Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hafa eldgos áhrif á veðrið?

Trausti Jónsson

Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja. Langflest stór gos eru sprengigos. Þau dreifa miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en gosefnin falla tiltölulega fljótt út og því er það lítið magn sem nær að breiðast yfir stórt svæði. Næst gosstað geta skammtímaáhrif á dægursveiflu hita og jafnvel úrkomu verið veruleg.

Mest áhrif hafa fín gosefni sem berast upp í heiðhvolfið. Þessi fínu gosefni eru smágert ryk, en einnig brennisteinssambönd margs konar. Sé gosið í hitabeltinu berast gosefnin um alla jörð á fáeinum mánuðum. Heiðhvolfið er ofan við veðrahvörfin sem eru hér á landi venjulega í 9 til 10 km hæð (stundum neðar - stundum ofar). Í hitabeltinu eru veðrahvörfin í 14 til 18 km hæð.

Eldgosið sem varð í Pinatubofjalli á Filippseyjum í júní 1991 var sennilega það stærsta á 20. öld. Mjög vel var fylgst með gosinu og afleiðingum þess. Öskuskýið sást vel hér á landi haustið eftir og blámi himinsins varð hvítgrár á annað ár. Sérkennilegur hringur (baugur, Bishop - „biskupsbaugur“) sást um sólu. Heiðhvolfið var vel á annað ár að jafna sig og lítilsháttar kólnun varð í veðrahvolfinu.

Árið 1992 var ívið kaldara ár en nokkur hin síðustu ár þar á undan og má að einhverju leyti rekja það til gossins í Pinatubofjallinu á Filippseyjum árið 1991.

Skaftáreldagosið 1783-84 var allt annars eðlis, sprengi- og gjóskuvirkni var lítil (miðað við stærð gossins) en framleiðsla brennisteinssambanda því meiri. Áhrif Skaftáreldagossins var því líkara því sem um stórfellda iðnaðarmengun væri að ræða, en slík mengun virðist lækka hita þar sem hennar gætir. Málið getur þó verið flóknara. Bestu lýsinguna á þessum þætti Skaftáreldagossins og afleiðingum þess má lesa í grein eftir Þorvald Þórðarson og Stephen Self, tilvísun er hér að neðan.

Veðrahvolfsmengun getur haft áhrif á meginhringrás lofthjúpsins en þau eru flókin, til dæmis bundin upprunabreiddarstigi mengunarinnar. Því þarf að herma hvert gostilvik fyrir sig í lofthjúpslíkani ef finna á óbein áhrif þess.

Allar eldfjallaafurðir sem berast í lofthjúpinn hafa einhver áhrif á geislunarbúskap hans. Það er af tvennum meginástæðum, annars vegar hækkar endurskinshlutfall lofthjúpsins í heild en hins vegar tekur heiðhvolfið til sín meiri geislunarorku heldur en venjulega. Þetta samanlagt veldur því að heiðhvolfið hitnar en veðrahvolfið kólnar.

Sé eldgosið í hitabeltinu hitnar heiðhvolfið þar meira en yfir heimskautasvæðunum. Þetta hefur þær lúmsku afleiðingar að vestanvindabeltin styrkjast. Þar með berst meira af hlýju lofti frá höfunum inn yfir meginlönd. Fyrsti vetur eftir stórt eldgos í hitabeltinu hefur því tilhneigingu til að vera hlýrri þar sem aukinna hafvinda gætir.

Sú skoðun er útbreidd og studd af geislunarlíkönum að tímabil tíðra stóreldgosa séu kaldari en skeið þegar eldvirkni er lítil. Yfirgripsmesta vísindagreinin um áhrif stórra eldgosa á veðurfar og mér er kunnugt um er eftir Alan Robock, sjá tilvísun hér fyrir neðan.

Greinar og mynd:


Þetta svar er fengið af Hungurdiski, bloggi Trausta Jónssonar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

12.9.2011

Spyrjandi

Ragna Þórunn Ragnarsdóttir

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hafa eldgos áhrif á veðrið?“ Vísindavefurinn, 12. september 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56072.

