Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er fjölmenningarhyggja? Verður hún að lokum til þess að allir í heiminum tilheyri sömu þjóðinni?

Guðrún Pétursdóttir

Í textanum er svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvað er fjölmenningarhyggja? (Ingibjörg Óskarsdóttir)
  • Hvað er fjölmenning? (Ágúst Sigurður, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Friðrik Stefánsson, Sóley Sigurðardóttir)
  • Hvernig er fjölmenningarlegt samfélag skilgreint?
  • (Eyþór Benediktsson, Kristbjörn Hauksson)
  • Eiga landamæri smátt og smátt með tímanum eftir að þurrkast út og allir í heiminum eftir að tilheyra einni og sömu þjóðinni?
  • (Jón Viðarsson)

Hvað er fjölmenningarhyggja?

Fjölmenningarhyggja er hugmyndafræði sem lýtur að samskiptum milli menningarhópa innan sama samfélags (Wikipedia.org).

Fjölmenningarhyggja (e. interculturalism) er hugmyndafræði sem felur í sér að í margbreytilegum samfélögum þurfi virk samskipti milli mismunandi menningarhópa, að meðlimir ólíkra menningarhópa njóti sama réttar og hafi sömu möguleika, að allir einstaklingar séu álitnir jafn mikilsverðir þegnar samfélagsins og að valdaskipting samfélagsins sé óháð uppruna eða menningu. Fjölmenningarhyggjan gerir ráð fyrir að fjölbreytileiki samfélags sé mikilvægur auður sem beri að nýta, og að þessi fjölbreytileiki skuli endurspeglast í formgerð allra opinberra stofnana innan þess.

Hvað er fjölmenning?

Í íslensku er orðið fjölmenning yfirleitt ekki notað eitt og sér heldur sést það frekar í samsetningum eins og "fjölmenningarlegt samfélag", "fjölmenningarlegur skóli", "fjölmenningarlegur vinnustaður" og svo framvegis. Í því samhengi er yfirleitt átt við staði þar sem ólíkt fólk með margvíslega menningu (menntun, aldur, kyn, kynhneigð, lífsstíl, hefðir, siði, klæðaburð, mataræði, tungumál, trúarbrögð, viðhorf, gildi, uppruna og þjóðerni) býr og starfar saman á jafnréttisgrundvelli.


Það er í raun athyglisvert að fleirtölumynd orðsins "menning" er ekki til í íslensku; í flestum öðrum tungumálum er hægt að tala um ólíkar "menningar". Í umræðunni um fjölmenningu er gjarnan bent á að í sérhverju samfélagi séu til staðar margar "menningar" en ekki aðeins ein þjóðmenning sem allir borgarar viðkomandi lands geti samsamað sig. Tækninýjungar eins og internetið og miðlar eins og sjónvarp, gervihnattadiskar og kvikmyndir, auk bættra samgangna og ferðalaga, eru allt þættir í því að menningaráhrif berast milli einstaklinga og landa. Þannig eru í raun öll samfélög fjölmenningarleg, hvort sem þar býr fólk af ólíku þjóðerni eða ekki.

Hvernig er fjölmenningarlegt samfélag skilgreint?

Skilgreiningin á fjölmenningarlegu samfélagi er mismunandi og fer meðal annars eftir því hvort um evrópska eða bandaríska höfunda sé að ræða. Í bókinni “All different – all equal” education pack sem Evrópuráðið (Council of Europe, 2004) gefur út er gerður eftirfarandi greinarmunur á margmenningarlegum samfélögum (e. multicultural societies) og fjölmenningarlegum samfélögum (e. intercultural societies):

Margmenningarleg samfélög eru samfélög þar sem fólk með ólíka menningu, þjóðerni, þjóðernislegan uppruna og trú býr á sama landssvæði en hefur lítil samskipti sín á milli. Í margmenningarlegum samfélögum er hið "ólíka" litið hornauga og er jafnvel notað sem réttlæting fyrir mismunun. Minnihlutahópar eru umbornir afskiptalaust en ekki viðurkenndir eða metnir að verðleikum. Sums staðar hafa lög verið sett til að koma í veg fyrir mismunun, en lögunum er ekki endilega framfylgt.

Fjölmenningarleg samfélög eru aftur á móti samfélög þar sem fólk með ólíka menningu, þjóðerni, þjóðernislegan uppruna og trú býr á sama landssvæði, hefur opin samskipti sín á milli og ber virðingu fyrir ólíkum lífsháttum. Hér er átt við umburðarlyndi og samskipti á jafnréttisgrundvelli þar sem allir hafa sama mikilvægi, þar sem enginn er æðri eða lægri, verðugri eða óverðugri manneskja.

