Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt?

Tryggvi Þórðarson

Rotþró er einfalt hreinsivirki fyrir húsaskólp sem ætlað er fyrir einstök eða fá hús í dreifbýli þegar ekki er eiginleg fráveita. Í henni fer fram botnfelling og rotnun lífrænna efna við súrefnislausar aðstæður. Frárennsli rotþróa á ávallt að leiða í siturlögn þar sem frekara niðurbrot á uppleystum lífrænum efnum í skólpinu fer fram í malarsíu og síðan jarðveginum undir. Leiðbeiningar um gerð rotþróa og útlagningu þeirra og siturlagna er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Við rotnun lífræns efnis í rotþróm myndast ýmsar lofttegundir, meðal annars koltvíildi, sem einnig er nefnt koltvísýringur og koltvíoxið, metan og brennisteinsvetni, sem sumar eru illa lyktandi. Þegar allt er með felldu á ekki að finnast mikil lykt frá rotþrónni. Hún er þó alltaf einhver. Illa lyktandi lofttegundir er stöðugt að finna yfir vatnsfletinum ofan í rotþrónni og það kemur einnig ólykt af ferskum mannasaur. Það er því eðlilegt að finna af og til lykt nálægt öndunaropunum. Þar af leiðandi ætti rotþró eða siturbeð heldur ekki að vera of nálægt híbýlum því þá er meiri hætta á að fnykur finnist við húsið eða á sólpallinum. Það getur einnig skipt máli hvort ríkjandi vindátt ber lyktina að húsinu eða frá því.

Rotþró er skólphreinsivirki fyrir einstök eða fá hús í dreifbýli (eins og til dæmis sumarbústaði) þar sem ekki er til staðar eiginleg fráveita. Í rotþró fer fram botnfelling og rotnun lífrænna efna í skólpinu. Rotbakteríurnar vinna þó ekki á öllu efni sem í rotþróna berst og því þarf að tæma hana reglulega.

Áberandi og stöðug lykt frá rotþróarsvæði bendir hinsvegar til að eitthvað sé að, sérstaklega þegar kemur upp lyktarvandamál þar sem ekki var neitt fyrir. Framboð á auðniðurbrjótanlegu lífrænu efni þarf að vera stöðugt til að rotþróin virki eins og til er ætlast. Hætt er við að rotnun í rotþróm við sumarbústaði sé oft lítil sem engin ef fólk dvelur þar slitrótt og hætti nær alveg yfir vetrarmánuðina. Komist rotnunin ekki af stað virka rotþrærnar sjálfar eingöngu sem safnþrær, það er fast efni safnast þar upp en brotnar ekki niður að ráði. Auk þess vinna rotbakteríurnar ekki á öllu efni sem í rotþróna berst. Því þarf að tæma hana reglulega hvort sem rotnun er í gangi eða ekki.

Venjulega vinnur rotþróin vandræðalaust og ekki þarf að eiga við hana árum saman. Forsenda þess er að hún sé uppbyggð samkvæmt kúnstarinnar reglum, rétt sé staðið að niðursetningu, hún sé nægilega stór fyrir þá skólpframleiðslu sem er til staðar og síðast en ekki síst að hún sé tæmd reglulega. Ef eitthvað af þessu er í ólagi geta komið upp kostnaðarsöm vandamál, meðal annars vandamál vegna ólyktar.

Ef rotþróarkerfið bilar á einhvern hátt, þannig að það hættir að geta losnað við skólpið, yfirfyllist kerfið og skólp leitar út í jarðveginum í kring. Við það myndast venjulega ólykt. Oft gerist það þannig að siturlögnin eða siturbeðið stíflast. Því ber að forðast allt yfirálag á siturbeðið. Sérstaklega er mikilvægt að tæma rótþróna áður en hún fyllist. Siturlögnin stíflast einnig ef rotþróin yfirfyllist því við það rennur óhreinsað skólp út í siturlögnina. Brýnt er að siturlögnin sé nægilega umfangsmikil til að geta tekið við öllu skólpi sem fellur til. Bakteríuvöxtur fer fram í siturbeðinu og jarðveginum undir og er forsenda fyrir því vistkerfi sem þar vinnur á uppleystum lífrænum efnum. Stundum eru mistök gerð við útlagningu siturlagna, meðal annars eru notuð drenrör í stað boraðra röra (siturröra). Raufarnar á drenrörum eru of mjóar og stíflast vegna bakteríuvaxtar. Eins eru dæmi um að götin séu látin snúa upp. Óhreinindi og bakteríuvöxtur safnast þá fljótt upp í þeim hluta röranna sem snýr niður og þá er stutt í að allt stíflist. Draga ætti eins og kostur er úr því vatni sem sent er í gegn um rotþróna. Allt skólp umfram hefðbundið húsaskólp dregur úr botnfellingunni vegna aukins rennslis og eykur hættuna á að föst efni skolist í gegn og stífli smátt og smátt siturlögnina. Því á til dæmis hvorki að setja afrennsli frá hitaveitu eða heitum pottum né þakvatn í rotþró. Siturlögnin getur einnig stíflast ef olíur, feiti eða fita er látin fara í niðurföll því þessi efni berast yfir í siturlögnina fyrir tilstilli sápuefna í skólpinu og geta auðveldlega þétt jarðveginn þar. Þegar siturlögn hefur stíflast er oft ekki annað að gera en að grafa hana upp og endurnýja mölina og jarðveginn og jafnvel rörin. Við það ætti lyktin að batna.