Trausti Jónsson. (2011, 12. september). Hafa eldgos áhrif á veðrið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56072

Trausti Jónsson. „Hafa eldgos áhrif á veðrið?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56072>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa eldgos áhrif á veðrið?
Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja. Langflest stór gos eru sprengigos. Þau dreifa miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en gosefnin falla tiltölulega fljótt út og því er það lítið magn sem nær að breiðast yfir stórt svæði. Næst gosstað geta skammtímaáhrif á dægursveiflu hita og jafnvel úrkomu verið veruleg.

Mest áhrif hafa fín gosefni sem berast upp í heiðhvolfið. Þessi fínu gosefni eru smágert ryk, en einnig brennisteinssambönd margs konar. Sé gosið í hitabeltinu berast gosefnin um alla jörð á fáeinum mánuðum. Heiðhvolfið er ofan við veðrahvörfin sem eru hér á landi venjulega í 9 til 10 km hæð (stundum neðar - stundum ofar). Í hitabeltinu eru veðrahvörfin í 14 til 18 km hæð.

Eldgosið sem varð í Pinatubofjalli á Filippseyjum í júní 1991 var sennilega það stærsta á 20. öld. Mjög vel var fylgst með gosinu og afleiðingum þess. Öskuskýið sást vel hér á landi haustið eftir og blámi himinsins varð hvítgrár á annað ár. Sérkennilegur hringur (baugur, Bishop - „biskupsbaugur“) sást um sólu. Heiðhvolfið var vel á annað ár að jafna sig og lítilsháttar kólnun varð í veðrahvolfinu.

Árið 1992 var ívið kaldara ár en nokkur hin síðustu ár þar á undan og má að einhverju leyti rekja það til gossins í Pinatubofjallinu á Filippseyjum árið 1991.

Skaftáreldagosið 1783-84 var allt annars eðlis, sprengi- og gjóskuvirkni var lítil (miðað við stærð gossins) en framleiðsla brennisteinssambanda því meiri. Áhrif Skaftáreldagossins var því líkara því sem um stórfellda iðnaðarmengun væri að ræða, en slík mengun virðist lækka hita þar sem hennar gætir. Málið getur þó verið flóknara. Bestu lýsinguna á þessum þætti Skaftáreldagossins og afleiðingum þess má lesa í grein eftir Þorvald Þórðarson og Stephen Self, tilvísun er hér að neðan.

Veðrahvolfsmengun getur haft áhrif á meginhringrás lofthjúpsins en þau eru flókin, til dæmis bundin upprunabreiddarstigi mengunarinnar. Því þarf að herma hvert gostilvik fyrir sig í lofthjúpslíkani ef finna á óbein áhrif þess.

Allar eldfjallaafurðir sem berast í lofthjúpinn hafa einhver áhrif á geislunarbúskap hans. Það er af tvennum meginástæðum, annars vegar hækkar endurskinshlutfall lofthjúpsins í heild en hins vegar tekur heiðhvolfið til sín meiri geislunarorku heldur en venjulega. Þetta samanlagt veldur því að heiðhvolfið hitnar en veðrahvolfið kólnar.

Sé eldgosið í hitabeltinu hitnar heiðhvolfið þar meira en yfir heimskautasvæðunum. Þetta hefur þær lúmsku afleiðingar að vestanvindabeltin styrkjast. Þar með berst meira af hlýju lofti frá höfunum inn yfir meginlönd. Fyrsti vetur eftir stórt eldgos í hitabeltinu hefur því tilhneigingu til að vera hlýrri þar sem aukinna hafvinda gætir.

Sú skoðun er útbreidd og studd af geislunarlíkönum að tímabil tíðra stóreldgosa séu kaldari en skeið þegar eldvirkni er lítil. Yfirgripsmesta vísindagreinin um áhrif stórra eldgosa á veðurfar og mér er kunnugt um er eftir Alan Robock, sjá tilvísun hér fyrir neðan.

Greinar og mynd:


Þetta svar er fengið af Hungurdiski, bloggi Trausta Jónssonar og birt með góðfúslegu leyfi....