingur

Útgáfudagur

5.1.2006

Spyrjandi

Þuríður Rún, f. 1986

Tilvísun

Garðar Gíslason. „Hvað er samfélag?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2006. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5541.

Garðar Gíslason. (2006, 5. janúar). Hvað er samfélag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5541

Garðar Gíslason. „Hvað er samfélag?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2006. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5541>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er samfélag?
Samfélag er hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór. Minnstu samfélögin sem maður tilheyrir eru fjölskyldan og vinahópurinn. Næst kemur sveitarfélagið, þá Ísland, Evrópa og loks alheimssamfélagið sem allir íbúar jarðar eru hluti af.


Allir eru hluti af alþjóðasamfélaginu.

Margir rugla saman hugtökunum samfélag og þjóðfélag. Samfélagið er miklu víðara hugtak því það nær frá minnstu einingum (til dæmis fjölskyldunni) yfir í alheimssamfélagið (alla jarðarbúa). Þjóðfélag er miklu þrengra hugtak en það er skilgreint sem hópur fólks sem lifir saman í ríki, með sameiginlegu stjórnkerfi og gjaldmiðli. Íslenska ríkið er dæmi um þjóðfélag.

Allir tilheyra ákveðnum hópum sem eru lítil samfélög. Hver hópur setur viðmið eða ramma um viðeigandi hegðun. Til að mynda hegðar maður sér öðruvísi í fjölskyldunni en í skólanum eða vinahópnum. Á sama tíma höfum við sem einstaklingar líka áhrif á hópana sem við tilheyrum. Sem dæmi má nefna þá gjörbreyttir þú lífi foreldra og fjölskyldu þinnar. Það sem við veljum að gera og gera ekki hefur áhrif og afleiðingar, ekki aðeins fyrir okkur sjálf heldur einnig fyrir aðra sem lifa í samfélagi við okkur.

Mynd: International society for the comparative study of civilizations....