Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega?

Erling Ólafsson

Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um hann, sem er oftast meðalstórt og stórt spendýr, til dæmis hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna fugla.

Ûtbreiðsla skógarmítils er í Evrópu á milli 39° og 65°N frá Portúgal og Írlandi austur til Volgu í Rússlandi og þaðan suður til Norður-Afríku. Hann finnst einnig í Færeyjum.


Sexfóta ungviði skógarmítils, 1 mm á stærð.

Í safni Náttúrufræðistofnunar eru eintök sem staðfesta allmarga fundarstaði um sunnanvert Ísland, frá Vogum á Reykjanesskaga austur í Hornafjörð, einnig á Patreksfirði, í Skagafirði og á Egilsstöðum. Einnig hafa borist lýsingar á tilvikum sem benda til skógarmítils víðar að en varðveitt eintök eru ekki því til staðfestingar.

Lífshættir skógarmítils á Íslandi eru ókannaðir en flestir hafa fundist á mönnum og hundum. Skógarmítlar hafa fundist hér frá því snemma sumars og fram eftir hausti, frá 3. júní fram til 1. nóvember.

Fyrsti skógarmítill sem fannst hér á landi var tekinn af þúfutittlingi er skotinn var í Surtsey 5. maí 1967, þá nýlentur eftir flug frá vetrarstöðvum í Evrópu. Þar með fékkst staðfesting á því að tegundin gæti borist til landsins með fuglum. Það var ekki fyrr en undir lok aldarinnar (1998) að skógarmítill fannst hér á ný ef ógetið er óstaðfestra sögusagna og lýsinga á fyrirbærum sem átt gætu við um hann. Upp frá þessu fór tilfellum fjölgandi og nýir fundarstaðir komu fram í öllum landshlutum. Langflest tilvikin voru þó frá suðvesturhorninu. Í einhverjum tilvikum mátti rekja fundina til heimkomu fólks frá útlöndum en í öðrum ekki. Skógarmítlar tóku að finnast á fólki og hundum eftir útivist í íslenskri náttúru.


Fullorðinn skógarmítill, 6 mm.

Skógarmítill er að öllum líkindum orðinn landlægur. Það þarf ekki að koma á óvart því útbreiðsla hans er að færast norðar með hlýnandi loftslagi. Í Færeyjum fannst skógarmítill fyrst í maí 2000 en um var að ræða ungviði á steindepli. Tilfellum hefur fjölgað í Færeyjum síðan. Það er athyglisvert að í maí 2009 fundust mörg ungviði skógarmítils einnig á steindepli sem fannst nýdauður í Reykjavík. Yngsta ungviðið líkist fullorðnum dýrum í sköpulagi en hefur aðeins þrjú pör fóta í stað fjögurra. Skógarmítill er varasamur því hann getur borið alvarlega sýkla í fórnarlömb sín, til dæmis bakteríuna Borrelia burgdorferi, sem getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi.

Á vef Landlæknisembættisins eru nánari upplýsingar um Borrelia burgdorferi eða Lyme-sjúkdóminn.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Jaenson, T.G.T. & J.-K. Jensen 2007. Records of ticks (Acari, Ixodidae) from the Faroe Islands. Norw. J. Entomol. 54: 11–15.
  • Jaenson, T.G.T., L. Tälleklint, L. Lundqvist, B. Olsén, J. Chirico & H. Mejlon 1994. Geographical distribution, host associations and vector roles of ticks (Acari: Ixodidae & Argasidae) in Sweden. J. Med. Entomol. 31: 204–256.
  • Lindroth, C.H., H. Andersson, Högni Böðvarsson & Sigurður H. Richter 1973. Surtsey, Iceland. The Development of a New Fauna, 1963-1970. Terrestrial Invertebrates. Ent. scand. Suppl. 5. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 280 bls.
  • Piesman, J. & L. Gern 2004. Lyme borreliosis in Europe and North America. Parasitology 129: 191–220.
  • Tälleklint, L. & T.G.T. Jaenson 1998. Increasing geographical distribution and density of Ixodes ricinus (Acari: Ixodidae) in central and northern Sweden. J. Med. entomol. 35:521–526.

Myndir:


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd. Upprunalegi textinn er hér og lesendur eru hvattir til að kynna sér hann og afla sér frekari fróðleiks um pöddur.

Höfundur

Erling Ólafsson

skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun

Útgáfudagur

29.6.2010

Spyrjandi

Guðni Þór Björgvinsson

Tilvísun

Erling Ólafsson. „Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2010. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56521.

