Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?

Guðmundur Eggertsson

Það eru víst um 65 milljónir ára síðan risaeðlurnar urðu útdauðar. Steingerð bein þeirra hafa varðveist en lítið sem ekkert annað. DNA sameindir erfðaefnisins eru óstöðugar og jafnvel í lifandi frumum eru þær stöðugt að verða fyrir smáskemmdum. Þær mundu ekki endast lengi ef frumurnar réðu ekki yfir aðferðum til að gera við skemmdirnar.

Eftir dauðann varðveitist erfðaefnið illa en hraði eyðingarinnar fer þó mikið eftir umhverfisaðstæðum. Það hefur til dæmis tekist að einangra búta af erfðaefni úr nokkur þúsund ára gömlum múmíum. Bútar erfðaefnis hafa líka verið einangraðir úr skordýrum sem geymst hafa í rafi í milljónir ára, jafnvel frá tímum risaeðlanna. Þetta forna DNA er mikið skemmt og útilokað að nein heil gen séu eftir. Mjög vandasamt er að einangra það og margir vísindamenn efast reyndar um að það hafi í raun og veru tekist.

Í sögunni og kvikmyndinni Júragarðinum var gert ráð fyrir því að erfðaefni risaeðla hefði varðveist í iðrum skordýra sem sogið hefðu blóð úr eðlunum og síðan orðið innlyksa í rafi. Skemmtileg hugmynd, en því miður er engin von til þess að neitt heilt gen úr risaeðlu finnist jafnvel þótt svo ólíklega vildi til að skordýr sem sogið hefði risaeðlublóð kæmi í leitirnar.

Þar sem ekkert af erfðaefni risaeðlanna hefur varðveist er útilokað að hægt sé að láta þær koma aftur í heiminn. Og jafnvel þótt við, fyrir kraftaverk, hefðum erfðaefni einhverrar þeirra í höndunum væri alls ekki víst að við gætum endurlífgað þær. En það mætti reyna!

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

12.2.2000

Spyrjandi

Hrund Ólafsdóttir, 15 ára

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2000. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58.

Guðmundur Eggertsson. (2000, 12. febrúar). Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58

Guðmundur Eggertsson. „Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2000. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?
Það eru víst um 65 milljónir ára síðan risaeðlurnar urðu útdauðar. Steingerð bein þeirra hafa varðveist en lítið sem ekkert annað. DNA sameindir erfðaefnisins eru óstöðugar og jafnvel í lifandi frumum eru þær stöðugt að verða fyrir smáskemmdum. Þær mundu ekki endast lengi ef frumurnar réðu ekki yfir aðferðum til að gera við skemmdirnar.

Eftir dauðann varðveitist erfðaefnið illa en hraði eyðingarinnar fer þó mikið eftir umhverfisaðstæðum. Það hefur til dæmis tekist að einangra búta af erfðaefni úr nokkur þúsund ára gömlum múmíum. Bútar erfðaefnis hafa líka verið einangraðir úr skordýrum sem geymst hafa í rafi í milljónir ára, jafnvel frá tímum risaeðlanna. Þetta forna DNA er mikið skemmt og útilokað að nein heil gen séu eftir. Mjög vandasamt er að einangra það og margir vísindamenn efast reyndar um að það hafi í raun og veru tekist.

Í sögunni og kvikmyndinni Júragarðinum var gert ráð fyrir því að erfðaefni risaeðla hefði varðveist í iðrum skordýra sem sogið hefðu blóð úr eðlunum og síðan orðið innlyksa í rafi. Skemmtileg hugmynd, en því miður er engin von til þess að neitt heilt gen úr risaeðlu finnist jafnvel þótt svo ólíklega vildi til að skordýr sem sogið hefði risaeðlublóð kæmi í leitirnar.

Þar sem ekkert af erfðaefni risaeðlanna hefur varðveist er útilokað að hægt sé að láta þær koma aftur í heiminn. Og jafnvel þótt við, fyrir kraftaverk, hefðum erfðaefni einhverrar þeirra í höndunum væri alls ekki víst að við gætum endurlífgað þær. En það mætti reyna!

...