Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?

Jón Már Halldórsson

Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að skarfakál hafi víða vaxið á veggjum og þökum torfbæja á sjávarjörðum kringum landið. Á vefnum www.floraislands.is er að finna kort sem sýnir útbreiðslu skarfakáls.

Skarfakálið hefur gljáandi, hóflaga laufblöð sem má nota til átu. Íslendingar hafa frá fornu fari nýtt það öðrum strandjurtum fremur og eru heimildir til um neyslu þess víða um landið. Það er þekkt undir ýmsum heitum; í Grímsnesinu kallaðist það til dæmis kálgresi eða eyjakál, arfakál á Ströndum en Breiðfirðingar notuðu yfirleitt aðeins orðið kál yfir jurtina.



Blöð skarfakáls (Cochlearia officinalis) má nýta til átu.

Sennilega er fyrst getið um skarfakál í Grettissögu og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er skarfakál talið til hlunninda í Grímsey. Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem og í ferðabók Sveins Pálssonar er skarfakál talið til hlunninda í Viðey. Skúli fógeti Magnússon nefnir einnig í skrifum sínum að skarfakál vaxi víða neðan hamra í Kjósa- og Gullbringusýslum og síga verði eftir því. Þetta virðist benda til þess að menn hafi þar lagt talsvert á sig til að ná í þessa nytjajurt. Samkvæmt Lúðvík Kristjánssyni virðist skarfakál hafa verið meira nýtt til manneldis á Breiðafjarðareyjum en annars staðar á landinu.

Á sumum svæðum var skarfakálið fyrst og fremst notað til lækninga, til dæmis á Snæfellsnesi, en til manneldis á öðrum svæðum svo sem á Breiðafirði. Kálið var til dæmis sett út á skyr eða borðað ferskt sem salat, og telur Lúðvík að sá siður hafi borist hingað frá Dönum. Á Breiðafjarðareyjunum var algengast að sjóða skarfakálið í graut eða súpu. Í grautinn var iðulega haft bygg eða mjöl og oft sett mjólk yfir. Skarfakálsbrauð voru ennfremur þekkt frá Ströndum.

Skarfakál er ríkt af C-vítamíni og hefur að öllum líkindum leikið stórt hlutverk í lýðheilsu Íslendinga og komið í veg fyrir að skyrbjúgur væri algengari en raun ber vitni. Skarfakál er einnig talið gott við ýmsum kvillum eins og gigt, bjúg, tíðastemmu, andfýlu og ýmsum húðsjúkdómum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Arnbjörg L. Jóhannsdóttir. Íslenskar lækningajurtir. Mál og menning. Reykjavík. 1992.
  • Hörður Kristinsson. Íslenska plöntuhandbókin. Mál og menning. Reykjavík. 1998.
  • Lúðvík Kristjánsson. Íslenskir sjávarhættir 1. Menningarsjóður. Reykjavík. 1980.
  • www.floraislands.is

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.1.2006

Spyrjandi

Kristín Margrét Jakobsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5573.

Jón Már Halldórsson. (2006, 18. janúar). Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5573

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5573>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?
Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að skarfakál hafi víða vaxið á veggjum og þökum torfbæja á sjávarjörðum kringum landið. Á vefnum www.floraislands.is er að finna kort sem sýnir útbreiðslu skarfakáls.

Skarfakálið hefur gljáandi, hóflaga laufblöð sem má nota til átu. Íslendingar hafa frá fornu fari nýtt það öðrum strandjurtum fremur og eru heimildir til um neyslu þess víða um landið. Það er þekkt undir ýmsum heitum; í Grímsnesinu kallaðist það til dæmis kálgresi eða eyjakál, arfakál á Ströndum en Breiðfirðingar notuðu yfirleitt aðeins orðið kál yfir jurtina.



Blöð skarfakáls (Cochlearia officinalis) má nýta til átu.

Sennilega er fyrst getið um skarfakál í Grettissögu og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er skarfakál talið til hlunninda í Grímsey. Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem og í ferðabók Sveins Pálssonar er skarfakál talið til hlunninda í Viðey. Skúli fógeti Magnússon nefnir einnig í skrifum sínum að skarfakál vaxi víða neðan hamra í Kjósa- og Gullbringusýslum og síga verði eftir því. Þetta virðist benda til þess að menn hafi þar lagt talsvert á sig til að ná í þessa nytjajurt. Samkvæmt Lúðvík Kristjánssyni virðist skarfakál hafa verið meira nýtt til manneldis á Breiðafjarðareyjum en annars staðar á landinu.

Á sumum svæðum var skarfakálið fyrst og fremst notað til lækninga, til dæmis á Snæfellsnesi, en til manneldis á öðrum svæðum svo sem á Breiðafirði. Kálið var til dæmis sett út á skyr eða borðað ferskt sem salat, og telur Lúðvík að sá siður hafi borist hingað frá Dönum. Á Breiðafjarðareyjunum var algengast að sjóða skarfakálið í graut eða súpu. Í grautinn var iðulega haft bygg eða mjöl og oft sett mjólk yfir. Skarfakálsbrauð voru ennfremur þekkt frá Ströndum.

Skarfakál er ríkt af C-vítamíni og hefur að öllum líkindum leikið stórt hlutverk í lýðheilsu Íslendinga og komið í veg fyrir að skyrbjúgur væri algengari en raun ber vitni. Skarfakál er einnig talið gott við ýmsum kvillum eins og gigt, bjúg, tíðastemmu, andfýlu og ýmsum húðsjúkdómum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Arnbjörg L. Jóhannsdóttir. Íslenskar lækningajurtir. Mál og menning. Reykjavík. 1992.
  • Hörður Kristinsson. Íslenska plöntuhandbókin. Mál og menning. Reykjavík. 1998.
  • Lúðvík Kristjánsson. Íslenskir sjávarhættir 1. Menningarsjóður. Reykjavík. 1980.
  • www.floraislands.is
...