Frárennsli rotþróa á ávallt að leiða í siturlögn þar sem frekara niðurbrot á uppleystum lífrænum efnum í skólpinu fer fram í malarsíu og síðan jarðveginum undir. Forðast skal allt það sem getur stíflað siturlögnina því annars þarf að grafa hana upp og endurnýja mölina og jarðveginn og jafnvel rörin.

Hafi siturlögnin eða siturbeðið stíflast kemst skólp treglega frá rotþrónni. Því er líklegt að í hvert sinn sem vatn rennur í hana hækki vatnsborðið í þrónni og sé hátt í dágóðan tíma á eftir. Við vatnsborðssveiflur leitar illa þefjandi loft út. Við slíkar aðstæður getur skólp hlaðist upp í aðrennslisrörinu og jafnvel runnið upp úr rotþrónni. Sé hún alveg hulin jarðvegi verður oft ekki vart við skólpið þótt komin sé ólykt. Sama getur gerst ef rör til eða frá sjálfri rotþrónni hefur stíflast eða brotnað. Vísbendingar um að slíkt hafi gerst eru þegar blautur, deigur eða rakur jarðvegur er umhverfis rotþróna eða gróður óvenju frísklegur. Eins gæti verið merkjanleg tregða þegar losað er úr vöskum eða skolað niður í salernum.

Ójafnvægi í bakteríuvistkerfi rotþróarinnar getur einnig valdið ólykt. Alls ekki ætti að nota bakteríudrepandi efni, svo sem við þvott á salernum, eða losa mikið af matarleifum í niðurfallið. Ef súlfatríkt jarðhitavatn berst í rotþró getur framleiðsla á brennisteinsvetni aukist en það lyktar eins og gufuhverir og á stóran þátt í skólplykt.

Athugun á ástæðum ólyktar:

  • Athugið hvort sjást merki um leka við rotþróna. Það getur skýrt lyktarvandamálið.
  • Athugið hvort þurfi að tæma rotþróna. Sé grunur um það skal láta tæma hana strax.
  • Athugið hvort afrennsli þróarinnar sé stíflað. Sé svo ætti að fá fagmann til að meta hvort leiðsla hefur farið í sundur eða hvort endurnýja þurfi siturlögnina.
  • Athugið hvort skólpið berist í raun og veru í þróna. Ef ekki, er líklegt að aðrennslislögnin sé farin í sundur.
  • Ef ekkert af þessu á við má prófa að bæta reglulega í skólpið smáslöttum af ensím- eða bakteríublöndum sem seld eru til að auka virkni rotþróa. Ef það virkar ætti árangurinn að koma tiltölulega fljótlega í ljós, ef til vill innan viku.

Ef þessi atriði eru í lagi en samt er ólykt er líklegt að um sé að ræða hefðbundið loftflæði innan úr rotþrónni. Hugsanlega má reyna að færa öndunaropið fjær húsinu eða leiða nýtt loftunarrör frá aðrennslisrörinu upp fyrir húsþak en loka því gamla. Er það háð hönnun rotþróarinnar og frárennsliskerfisins alls hvort þetta er hægt með góðu móti. Leita ætti ráða hjá fagmanni um það.

Myndir:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er með rotþró við sumarbústað sem gjarnan liggur hvimleiður fnykur frá sérstaklega við ákveðin skilyrði s.s. vindátt. Er til leið til að hraða niðurbroti og draga úr lykt?

Höfundur

cand.real í vatnavistfræði og sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

Útgáfudagur

4.11.2013

Spyrjandi

Þorbjörg J.

