Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju eru kýr heilagar í hindúasið?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Margt bendir til þess að nautgripir hafi um árþúsundir gegnt einhvers konar trúarlegu hlutverki í samfélagi manna. Fyrir fimmtán til þrjátíu þúsund árum voru dregnar upp myndir af nautum á bergveggi í hellum í Evrópu. Naut voru vafalaust veidd vegna kjötsins, en oft eru myndirnar þannig að engu er líkara en verið sé að sýna þann ógurlega kraft og frjósemi sem í þeim býr. Fyrir sex til sjö þúsund árum hafa nautgripir fengið merkileg hlutverk sem húsdýr. Annars vegar sem dráttardýr í samfélagi akuryrkjufólks, hins vegar sem uppspretta mikilvægrar fæðu, það er að segja mjólkur. Nautpeningur, sauðfé og geitur gáfu ekki fyrst og fremst af sér kjöt og innyfli, heldur var mjólkin og fæða sem úr henni var unnin einhver mikilvægasta viðbótin við kost manna um mest alla heimsbyggðina eftir byltinguna í akuryrkju fyrir um það bil tíu þúsund árum.

Nautadýrkun var algeng í ýmsum fornum trúarbrögðum og mjög mikilvæg í Zaraþústratrú, sem enn er iðkuð að einhverju leyti í Íran, en var ríkjandi á þeim slóðum áður fyrr. Þar er nautpeningur mikils virtur og áhersla lögð á að sýna honum virðingu. Í Egyptalandi til forna var nautið Apis dýrkað og kýrin Hator var í guðatölu.



Kýr eru bannhelgar í hindúasið.

Í hindúasið, sem á margt sameiginlegt með átrúnaði þeirra sem aðhyllast kenningar Zaraþústra, eru kýr (og reyndar allur nautpeningur) á vissan hátt bannhelgar, tabú, ekki má eta kjöt af þeim, og ekki sýna þeim neins konar óvirðingu og ekki stugga við þeim hvar sem þær reika.

Ekki eru menn sammála um ástæður þess að kýr fengu þessa sérstöðu innan hindúasiðar. Það er vitað, að í hinum elstu ritum á Indlandi er rætt um nautpening, og þá fyrst og fremst kýr, sem dýr er njóti sérstöðu. Í Rigveda eru lofsöngvar um þær og í fórnarathöfnum var mjólk og brætt smjör gefið guðunum. Í fornum indverskum trúarbrögðum var hesturinn reyndar helsta fórnardýrið.

Svo virðist sem bann við neyslu nautakjöts sé mjög gamalt og ef til vill upphaf þess að meðal rétttrúaðra hindúa skuli ekki eta kjötmeti af neinu tagi. Upphaflega gæti hafa verið um að ræða að nautum hafi verið fórnað og gefin guðunum til neyslu, en fólk ekki mátt eta það sem guðum var ætlað. (Í fornum indverskum átrúnaði var hesturinn reyndar helsta fórnardýrið). Þetta hafi átt við sjálfar fórnarathafnirnar, en á öðrum tímum hafi mátt snæða kjöt. Smám saman hafi reglurnar verið hertar og hætt að fórna sjálfum dýrunum heldur aðeins einhverri afurð úr þeim, svo sem mjólk eða smjöri, og þá var sjálfsagt að allur almenningur fengi ekki heldur að neyta annars af dýrinu.


Fórnarathöfn í hindúasið.

Þess ber að geta að nautpeningur gegnir margskonar hlutverki í sveitum Indlands. Þurrkuð kúamykja, sem liggur út um allt, er mikilvægur eldiviður, mjólk er nauðsynleg fæða og ásamt smjöri (sem ekki er þó alveg eins og það smjör sem þekkjum) er ómissandi þegar guðunum eru færðar fórnir. Og þó að hindúum sé ekki leyft að eta kjöt eru á Indlandi hundruð milljóna manna sem neyta kjötmetis, meðal annars allir múslímar, og mikill fjöldi nautpenings er fluttur árlega í sláturhús, leyfileg og óleyfileg, og afurðirnar seldar.

