Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað er fjöruarfi?

Jón Már Halldórsson

Fjöruarfi (Honckenya peploides) er af hjartagrasaætt (Caryophyllaceae) og vex eingöngu í fjörusandi allt í kringum landið. Mest er af honum á söndunum miklu við suðurströndina, sérstaklega á svæðinu milli Kúðafljóts og Eldvatns í Skaftárhreppi þar sem hann setur mikinn svip á ströndina. Hægt er að skoða kort af útbreiðslu fjöruarfa á vefnum www.floraislands.is.

Fjöruarfi er einær jurt með þykk og safarík blöð. Blómgunartíminn er í júní og júlí og eru krónublöðin hvít eða fölfjólublá, 7-10 mm á lengd og 1,2 - 1,7 mm í þvermál. Aldin arfans eru stór og áberandi og hefur hann viðurnefnið berjaarfi sums staðar á landinu.



Fjöruarfi (Honckenya peploides)

Fjöruarfi hefur lengi verið nýttur til manneldis, sérstaklega í Vestur-Skaftafellssýslu og þá aðallega í Meðallandi. Í Íslenskum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar segir um neyslu á fjöruarfanum:
Á hverju sumri, jafnskjótt og stekkjarmjólkin bættist í búið, var náð í fjöruarfa; hann var saxaður smátt með káljárni og soðinn í henni. Einnig var fjöruarfinn látinn í kúamjólk sem var flóuð. Hann drýgði ekki aðeins mjólkina, því að menn töldu sig hafa reynslu af því, að fjöruarfinn væri hollur matur, en þó þurfti að gæta þess að neyta hans hóflega. Sagt var að þeir sem skeyttu því ekki fengju gullleitan blæ í andlitið og jafnframt færi hann illa í maga á langsoltnu fólki. [stekkjarmjólk er annað orð yfir sauðamjólk]

Í Meðallandinu var fjöruarfinn talinn góð beitijurt fyrir sauðfé og sótti það í arfabreiðurnar á söndunum. Það fé sem hélt sig þar var kallað arfafé og sauðir sem yfir sumarið “gengu í örfunum” voru sagðir vera óvenjulega feitir, en fljótir að missa hold þegar þeir komu í aðra haga á haustin. Þeir voru sagðir úthaldslitlir og ekki færir til langreksturs. Beit á fjöruarfa var talinn óholl fyrir kýr og sögð minnka nyt þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Hörður Kristinsson. Íslenska plöntuhandbókin. Mál og menning. Reykjavík. 1998.
  • Lúðvík Kristjánsson. Íslenskir sjávarhættir 1. Menningarsjóður. Reykjavík. 1980.
  • www.floraislands.is

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.1.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er fjöruarfi?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5571.

Jón Már Halldórsson. (2006, 17. janúar). Hvað er fjöruarfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5571

Jón Már Halldórsson. „Hvað er fjöruarfi?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5571>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er fjöruarfi?
Fjöruarfi (Honckenya peploides) er af hjartagrasaætt (Caryophyllaceae) og vex eingöngu í fjörusandi allt í kringum landið. Mest er af honum á söndunum miklu við suðurströndina, sérstaklega á svæðinu milli Kúðafljóts og Eldvatns í Skaftárhreppi þar sem hann setur mikinn svip á ströndina. Hægt er að skoða kort af útbreiðslu fjöruarfa á vefnum www.floraislands.is.

Fjöruarfi er einær jurt með þykk og safarík blöð. Blómgunartíminn er í júní og júlí og eru krónublöðin hvít eða fölfjólublá, 7-10 mm á lengd og 1,2 - 1,7 mm í þvermál. Aldin arfans eru stór og áberandi og hefur hann viðurnefnið berjaarfi sums staðar á landinu.



Fjöruarfi (Honckenya peploides)

Fjöruarfi hefur lengi verið nýttur til manneldis, sérstaklega í Vestur-Skaftafellssýslu og þá aðallega í Meðallandi. Í Íslenskum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar segir um neyslu á fjöruarfanum:
Á hverju sumri, jafnskjótt og stekkjarmjólkin bættist í búið, var náð í fjöruarfa; hann var saxaður smátt með káljárni og soðinn í henni. Einnig var fjöruarfinn látinn í kúamjólk sem var flóuð. Hann drýgði ekki aðeins mjólkina, því að menn töldu sig hafa reynslu af því, að fjöruarfinn væri hollur matur, en þó þurfti að gæta þess að neyta hans hóflega. Sagt var að þeir sem skeyttu því ekki fengju gullleitan blæ í andlitið og jafnframt færi hann illa í maga á langsoltnu fólki. [stekkjarmjólk er annað orð yfir sauðamjólk]

Í Meðallandinu var fjöruarfinn talinn góð beitijurt fyrir sauðfé og sótti það í arfabreiðurnar á söndunum. Það fé sem hélt sig þar var kallað arfafé og sauðir sem yfir sumarið “gengu í örfunum” voru sagðir vera óvenjulega feitir, en fljótir að missa hold þegar þeir komu í aðra haga á haustin. Þeir voru sagðir úthaldslitlir og ekki færir til langreksturs. Beit á fjöruarfa var talinn óholl fyrir kýr og sögð minnka nyt þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Hörður Kristinsson. Íslenska plöntuhandbókin. Mál og menning. Reykjavík. 1998.
  • Lúðvík Kristjánsson. Íslenskir sjávarhættir 1. Menningarsjóður. Reykjavík. 1980.
  • www.floraislands.is
...