Á þessum skilgreiningum er ljóst að búseta ólíkra hópa fólks á sama landssvæði nægir ekki til að samfélag geti kallast fjölmenningarlegt, heldur er nauðsynlegt að hóparnir njóti jafnréttis og hafi samskipti sín á milli.

Eiga allir í heiminum eftir að tilheyra einni þjóð?

Ég tel afar ólíklegt að það muni gerast. Jafnvel þótt alþjóðavæðingin geri það að verkum að suma hluti eða vörur megi finna næstum hvar sem er í veröldinni þá þarf mun meira til að til dæmis tungumál, siðir og venjur, sem tengd eru aldagamalli sögulegri þróun landa og þjóða, renni saman við tungumál, siði og venjur annarra þjóða. Gott dæmi um þetta eru ríki eins og Ítalía, Frakkland, Þýskaland og Austurríki. Þessi lönd liggja mjög nálægt hverju öðru en hafa þó ólík tungumál og ýmis önnur sérkenni sem hafa haldist í gegnum aldirnar.


Internet og sjónvarp munu þó að mínu mati ýta undir að menning mismunandi landa verði fyrir meiri áhrifum af hverri annarri heldur en áður var. Áhrifin þurfa samt ekki endilega að vera neikvæð, heldur getur betri þekking á siðum annarra þjóða aukið á skilning og samkomulag milli þjóða.

Þróun á síðustu áratugum í Evrópu sýnir einnig að hugmyndin um þjóðríki er enn sterk í hugum fólks; þrátt fyrir tilkomu Evrópusambandsins vilja aðildarþjóðir þess vernda sérstöðu sína og landamæri. Örlög fyrrum Júgóslavíu og skipting hennar upp í fimm ríki er einnig sterk vísbending um að enn um sinn muni ríki með afmörkuð landamæri halda velli.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

félagsfræðingur

Útgáfudagur

30.3.2006

Spyrjandi

Ingibjörg Óskarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Pétursdóttir. „Hvað er fjölmenningarhyggja? Verður hún að lokum til þess að allir í heiminum tilheyri sömu þjóðinni?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5746.

Guðrún Pétursdóttir. (2006, 30. mars). Hvað er fjölmenningarhyggja? Verður hún að lokum til þess að allir í heiminum tilheyri sömu þjóðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5746

Guðrún Pétursdóttir. „Hvað er fjölmenningarhyggja? Verður hún að lokum til þess að allir í heiminum tilheyri sömu þjóðinni?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5746>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er fjölmenningarhyggja? Verður hún að lokum til þess að allir í heiminum tilheyri sömu þjóðinni?
Í textanum er svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvað er fjölmenningarhyggja? (Ingibjörg Óskarsdóttir)
  • Hvað er fjölmenning? (Ágúst Sigurður, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Friðrik Stefánsson, Sóley Sigurðardóttir)
  • Hvernig er fjölmenningarlegt samfélag skilgreint?
  • (Eyþór Benediktsson, Kristbjörn Hauksson)
  • Eiga landamæri smátt og smátt með tímanum eftir að þurrkast út og allir í heiminum eftir að tilheyra einni og sömu þjóðinni?
  • (Jón Viðarsson)

Hvað er fjölmenningarhyggja?

Fjölmenningarhyggja er hugmyndafræði sem lýtur að samskiptum milli menningarhópa innan sama samfélags (Wikipedia.org).

Fjölmenningarhyggja (e. interculturalism) er hugmyndafræði sem felur í sér að í margbreytilegum samfélögum þurfi virk samskipti milli mismunandi menningarhópa, að meðlimir ólíkra menningarhópa njóti sama réttar og hafi sömu möguleika, að allir einstaklingar séu álitnir jafn mikilsverðir þegnar samfélagsins og að valdaskipting samfélagsins sé óháð uppruna eða menningu. Fjölmenningarhyggjan gerir ráð fyrir að fjölbreytileiki samfélags sé mikilvægur auður sem beri að nýta, og að þessi fjölbreytileiki skuli endurspeglast í formgerð allra opinberra stofnana innan þess.

Hvað er fjölmenning?