Tilvísun

Tryggvi Þórðarson. „Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56661.

Tryggvi Þórðarson. (2013, 4. nóvember). Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56661

Tryggvi Þórðarson. „Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56661>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt?
Rotþró er einfalt hreinsivirki fyrir húsaskólp sem ætlað er fyrir einstök eða fá hús í dreifbýli þegar ekki er eiginleg fráveita. Í henni fer fram botnfelling og rotnun lífrænna efna við súrefnislausar aðstæður. Frárennsli rotþróa á ávallt að leiða í siturlögn þar sem frekara niðurbrot á uppleystum lífrænum efnum í skólpinu fer fram í malarsíu og síðan jarðveginum undir. Leiðbeiningar um gerð rotþróa og útlagningu þeirra og siturlagna er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Við rotnun lífræns efnis í rotþróm myndast ýmsar lofttegundir, meðal annars koltvíildi, sem einnig er nefnt koltvísýringur og koltvíoxið, metan og brennisteinsvetni, sem sumar eru illa lyktandi. Þegar allt er með felldu á ekki að finnast mikil lykt frá rotþrónni. Hún er þó alltaf einhver. Illa lyktandi lofttegundir er stöðugt að finna yfir vatnsfletinum ofan í rotþrónni og það kemur einnig ólykt af ferskum mannasaur. Það er því eðlilegt að finna af og til lykt nálægt öndunaropunum. Þar af leiðandi ætti rotþró eða siturbeð heldur ekki að vera of nálægt híbýlum því þá er meiri hætta á að fnykur finnist við húsið eða á sólpallinum. Það getur einnig skipt máli hvort ríkjandi vindátt ber lyktina að húsinu eða frá því.

Rotþró er skólphreinsivirki fyrir einstök eða fá hús í dreifbýli (eins og til dæmis sumarbústaði) þar sem ekki er til staðar eiginleg fráveita. Í rotþró fer fram botnfelling og rotnun lífrænna efna í skólpinu. Rotbakteríurnar vinna þó ekki á öllu efni sem í rotþróna berst og því þarf að tæma hana reglulega.

Áberandi og stöðug lykt frá rotþróarsvæði bendir hinsvegar til að eitthvað sé að, sérstaklega þegar kemur upp lyktarvandamál þar sem ekki var neitt fyrir. Framboð á auðniðurbrjótanlegu lífrænu efni þarf að vera stöðugt til að rotþróin virki eins og til er ætlast. Hætt er við að rotnun í rotþróm við sumarbústaði sé oft lítil sem engin ef fólk dvelur þar slitrótt og hætti nær alveg yfir vetrarmánuðina. Komist rotnunin ekki af stað virka rotþrærnar sjálfar eingöngu sem safnþrær, það er fast efni safnast þar upp en brotnar ekki niður að ráði. Auk þess vinna rotbakteríurnar ekki á öllu efni sem í rotþróna berst. Því þarf að tæma hana reglulega hvort sem rotnun er í gangi eða ekki.

Venjulega vinnur rotþróin vandræðalaust og ekki þarf að eiga við hana árum saman. Forsenda þess er að hún sé uppbyggð samkvæmt kúnstarinnar reglum, rétt sé staðið að niðursetningu, hún sé nægilega stór fyrir þá skólpframleiðslu sem er til staðar og síðast en ekki síst að hún sé tæmd reglulega. Ef eitthvað af þessu er í ólagi geta komið upp kostnaðarsöm vandamál, meðal annars vandamál vegna ólyktar.

