Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er munurinn á rafstraumi og spennu?

Verkís

Líkja má rafstraumi við rennsli vatns í röri og spennu við þrýstinginn í rörinu.

Við vitum að ef mismunandi þrýstingur er við sitthvorn enda rörs leitast vatnið við að flæða frá hærri þrýstingi til lægri. Á sama hátt leitast rafstraumur við að flæða frá hærri spennu til lægri.

Þótt mikill spennumunur eða þrýstimunur sé milli enda verður straumurinn ekki mikill ef mótstaða er mikil. Mótstaða í vatnsröri getur verið vegna þrengingar eða stíflu en mótstaða í vír er venjulega vegna eðlislægrar rafstraumsmótstöðu (eðlisviðnáms) efnisins sem vírinn er gerður úr. Oftast er kopar notaður í víra því eðlisviðnám kopars er mjög lágt. Flestir málmar eru góðir leiðarar (misgóðir þó) en flest önnur efni leiða straum mjög illa; það á til dæmis við um gler og loft.


Kopar er oft notaður í víra sem leiða rafmagn, ástæðan er sú að eðlisviðnám kopars er mjög lágt.

Ef við viljum að ákveðinn straumur fari um glerþráð þurfum við miklu meiri spennumun milli enda á þræðinum en ef um koparþráð væri að ræða.

Lögmál Ohms segir að spennumunur sem þarf til að senda straum gegnum leiðara sé í réttu hlutfalli við margfeldi straumsins og viðnámsins (mótstöðunnar). Ef við viljum tvöfalda straum í leiðara þurfum við því tvöfalt meiri spennu. Ef við viljum senda sama straum gegnum leiðara með tvöfalt meira viðnám þurfum við líka tvöfalt meiri spennu.

Mælieining spennu er volt en mælieining straums er amper.

Mynd:


Þetta svar birtist áður á vef Verkís og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Verkfræðistofan Verkís

Útgáfudagur

27.7.2010

Spyrjandi

Sveinn Smárason

Tilvísun

Verkís. „Hver er munurinn á rafstraumi og spennu?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55548.

Verkís. (2010, 27. júlí). Hver er munurinn á rafstraumi og spennu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55548

Verkís. „Hver er munurinn á rafstraumi og spennu?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55548>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á rafstraumi og spennu?
Líkja má rafstraumi við rennsli vatns í röri og spennu við þrýstinginn í rörinu.

Við vitum að ef mismunandi þrýstingur er við sitthvorn enda rörs leitast vatnið við að flæða frá hærri þrýstingi til lægri. Á sama hátt leitast rafstraumur við að flæða frá hærri spennu til lægri.

Þótt mikill spennumunur eða þrýstimunur sé milli enda verður straumurinn ekki mikill ef mótstaða er mikil. Mótstaða í vatnsröri getur verið vegna þrengingar eða stíflu en mótstaða í vír er venjulega vegna eðlislægrar rafstraumsmótstöðu (eðlisviðnáms) efnisins sem vírinn er gerður úr. Oftast er kopar notaður í víra því eðlisviðnám kopars er mjög lágt. Flestir málmar eru góðir leiðarar (misgóðir þó) en flest önnur efni leiða straum mjög illa; það á til dæmis við um gler og loft.


Kopar er oft notaður í víra sem leiða rafmagn, ástæðan er sú að eðlisviðnám kopars er mjög lágt.

Ef við viljum að ákveðinn straumur fari um glerþráð þurfum við miklu meiri spennumun milli enda á þræðinum en ef um koparþráð væri að ræða.

Lögmál Ohms segir að spennumunur sem þarf til að senda straum gegnum leiðara sé í réttu hlutfalli við margfeldi straumsins og viðnámsins (mótstöðunnar). Ef við viljum tvöfalda straum í leiðara þurfum við því tvöfalt meiri spennu. Ef við viljum senda sama straum gegnum leiðara með tvöfalt meira viðnám þurfum við líka tvöfalt meiri spennu.

Mælieining spennu er volt en mælieining straums er amper.

Mynd:


Þetta svar birtist áður á vef Verkís og er birt hér með góðfúslegu leyfi....