Í íslensku er orðið fjölmenning yfirleitt ekki notað eitt og sér heldur sést það frekar í samsetningum eins og "fjölmenningarlegt samfélag", "fjölmenningarlegur skóli", "fjölmenningarlegur vinnustaður" og svo framvegis. Í því samhengi er yfirleitt átt við staði þar sem ólíkt fólk með margvíslega menningu (menntun, aldur, kyn, kynhneigð, lífsstíl, hefðir, siði, klæðaburð, mataræði, tungumál, trúarbrögð, viðhorf, gildi, uppruna og þjóðerni) býr og starfar saman á jafnréttisgrundvelli.


Það er í raun athyglisvert að fleirtölumynd orðsins "menning" er ekki til í íslensku; í flestum öðrum tungumálum er hægt að tala um ólíkar "menningar". Í umræðunni um fjölmenningu er gjarnan bent á að í sérhverju samfélagi séu til staðar margar "menningar" en ekki aðeins ein þjóðmenning sem allir borgarar viðkomandi lands geti samsamað sig. Tækninýjungar eins og internetið og miðlar eins og sjónvarp, gervihnattadiskar og kvikmyndir, auk bættra samgangna og ferðalaga, eru allt þættir í því að menningaráhrif berast milli einstaklinga og landa. Þannig eru í raun öll samfélög fjölmenningarleg, hvort sem þar býr fólk af ólíku þjóðerni eða ekki.

Hvernig er fjölmenningarlegt samfélag skilgreint?

Skilgreiningin á fjölmenningarlegu samfélagi er mismunandi og fer meðal annars eftir því hvort um evrópska eða bandaríska höfunda sé að ræða. Í bókinni “All different – all equal” education pack sem Evrópuráðið (Council of Europe, 2004) gefur út er gerður eftirfarandi greinarmunur á margmenningarlegum samfélögum (e. multicultural societies) og fjölmenningarlegum samfélögum (e. intercultural societies):

Margmenningarleg samfélög eru samfélög þar sem fólk með ólíka menningu, þjóðerni, þjóðernislegan uppruna og trú býr á sama landssvæði en hefur lítil samskipti sín á milli. Í margmenningarlegum samfélögum er hið "ólíka" litið hornauga og er jafnvel notað sem réttlæting fyrir mismunun. Minnihlutahópar eru umbornir afskiptalaust en ekki viðurkenndir eða metnir að verðleikum. Sums staðar hafa lög verið sett til að koma í veg fyrir mismunun, en lögunum er ekki endilega framfylgt.

Fjölmenningarleg samfélög eru aftur á móti samfélög þar sem fólk með ólíka menningu, þjóðerni, þjóðernislegan uppruna og trú býr á sama landssvæði, hefur opin samskipti sín á milli og ber virðingu fyrir ólíkum lífsháttum. Hér er átt við umburðarlyndi og samskipti á jafnréttisgrundvelli þar sem allir hafa sama mikilvægi, þar sem enginn er æðri eða lægri, verðugri eða óverðugri manneskja.

Á þessum skilgreiningum er ljóst að búseta ólíkra hópa fólks á sama landssvæði nægir ekki til að samfélag geti kallast fjölmenningarlegt, heldur er nauðsynlegt að hóparnir njóti jafnréttis og hafi samskipti sín á milli.

Eiga allir í heiminum eftir að tilheyra einni þjóð?

Ég tel afar ólíklegt að það muni gerast. Jafnvel þótt alþjóðavæðingin geri það að verkum að suma hluti eða vörur megi finna næstum hvar sem er í veröldinni þá þarf mun meira til að til dæmis tungumál, siðir og venjur, sem tengd eru aldagamalli sögulegri þróun landa og þjóða, renni saman við tungumál, siði og venjur annarra þjóða. Gott dæmi um þetta eru ríki eins og Ítalía, Frakkland, Þýskaland og Austurríki. Þessi lönd liggja mjög nálægt hverju öðru en hafa þó ólík tungumál og ýmis önnur sérkenni sem hafa haldist í gegnum aldirnar.


Internet og sjónvarp munu þó að mínu mati ýta undir að menning mismunandi landa verði fyrir meiri áhrifum af hverri annarri heldur en áður var. Áhrifin þurfa samt ekki endilega að vera neikvæð, heldur getur betri þekking á siðum annarra þjóða aukið á skilning og samkomulag milli þjóða.

Þróun á síðustu áratugum í Evrópu sýnir einnig að hugmyndin um þjóðríki er enn sterk í hugum fólks; þrátt fyrir tilkomu Evrópusambandsins vilja aðildarþjóðir þess vernda sérstöðu sína og landamæri. Örlög fyrrum Júgóslavíu og skipting hennar upp í fimm ríki er einnig sterk vísbending um að enn um sinn muni ríki með afmörkuð landamæri halda velli.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...