Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað eru fjölmiðlar?

Guðbjörg Hildur Kolbeins

Sagt hefur verið að það sé álíka erfitt að skilgreina fjölmiðil eins og að skilgreina stól. Flestir telja sig hafa nokkuð góða hugmynd um hvernig stóll lítur út en erfiðara getur reynst að tilgreina nákvæmlega hvaða eiginleika hann þarf að hafa til að geta talist stóll. Það sama gildir um fjölmiðla; flestir vita við hvað er átt, en erfiðara getur verið að koma orðum að því.

Í skýrslu nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla sem út kom í apríl 2005 er fjölmiðill talinn vera „...stofnun eða fyrirtæki, lögaðili, sem safnar, metur og setur reglulega fram upplýsingar í því skyni að dreifa þeim reglulega til umtalsverðs fjölda fólks á tilteknu svæði “ (bls. 13).

Önnur skilgreining á fjölmiðlum gerir ráð fyrir að fagmenn hanni og noti fjölmiðla til að dreifa efni með það að markmiði að hafa ýmis áhrif á stóran og fjölbreyttan notendahóp.

Almennt er talið að miðill teljist fjölmiðill ef fagfólk stendur að honum, hann sendir eða kemur út reglulega og nær til talsverðs fjölda fólks. Hins vegar er ekki til neitt nákvæmt viðmið um hvað miðillinn þurfi að senda eða koma út oft, eða hversu margir þurfi að nota miðil til þess að hann geti talist fjölmiðill.


Fjölmiðill er miðill sem fagfólk stendur á bak við, sendir eða kemur út reglulega og fær töluverða dreifingu.

Acta diurna populi Romani er eitt elsta þekkta dæmið um fjölmiðil. Acta diurna-fréttablöðin voru gefin út á árunum 130 f.Kr. til 330 e.Kr. samkvæmt tilskipun frá öldungadeildinni í Róm og birt opinberlega. Voru þau ýmist skrifuð í málm eða stein. Í þeim voru sagðar fréttir af ákvörðunum öldungadeildarinnar en einnig fréttir af barnsfæðingum, giftingum og dauðsföllum. Jafnframt veittu þau borgurunum ýmsar almennar upplýsingar. Acta diurna-fréttablöðin voru afrituð og eintök af þeim send til útlanda og til ýmissa borgara.

Nútímafjölmiðlar eru í daglegu tali taldir vera sjónvarp, útvarp, dagblöð og tímarit. Bækur, kvikmyndir, hljómdiskar, DVD-diskar, auglýsingapésar, veggspjöld og annað prentað mál eru vissulega miðlar en flokkast vart undir fjölmiðla. Margir álíta Netið vera fjölmiðil en svo er ekki. Netið er eingöngu tæki til miðlunar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

doktor í fjölmiðlafræði

Útgáfudagur

10.4.2006

Spyrjandi

Ásta María Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hvað eru fjölmiðlar?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5816.

Guðbjörg Hildur Kolbeins. (2006, 10. apríl). Hvað eru fjölmiðlar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5816

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hvað eru fjölmiðlar?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5816>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru fjölmiðlar?
Sagt hefur verið að það sé álíka erfitt að skilgreina fjölmiðil eins og að skilgreina stól. Flestir telja sig hafa nokkuð góða hugmynd um hvernig stóll lítur út en erfiðara getur reynst að tilgreina nákvæmlega hvaða eiginleika hann þarf að hafa til að geta talist stóll. Það sama gildir um fjölmiðla; flestir vita við hvað er átt, en erfiðara getur verið að koma orðum að því.

Í skýrslu nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla sem út kom í apríl 2005 er fjölmiðill talinn vera „...stofnun eða fyrirtæki, lögaðili, sem safnar, metur og setur reglulega fram upplýsingar í því skyni að dreifa þeim reglulega til umtalsverðs fjölda fólks á tilteknu svæði “ (bls. 13).

Önnur skilgreining á fjölmiðlum gerir ráð fyrir að fagmenn hanni og noti fjölmiðla til að dreifa efni með það að markmiði að hafa ýmis áhrif á stóran og fjölbreyttan notendahóp.

Almennt er talið að miðill teljist fjölmiðill ef fagfólk stendur að honum, hann sendir eða kemur út reglulega og nær til talsverðs fjölda fólks. Hins vegar er ekki til neitt nákvæmt viðmið um hvað miðillinn þurfi að senda eða koma út oft, eða hversu margir þurfi að nota miðil til þess að hann geti talist fjölmiðill.


Fjölmiðill er miðill sem fagfólk stendur á bak við, sendir eða kemur út reglulega og fær töluverða dreifingu.

Acta diurna populi Romani er eitt elsta þekkta dæmið um fjölmiðil. Acta diurna-fréttablöðin voru gefin út á árunum 130 f.Kr. til 330 e.Kr. samkvæmt tilskipun frá öldungadeildinni í Róm og birt opinberlega. Voru þau ýmist skrifuð í málm eða stein. Í þeim voru sagðar fréttir af ákvörðunum öldungadeildarinnar en einnig fréttir af barnsfæðingum, giftingum og dauðsföllum. Jafnframt veittu þau borgurunum ýmsar almennar upplýsingar. Acta diurna-fréttablöðin voru afrituð og eintök af þeim send til útlanda og til ýmissa borgara.

Nútímafjölmiðlar eru í daglegu tali taldir vera sjónvarp, útvarp, dagblöð og tímarit. Bækur, kvikmyndir, hljómdiskar, DVD-diskar, auglýsingapésar, veggspjöld og annað prentað mál eru vissulega miðlar en flokkast vart undir fjölmiðla. Margir álíta Netið vera fjölmiðil en svo er ekki. Netið er eingöngu tæki til miðlunar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...