Erling Ólafsson. (2010, 29. júní). Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56521

Erling Ólafsson. „Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2010. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56521>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega?
Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um hann, sem er oftast meðalstórt og stórt spendýr, til dæmis hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna fugla.

Ûtbreiðsla skógarmítils er í Evrópu á milli 39° og 65°N frá Portúgal og Írlandi austur til Volgu í Rússlandi og þaðan suður til Norður-Afríku. Hann finnst einnig í Færeyjum.


Sexfóta ungviði skógarmítils, 1 mm á stærð.

Í safni Náttúrufræðistofnunar eru eintök sem staðfesta allmarga fundarstaði um sunnanvert Ísland, frá Vogum á Reykjanesskaga austur í Hornafjörð, einnig á Patreksfirði, í Skagafirði og á Egilsstöðum. Einnig hafa borist lýsingar á tilvikum sem benda til skógarmítils víðar að en varðveitt eintök eru ekki því til staðfestingar.

Lífshættir skógarmítils á Íslandi eru ókannaðir en flestir hafa fundist á mönnum og hundum. Skógarmítlar hafa fundist hér frá því snemma sumars og fram eftir hausti, frá 3. júní fram til 1. nóvember.

Fyrsti skógarmítill sem fannst hér á landi var tekinn af þúfutittlingi er skotinn var í Surtsey 5. maí 1967, þá nýlentur eftir flug frá vetrarstöðvum í Evrópu. Þar með fékkst staðfesting á því að tegundin gæti borist til landsins með fuglum. Það var ekki fyrr en undir lok aldarinnar (1998) að skógarmítill fannst hér á ný ef ógetið er óstaðfestra sögusagna og lýsinga á fyrirbærum sem átt gætu við um hann. Upp frá þessu fór tilfellum fjölgandi og nýir fundarstaðir komu fram í öllum landshlutum. Langflest tilvikin voru þó frá suðvesturhorninu. Í einhverjum tilvikum mátti rekja fundina til heimkomu fólks frá útlöndum en í öðrum ekki. Skógarmítlar tóku að finnast á fólki og hundum eftir útivist í íslenskri náttúru.


Fullorðinn skógarmítill, 6 mm.

Skógarmítill er að öllum líkindum orðinn landlægur. Það þarf ekki að koma á óvart því útbreiðsla hans er að færast norðar með hlýnandi loftslagi. Í Færeyjum fannst skógarmítill fyrst í maí 2000 en um var að ræða ungviði á steindepli. Tilfellum hefur fjölgað í Færeyjum síðan. Það er athyglisvert að í maí 2009 fundust mörg ungviði skógarmítils einnig á steindepli sem fannst nýdauður í Reykjavík. Yngsta ungviðið líkist fullorðnum dýrum í sköpulagi en hefur aðeins þrjú pör fóta í stað fjögurra. Skógarmítill er varasamur því hann getur borið alvarlega sýkla í fórnarlömb sín, til dæmis bakteríuna Borrelia burgdorferi, sem getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi.

Á vef Landlæknisembættisins eru nánari upplýsingar um Borrelia burgdorferi eða Lyme-sjúkdóminn.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Jaenson, T.G.T. & J.-K. Jensen 2007. Records of ticks (Acari, Ixodidae) from the Faroe Islands. Norw. J. Entomol. 54: 11–15.
  • Jaenson, T.G.T., L. Tälleklint, L. Lundqvist, B. Olsén, J. Chirico & H. Mejlon 1994. Geographical distribution, host associations and vector roles of ticks (Acari: Ixodidae & Argasidae) in Sweden. J. Med. Entomol. 31: 204–256.
  • Lindroth, C.H., H. Andersson, Högni Böðvarsson & Sigurður H. Richter 1973. Surtsey, Iceland. The Development of a New Fauna, 1963-1970. Terrestrial Invertebrates. Ent. scand. Suppl. 5. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 280 bls.
  • Piesman, J. & L. Gern 2004. Lyme borreliosis in Europe and North America. Parasitology 129: 191–220.
  • Tälleklint, L. & T.G.T. Jaenson 1998. Increasing geographical distribution and density of Ixodes ricinus (Acari: Ixodidae) in central and northern Sweden. J. Med. entomol. 35:521–526.

Myndir:


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd. Upprunalegi textinn er hér og lesendur eru hvattir til að kynna sér hann og afla sér frekari fróðleiks um pöddur....