Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Geta góðkynja æxli verið lífshættuleg?

Jón Gunnlaugur Jónasson

Bæði góðkynja og illkynja æxli geta verið sprottin upp af mjög mismunandi vefjum innan líkamans, til dæmis frá þekjuvef, bein-, brjósk- eða mjúkvef, taugastoðvef og fleiri vefjum. Vefupprunanum er yfirleitt bætt við nafngift æxlanna. Ef um illkynja æxli er er að ræða, er endingunum –carcinoma eða –sarcoma bætt við fræðiheiti æxlisins. Heitið adenocarcinoma er til að mynda haft um kirtilmyndandi krabbamein. Sé hins vegar um góðkynja æxli að ræða er gjarnan höfð endingin –oma. Góðkynja kirtilæxli er þá nefnt adenoma.

Þó góðkynja æxli leiði mjög sjaldan til dauða og læknist yfirleitt alltaf ef á annað borð er talin ástæða til að fjarlægja þau, þá geta þau verið lífshættuleg og hafa stöku sinnum alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þrýstingsáhrif eru vel þekkt, til að mynda vegna góðkynja æxla í heila, sem geta valdið einkennum eins og til dæmis krömpum. Einnig geta góðkynja æxli í legi valdið truflunum á hægða- og þvagvenjum. Góðkynja æxli geta stíflað framrás lofts eða vökva í líkamanum svo sem þegar æxli í berkju stíflar loftvegi, æxli í heila stíflar framflæði mænuvökva eða góðkynja æxli í hjartagátt getur þrengt að framrás blóðs um hjartað. Blæðing, sármyndun, drep og sýkingar geta líka komið fram í góðkynja æxlum með tilheyrandi líkamlegum einkennum. Til dæmis geta góðkynja æxli í meltingarvegi valdið sármyndun og lífshættulegum blæðingum.


Góðkynja kirtilfrumuæxli sem var fjarlægt úr blöðruhálskirtli.

Hormónaframleiðsla ýmissa góðkynja æxla er vel þekkt þó sjaldgæf sé. Til dæmis geta góðkynja kirtilfrumuæxli (adenoma) í brisi framleitt hormón eins og gastrin eða insúlín, sem getur haft mjög alvarleg áhrif á sykurefnaskipti líkamans. Einnig geta góðkynja æxli í kalkkirtlum, nýrnahettuberki, nýrnahettukjarna, kynkirtlum og heiladingli framleitt ofgnótt hormóna sem frumur í þessum líffærum framleiða venjulega í eðlilegu magni. Slík ofgnótt hormónaframleiðslu veldur þá verulegum líkamseinkennum og getur verið lífshættuleg.

Að lokum skal einnig minnst á þann eiginleika hluta góðkynja æxla að geta þróast yfir í illkynja æxli. Í því sambandi er einna best þekkt að góðkynja kirtilsepaæxli í ristli og endaþarmi geta þróast yfir í illkynja kirtilkrabbamein á þessum stöðum og gjarnan er litið á þau sem forstigsmein illkynja æxla.

Þrátt fyrir þessa alllöngu upptalningu á alvarlegum afleiðingum sem góðkynja æxli geta mögulega haft í för með sér skal þó ítrekað að í langflestum tilfellum hafa góðkynja æxli ekki miklar afleiðingar, ógna ekki lífi og ef meðhöndlun reynist nauðsynleg þá læknast meinin.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:
  • USRF. Sótt 12.4.2010.

Höfundur

Jón Gunnlaugur Jónasson

prófessor og meinafræðingur, yfirlæknir Krabbameinsskrár Íslands

Útgáfudagur

12.4.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Gunnlaugur Jónasson. „Geta góðkynja æxli verið lífshættuleg?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55927.

Jón Gunnlaugur Jónasson. (2010, 12. apríl). Geta góðkynja æxli verið lífshættuleg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55927

Jón Gunnlaugur Jónasson. „Geta góðkynja æxli verið lífshættuleg?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55927>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta góðkynja æxli verið lífshættuleg?
Bæði góðkynja og illkynja æxli geta verið sprottin upp af mjög mismunandi vefjum innan líkamans, til dæmis frá þekjuvef, bein-, brjósk- eða mjúkvef, taugastoðvef og fleiri vefjum. Vefupprunanum er yfirleitt bætt við nafngift æxlanna. Ef um illkynja æxli er er að ræða, er endingunum –carcinoma eða –sarcoma bætt við fræðiheiti æxlisins. Heitið adenocarcinoma er til að mynda haft um kirtilmyndandi krabbamein. Sé hins vegar um góðkynja æxli að ræða er gjarnan höfð endingin –oma. Góðkynja kirtilæxli er þá nefnt adenoma.

Þó góðkynja æxli leiði mjög sjaldan til dauða og læknist yfirleitt alltaf ef á annað borð er talin ástæða til að fjarlægja þau, þá geta þau verið lífshættuleg og hafa stöku sinnum alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þrýstingsáhrif eru vel þekkt, til að mynda vegna góðkynja æxla í heila, sem geta valdið einkennum eins og til dæmis krömpum. Einnig geta góðkynja æxli í legi valdið truflunum á hægða- og þvagvenjum. Góðkynja æxli geta stíflað framrás lofts eða vökva í líkamanum svo sem þegar æxli í berkju stíflar loftvegi, æxli í heila stíflar framflæði mænuvökva eða góðkynja æxli í hjartagátt getur þrengt að framrás blóðs um hjartað. Blæðing, sármyndun, drep og sýkingar geta líka komið fram í góðkynja æxlum með tilheyrandi líkamlegum einkennum. Til dæmis geta góðkynja æxli í meltingarvegi valdið sármyndun og lífshættulegum blæðingum.


Góðkynja kirtilfrumuæxli sem var fjarlægt úr blöðruhálskirtli.

Hormónaframleiðsla ýmissa góðkynja æxla er vel þekkt þó sjaldgæf sé. Til dæmis geta góðkynja kirtilfrumuæxli (adenoma) í brisi framleitt hormón eins og gastrin eða insúlín, sem getur haft mjög alvarleg áhrif á sykurefnaskipti líkamans. Einnig geta góðkynja æxli í kalkkirtlum, nýrnahettuberki, nýrnahettukjarna, kynkirtlum og heiladingli framleitt ofgnótt hormóna sem frumur í þessum líffærum framleiða venjulega í eðlilegu magni. Slík ofgnótt hormónaframleiðslu veldur þá verulegum líkamseinkennum og getur verið lífshættuleg.

Að lokum skal einnig minnst á þann eiginleika hluta góðkynja æxla að geta þróast yfir í illkynja æxli. Í því sambandi er einna best þekkt að góðkynja kirtilsepaæxli í ristli og endaþarmi geta þróast yfir í illkynja kirtilkrabbamein á þessum stöðum og gjarnan er litið á þau sem forstigsmein illkynja æxla.

Þrátt fyrir þessa alllöngu upptalningu á alvarlegum afleiðingum sem góðkynja æxli geta mögulega haft í för með sér skal þó ítrekað að í langflestum tilfellum hafa góðkynja æxli ekki miklar afleiðingar, ógna ekki lífi og ef meðhöndlun reynist nauðsynleg þá læknast meinin.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:
  • USRF. Sótt 12.4.2010.
...