Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver er munurinn á eitlum og kirtlum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Mikill munur er á eitlum og kirtlum, bæði hvað varðar gerð og hlutverk.

Kirtlar (e. glands) eru úr kirtilvef og skiptast í inn- og útkirtla (e. endocrine og exocrine). Báðar gerðir gegna því hlutverki að framleiða eitt eða fleiri efni og seyta því eða þeim síðan frá sér.

Frá útkirtlum liggja rásir eða göng sem tengja þá við holrúm í líkamanum eða yfirborð líkamans þangað sem afurðir þeirra berast. Dæmi um útkirtla sem tengjast holrúmum í líkamanum eru kirtlarnir sem koma við sögu í meltingu fæðunnar, til dæmis munnvatnskirtlar, magakirtlar, briskirtill og lifur. Allir þessir kirtlar tengjast meltingarveginum sem er holrúmið innst í líkama okkar. Svitakirtlar og fitukirtlar eru hins vegar útkirtlar sem seyta afurðum sínum, svita og húðfeiti, á yfirborð líkamans.

Innkirtlar eru ólíkir útkirtlum að því leyti að afurðir þeirra berast ekki eftir göngum eða rásum í holrúm, heldur er þeim seytt beint út í blóðrásina. Afurðir innkirtla heita hormón og berast með blóðrásinni um allan líkamann. Tilteknar frumur í líkamanum taka mark á hverju hormóni og kallast markfrumur (e. target cells) þess hormóns. Þær hafa viðtaka fyrir hormónið og verða fyrir áhrifum af því á meðan aðrar frumur (ekki markfrumur) verða ekki fyrir neinum áhrifum.



Dæmi um hormón og innkirtilinn sem það myndar er þýroxín frá skjaldkirtli. Markfrumur þess eru flestar frumur líkamans en þýroxín stjórnar bruna í frumum, vexti og þroskun og virkni taugakerfisins. Aðrir helstu innkirtlar líkamans eru nýrnahettur en þar myndast adrenalín, eggjastokkar og eistu sem mynda kynhormón og heiladingullinn en þar myndast vaxtarhormón.

Eins og fram kom hér að ofan er briskirtillinn dæmi um útkirtil þar sem hann myndar brissafa sem er meltingarsafi. En hann er líka að hluta til innkirtill og myndar hormónin insúlín og glúkagon sem eru mótverkandi hormón og stjórna saman blóðsykurmagninu. Sérstakar innkirtilfrumur í brisinu mynda bæði hormónin, svokallarðar alfa-frumur sem mynda glúkagon og beta-frumur sem mynda insúlín. Þessar tvær frumugerðir eru í frumuklösum sem kallast briseyjar og eru á víð og dreif um aðrar briskirtilfrumur. Glúkagoni er seytt þegar blóðsykurinn lækkar (þegar langt er liðið síðan borðað var), en insúlíni þegar hann hækkar (stuttu eftir máltíð).

Eitlar (e. lymph nodes) eru allt annað fyrirbæri. Í raun eru þeir sporöskju- eða baunlaga hnútar á vessaæðum líkamans og koma oft fyrir í þyrpingum meðfram þeim. Vessi berst með aðliggjandi vessaæðum frá vefjunum inn í eitlana þar sem hann er síaður áður en hann berst aftur í blóðrásina þaðan sem hann er upprunninn. Við þessa síun í eitlunum er vessinn hreinsaður af framandi efnum og gerist það með þrennum hætti. Þau eru gleypt af átfrumum, T-eitilfrumur seyta örverudrepandi efnum gegn þeim og svokallaðar plasmafrumur, sem myndast úr B-eitilfrumum, mynda mótefni gegn þeim. Allar þessar frumugerðir eru mismunandi gerðir af hvítkornum og tilheyra ónæmiskerfi líkamans. B- og T-frumur geta yfirgefið eitlana og borist með vessanum um allan líkamann.

Að lokum má nefna fyrirbæri sem hafa verið kölluð háls- og nefkirtlar (e. tonsils). Í raun eru þetta rangnefni þar sem hér er ekki um kirtla að ræða heldur þykkildi úr eitilvef á mörkum munnhols og koks annars vegar og nefhols og koks hins vegar. Þessi fyrirbæri hafa fengið íslenska heitið eitlur en það hefur því miður ekki fest rætur. Eitlurnar eru staðsettar þannig að framandi efni sem komast inn í líkamann við innöndun eða kyngingu vekja ónæmissvör í þeim.