Einfaldasta svarið við spurningunni er ef til vill, að upphaflega hafi verið bannað að neyta fórnarkjöts, síðan hafi verið bannað að fórna dýrunum og loks hafi algert bann verið sett við kjötneyslu. En svo getur vel verið að einhverjar aðrar ástæður hafi valdið því að kýr og afkvæmi þeirra fengu þessu stöðu meðal trúaðra hindúa!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.6.2010

Spyrjandi

Hörður Sævar Óskarsson, f. 1995

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Af hverju eru kýr heilagar í hindúasið?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2010. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56284.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2010, 9. júní). Af hverju eru kýr heilagar í hindúasið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56284

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Af hverju eru kýr heilagar í hindúasið?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2010. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56284>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru kýr heilagar í hindúasið?
Margt bendir til þess að nautgripir hafi um árþúsundir gegnt einhvers konar trúarlegu hlutverki í samfélagi manna. Fyrir fimmtán til þrjátíu þúsund árum voru dregnar upp myndir af nautum á bergveggi í hellum í Evrópu. Naut voru vafalaust veidd vegna kjötsins, en oft eru myndirnar þannig að engu er líkara en verið sé að sýna þann ógurlega kraft og frjósemi sem í þeim býr. Fyrir sex til sjö þúsund árum hafa nautgripir fengið merkileg hlutverk sem húsdýr. Annars vegar sem dráttardýr í samfélagi akuryrkjufólks, hins vegar sem uppspretta mikilvægrar fæðu, það er að segja mjólkur. Nautpeningur, sauðfé og geitur gáfu ekki fyrst og fremst af sér kjöt og innyfli, heldur var mjólkin og fæða sem úr henni var unnin einhver mikilvægasta viðbótin við kost manna um mest alla heimsbyggðina eftir byltinguna í akuryrkju fyrir um það bil tíu þúsund árum.

Nautadýrkun var algeng í ýmsum fornum trúarbrögðum og mjög mikilvæg í Zaraþústratrú, sem enn er iðkuð að einhverju leyti í Íran, en var ríkjandi á þeim slóðum áður fyrr. Þar er nautpeningur mikils virtur og áhersla lögð á að sýna honum virðingu. Í Egyptalandi til forna var nautið Apis dýrkað og kýrin Hator var í guðatölu.



Kýr eru bannhelgar í hindúasið.

Í hindúasið, sem á margt sameiginlegt með átrúnaði þeirra sem aðhyllast kenningar Zaraþústra, eru kýr (og reyndar allur nautpeningur) á vissan hátt bannhelgar, tabú, ekki má eta kjöt af þeim, og ekki sýna þeim neins konar óvirðingu og ekki stugga við þeim hvar sem þær reika.

Ekki eru menn sammála um ástæður þess að kýr fengu þessa sérstöðu innan hindúasiðar. Það er vitað, að í hinum elstu ritum á Indlandi er rætt um nautpening, og þá fyrst og fremst kýr, sem dýr er njóti sérstöðu. Í Rigveda eru lofsöngvar um þær og í fórnarathöfnum var mjólk og brætt smjör gefið guðunum. Í fornum indverskum trúarbrögðum var hesturinn reyndar helsta fórnardýrið.

Svo virðist sem bann við neyslu nautakjöts sé mjög gamalt og ef til vill upphaf þess að meðal rétttrúaðra hindúa skuli ekki eta kjötmeti af neinu tagi. Upphaflega gæti hafa verið um að ræða að nautum hafi verið fórnað og gefin guðunum til neyslu, en fólk ekki mátt eta það sem guðum var ætlað. (Í fornum indverskum átrúnaði var hesturinn reyndar helsta fórnardýrið). Þetta hafi átt við sjálfar fórnarathafnirnar, en á öðrum tímum hafi mátt snæða kjöt. Smám saman hafi reglurnar verið hertar og hætt að fórna sjálfum dýrunum heldur aðeins einhverri afurð úr þeim, svo sem mjólk eða smjöri, og þá var sjálfsagt að allur almenningur fengi ekki heldur að neyta annars af dýrinu.


Fórnarathöfn í hindúasið.

Þess ber að geta að nautpeningur gegnir margskonar hlutverki í sveitum Indlands. Þurrkuð kúamykja, sem liggur út um allt, er mikilvægur eldiviður, mjólk er nauðsynleg fæða og ásamt smjöri (sem ekki er þó alveg eins og það smjör sem þekkjum) er ómissandi þegar guðunum eru færðar fórnir. Og þó að hindúum sé ekki leyft að eta kjöt eru á Indlandi hundruð milljóna manna sem neyta kjötmetis, meðal annars allir múslímar, og mikill fjöldi nautpenings er fluttur árlega í sláturhús, leyfileg og óleyfileg, og afurðirnar seldar.

Einfaldasta svarið við spurningunni er ef til vill, að upphaflega hafi verið bannað að neyta fórnarkjöts, síðan hafi verið bannað að fórna dýrunum og loks hafi algert bann verið sett við kjötneyslu. En svo getur vel verið að einhverjar aðrar ástæður hafi valdið því að kýr og afkvæmi þeirra fengu þessu stöðu meðal trúaðra hindúa!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:...