Ef rotþróarkerfið bilar á einhvern hátt, þannig að það hættir að geta losnað við skólpið, yfirfyllist kerfið og skólp leitar út í jarðveginum í kring. Við það myndast venjulega ólykt. Oft gerist það þannig að siturlögnin eða siturbeðið stíflast. Því ber að forðast allt yfirálag á siturbeðið. Sérstaklega er mikilvægt að tæma rótþróna áður en hún fyllist. Siturlögnin stíflast einnig ef rotþróin yfirfyllist því við það rennur óhreinsað skólp út í siturlögnina. Brýnt er að siturlögnin sé nægilega umfangsmikil til að geta tekið við öllu skólpi sem fellur til. Bakteríuvöxtur fer fram í siturbeðinu og jarðveginum undir og er forsenda fyrir því vistkerfi sem þar vinnur á uppleystum lífrænum efnum. Stundum eru mistök gerð við útlagningu siturlagna, meðal annars eru notuð drenrör í stað boraðra röra (siturröra). Raufarnar á drenrörum eru of mjóar og stíflast vegna bakteríuvaxtar. Eins eru dæmi um að götin séu látin snúa upp. Óhreinindi og bakteríuvöxtur safnast þá fljótt upp í þeim hluta röranna sem snýr niður og þá er stutt í að allt stíflist. Draga ætti eins og kostur er úr því vatni sem sent er í gegn um rotþróna. Allt skólp umfram hefðbundið húsaskólp dregur úr botnfellingunni vegna aukins rennslis og eykur hættuna á að föst efni skolist í gegn og stífli smátt og smátt siturlögnina. Því á til dæmis hvorki að setja afrennsli frá hitaveitu eða heitum pottum né þakvatn í rotþró. Siturlögnin getur einnig stíflast ef olíur, feiti eða fita er látin fara í niðurföll því þessi efni berast yfir í siturlögnina fyrir tilstilli sápuefna í skólpinu og geta auðveldlega þétt jarðveginn þar. Þegar siturlögn hefur stíflast er oft ekki annað að gera en að grafa hana upp og endurnýja mölina og jarðveginn og jafnvel rörin. Við það ætti lyktin að batna.

Frárennsli rotþróa á ávallt að leiða í siturlögn þar sem frekara niðurbrot á uppleystum lífrænum efnum í skólpinu fer fram í malarsíu og síðan jarðveginum undir. Forðast skal allt það sem getur stíflað siturlögnina því annars þarf að grafa hana upp og endurnýja mölina og jarðveginn og jafnvel rörin.

Hafi siturlögnin eða siturbeðið stíflast kemst skólp treglega frá rotþrónni. Því er líklegt að í hvert sinn sem vatn rennur í hana hækki vatnsborðið í þrónni og sé hátt í dágóðan tíma á eftir. Við vatnsborðssveiflur leitar illa þefjandi loft út. Við slíkar aðstæður getur skólp hlaðist upp í aðrennslisrörinu og jafnvel runnið upp úr rotþrónni. Sé hún alveg hulin jarðvegi verður oft ekki vart við skólpið þótt komin sé ólykt. Sama getur gerst ef rör til eða frá sjálfri rotþrónni hefur stíflast eða brotnað. Vísbendingar um að slíkt hafi gerst eru þegar blautur, deigur eða rakur jarðvegur er umhverfis rotþróna eða gróður óvenju frísklegur. Eins gæti verið merkjanleg tregða þegar losað er úr vöskum eða skolað niður í salernum.

Ójafnvægi í bakteríuvistkerfi rotþróarinnar getur einnig valdið ólykt. Alls ekki ætti að nota bakteríudrepandi efni, svo sem við þvott á salernum, eða losa mikið af matarleifum í niðurfallið. Ef súlfatríkt jarðhitavatn berst í rotþró getur framleiðsla á brennisteinsvetni aukist en það lyktar eins og gufuhverir og á stóran þátt í skólplykt.

Athugun á ástæðum ólyktar:

  • Athugið hvort sjást merki um leka við rotþróna. Það getur skýrt lyktarvandamálið.
  • Athugið hvort þurfi að tæma rotþróna. Sé grunur um það skal láta tæma hana strax.
  • Athugið hvort afrennsli þróarinnar sé stíflað. Sé svo ætti að fá fagmann til að meta hvort leiðsla hefur farið í sundur eða hvort endurnýja þurfi siturlögnina.
  • Athugið hvort skólpið berist í raun og veru í þróna. Ef ekki, er líklegt að aðrennslislögnin sé farin í sundur.
  • Ef ekkert af þessu á við má prófa að bæta reglulega í skólpið smáslöttum af ensím- eða bakteríublöndum sem seld eru til að auka virkni rotþróa. Ef það virkar ætti árangurinn að koma tiltölulega fljótlega í ljós, ef til vill innan viku.

Ef þessi atriði eru í lagi en samt er ólykt er líklegt að um sé að ræða hefðbundið loftflæði innan úr rotþrónni. Hugsanlega má reyna að færa öndunaropið fjær húsinu eða leiða nýtt loftunarrör frá aðrennslisrörinu upp fyrir húsþak en loka því gamla. Er það háð hönnun rotþróarinnar og frárennsliskerfisins alls hvort þetta er hægt með góðu móti. Leita ætti ráða hjá fagmanni um það.

Myndir:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er með rotþró við sumarbústað sem gjarnan liggur hvimleiður fnykur frá sérstaklega við ákveðin skilyrði s.s. vindátt. Er til leið til að hraða niðurbroti og draga úr lykt?

...