Heimild og mynd:
  • Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
  • Seer's Training Web Site

Höfundur

Útgáfudagur

9.2.2006

Spyrjandi

Kormákur

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver er munurinn á eitlum og kirtlum?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5632.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 9. febrúar). Hver er munurinn á eitlum og kirtlum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5632

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver er munurinn á eitlum og kirtlum?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5632>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á eitlum og kirtlum?
Mikill munur er á eitlum og kirtlum, bæði hvað varðar gerð og hlutverk.

Kirtlar (e. glands) eru úr kirtilvef og skiptast í inn- og útkirtla (e. endocrine og exocrine). Báðar gerðir gegna því hlutverki að framleiða eitt eða fleiri efni og seyta því eða þeim síðan frá sér.

Frá útkirtlum liggja rásir eða göng sem tengja þá við holrúm í líkamanum eða yfirborð líkamans þangað sem afurðir þeirra berast. Dæmi um útkirtla sem tengjast holrúmum í líkamanum eru kirtlarnir sem koma við sögu í meltingu fæðunnar, til dæmis munnvatnskirtlar, magakirtlar, briskirtill og lifur. Allir þessir kirtlar tengjast meltingarveginum sem er holrúmið innst í líkama okkar. Svitakirtlar og fitukirtlar eru hins vegar útkirtlar sem seyta afurðum sínum, svita og húðfeiti, á yfirborð líkamans.

Innkirtlar eru ólíkir útkirtlum að því leyti að afurðir þeirra berast ekki eftir göngum eða rásum í holrúm, heldur er þeim seytt beint út í blóðrásina. Afurðir innkirtla heita hormón og berast með blóðrásinni um allan líkamann. Tilteknar frumur í líkamanum taka mark á hverju hormóni og kallast markfrumur (e. target cells) þess hormóns. Þær hafa viðtaka fyrir hormónið og verða fyrir áhrifum af því á meðan aðrar frumur (ekki markfrumur) verða ekki fyrir neinum áhrifum.



Dæmi um hormón og innkirtilinn sem það myndar er þýroxín frá skjaldkirtli. Markfrumur þess eru flestar frumur líkamans en þýroxín stjórnar bruna í frumum, vexti og þroskun og virkni taugakerfisins. Aðrir helstu innkirtlar líkamans eru nýrnahettur en þar myndast adrenalín, eggjastokkar og eistu sem mynda kynhormón og heiladingullinn en þar myndast vaxtarhormón.

Eins og fram kom hér að ofan er briskirtillinn dæmi um útkirtil þar sem hann myndar brissafa sem er meltingarsafi. En hann er líka að hluta til innkirtill og myndar hormónin insúlín og glúkagon sem eru mótverkandi hormón og stjórna saman blóðsykurmagninu. Sérstakar innkirtilfrumur í brisinu mynda bæði hormónin, svokallarðar alfa-frumur sem mynda glúkagon og beta-frumur sem mynda insúlín. Þessar tvær frumugerðir eru í frumuklösum sem kallast briseyjar og eru á víð og dreif um aðrar briskirtilfrumur. Glúkagoni er seytt þegar blóðsykurinn lækkar (þegar langt er liðið síðan borðað var), en insúlíni þegar hann hækkar (stuttu eftir máltíð).

Eitlar (e. lymph nodes) eru allt annað fyrirbæri. Í raun eru þeir sporöskju- eða baunlaga hnútar á vessaæðum líkamans og koma oft fyrir í þyrpingum meðfram þeim. Vessi berst með aðliggjandi vessaæðum frá vefjunum inn í eitlana þar sem hann er síaður áður en hann berst aftur í blóðrásina þaðan sem hann er upprunninn. Við þessa síun í eitlunum er vessinn hreinsaður af framandi efnum og gerist það með þrennum hætti. Þau eru gleypt af átfrumum, T-eitilfrumur seyta örverudrepandi efnum gegn þeim og svokallaðar plasmafrumur, sem myndast úr B-eitilfrumum, mynda mótefni gegn þeim. Allar þessar frumugerðir eru mismunandi gerðir af hvítkornum og tilheyra ónæmiskerfi líkamans. B- og T-frumur geta yfirgefið eitlana og borist með vessanum um allan líkamann.

Að lokum má nefna fyrirbæri sem hafa verið kölluð háls- og nefkirtlar (e. tonsils). Í raun eru þetta rangnefni þar sem hér er ekki um kirtla að ræða heldur þykkildi úr eitilvef á mörkum munnhols og koks annars vegar og nefhols og koks hins vegar. Þessi fyrirbæri hafa fengið íslenska heitið eitlur en það hefur því miður ekki fest rætur. Eitlurnar eru staðsettar þannig að framandi efni sem komast inn í líkamann við innöndun eða kyngingu vekja ónæmissvör í þeim.

Heimild og mynd:
  • Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
  • Seer's Training Web Site
  • ...