Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka.

Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að einhvern tímann í fyrndinni hafi verið til einhver tegund lífvera sem við köllum X. Þetta merkir að ákveðinn stofn eða hópur hefur myndað eina heild að því leyti að einstaklingar innan hans hafa getað æxlast innbyrðis og átt frjó afkvæmi. Þannig hafa þeir getað viðhaldið og jafnvel fjölgað í stofninum ef aðstæður hafa verið nógu hagkvæmar til þess. Einstaklingar í stofninum X geta hins vegar ekki átt frjó afkvæmi með einstaklingum af öðrum tegundum.

Ef stofninn er vel lagaður að umhverfi sínu, það breytist ekki verulega og ekkert annað sérstakt kemur fyrir, þá er líklegt að það gerist ósköp lítið með þennan stofn. Það fjölgar eða fækkar í honum eftir aðstæðum á hverjum tíma, en einstaklingar í stofninum taka litlum breytingum ef á heildina er litið. Breytist aðstæður hins vegar verulega getur það gerst að einstaklingar með tiltekna eiginleika hverfi úr stofninum og aðrir standi eftir. Þeir hafa þá sömu eiginleika og hluti stofnsins hafði áður, en nýir eiginleikar verða ekki til við breytingar á umhverfi einar og sér.



Þróun tegunda gerist hægt og því er ómögulegt að segja hver var "fyrsti" einstaklingur tiltekinnar tegundar. Hér má bera saman höfuðkúpur simpansa (lengst til vinstri), hins upprétta manns (Homo erectus) sem var kominn fram fyrir um 1,8 milljónum ára og nútímamannsins (Homo sapiens) sem talinn er hafa orðið til fyrir rúmlega 100.000 árum.

Til þess að nýir arfgengir og þar með varanlegir eiginleikar verði til í stofninum þurfa að koma til stökkbreytingar eða endurröðun erfðaefnisins í einstaklingi. Flestar stökkbreytingar eru að vísu óhagstæðar þannig að einstaklingurinn deyr eða á ekki frjó afkvæmi. Engu að síður verða öðru hverju hagstæðar stökkbreytingar sem haldast í stofninum og breiðast út, meðal annars af því að einstaklingarnir sem bera þær eru á einhvern hátt „hæfari“ sem kallað er, en það nefnist náttúruval. Þessar hagstæðu stökkbreytingar mega ekki vera of miklar því að þá er líklegt að einstaklingurinn verði ófrjór. Þess vegna þurfa venjulega að verða margar stökkbreytingar til þess að ný tegund verði til, það er að segja nýr stofn Y sem aðskilur sig þannig frá gamla stofninum X að einstaklingar af stofni Y og X geta ekki átt saman frjó afkvæmi.

Á þennan hátt hefur nútímamaðurinn sem tegund orðið til og er nú talið að það hafi gerst fyrir um það bil 130.000 árum, það er að segja löngu, löngu áður en nokkrar sögur hófust. Jafnvel þótt þeir sem þá voru uppi hefðu kunnað skil á tegundarhugtaki og þróunarkenningu nútímans hefðu þeir ekki getað bent á einhvern tiltekinn einstakling, karl eða konu, og sagt: „Þú ert fyrsti maðurinn“. Og þó svo að við gætum til dæmis horft á einhvers konar kvikmynd af því sem var að gerast í náttúrunni þegar tegundin maður varð til, þá mundum við heldur ekki geta tilgreint hver var fyrstur. Til þess eru skrefin í þróuninni alltof smá eins og áður var lýst.

Þess eru mörg dæmi í umhverfi okkar og talsmáta að við getum ekki sagt til um hver sé fyrstur, stærstur, minnstur eða bestur. Dæmið um fyrsta manninn er kannski líkast því þegar við hellum úr sandpoka og spyrjum hvenær verður til hrúga. Við getum þá ekki bent á tiltekið sandkorn og sagt að hrúgan hafi orðið til þegar þetta sandkorn bættist við. Um þetta fjallar Geir Þ. Þórarinsson í svari sínu við spurningunni Hvað eru hrúgurök?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Nánari upplýsingar má einnig finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Mynd: Naturforschende Gesellschaft in Zürich

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

8.5.2006

Spyrjandi

Dagbjört Rúriksdóttir, Börkur Kristinsson, Þórir Ólafsson, Óðinn Snær Ögmundsson, Elva Lára Sverrisdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5868.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2006, 8. maí). Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5868

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5868>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?
Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka.

Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að einhvern tímann í fyrndinni hafi verið til einhver tegund lífvera sem við köllum X. Þetta merkir að ákveðinn stofn eða hópur hefur myndað eina heild að því leyti að einstaklingar innan hans hafa getað æxlast innbyrðis og átt frjó afkvæmi. Þannig hafa þeir getað viðhaldið og jafnvel fjölgað í stofninum ef aðstæður hafa verið nógu hagkvæmar til þess. Einstaklingar í stofninum X geta hins vegar ekki átt frjó afkvæmi með einstaklingum af öðrum tegundum.

Ef stofninn er vel lagaður að umhverfi sínu, það breytist ekki verulega og ekkert annað sérstakt kemur fyrir, þá er líklegt að það gerist ósköp lítið með þennan stofn. Það fjölgar eða fækkar í honum eftir aðstæðum á hverjum tíma, en einstaklingar í stofninum taka litlum breytingum ef á heildina er litið. Breytist aðstæður hins vegar verulega getur það gerst að einstaklingar með tiltekna eiginleika hverfi úr stofninum og aðrir standi eftir. Þeir hafa þá sömu eiginleika og hluti stofnsins hafði áður, en nýir eiginleikar verða ekki til við breytingar á umhverfi einar og sér.



Þróun tegunda gerist hægt og því er ómögulegt að segja hver var "fyrsti" einstaklingur tiltekinnar tegundar. Hér má bera saman höfuðkúpur simpansa (lengst til vinstri), hins upprétta manns (Homo erectus) sem var kominn fram fyrir um 1,8 milljónum ára og nútímamannsins (Homo sapiens) sem talinn er hafa orðið til fyrir rúmlega 100.000 árum.

Til þess að nýir arfgengir og þar með varanlegir eiginleikar verði til í stofninum þurfa að koma til stökkbreytingar eða endurröðun erfðaefnisins í einstaklingi. Flestar stökkbreytingar eru að vísu óhagstæðar þannig að einstaklingurinn deyr eða á ekki frjó afkvæmi. Engu að síður verða öðru hverju hagstæðar stökkbreytingar sem haldast í stofninum og breiðast út, meðal annars af því að einstaklingarnir sem bera þær eru á einhvern hátt „hæfari“ sem kallað er, en það nefnist náttúruval. Þessar hagstæðu stökkbreytingar mega ekki vera of miklar því að þá er líklegt að einstaklingurinn verði ófrjór. Þess vegna þurfa venjulega að verða margar stökkbreytingar til þess að ný tegund verði til, það er að segja nýr stofn Y sem aðskilur sig þannig frá gamla stofninum X að einstaklingar af stofni Y og X geta ekki átt saman frjó afkvæmi.

Á þennan hátt hefur nútímamaðurinn sem tegund orðið til og er nú talið að það hafi gerst fyrir um það bil 130.000 árum, það er að segja löngu, löngu áður en nokkrar sögur hófust. Jafnvel þótt þeir sem þá voru uppi hefðu kunnað skil á tegundarhugtaki og þróunarkenningu nútímans hefðu þeir ekki getað bent á einhvern tiltekinn einstakling, karl eða konu, og sagt: „Þú ert fyrsti maðurinn“. Og þó svo að við gætum til dæmis horft á einhvers konar kvikmynd af því sem var að gerast í náttúrunni þegar tegundin maður varð til, þá mundum við heldur ekki geta tilgreint hver var fyrstur. Til þess eru skrefin í þróuninni alltof smá eins og áður var lýst.

Þess eru mörg dæmi í umhverfi okkar og talsmáta að við getum ekki sagt til um hver sé fyrstur, stærstur, minnstur eða bestur. Dæmið um fyrsta manninn er kannski líkast því þegar við hellum úr sandpoka og spyrjum hvenær verður til hrúga. Við getum þá ekki bent á tiltekið sandkorn og sagt að hrúgan hafi orðið til þegar þetta sandkorn bættist við. Um þetta fjallar Geir Þ. Þórarinsson í svari sínu við spurningunni Hvað eru hrúgurök?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Nánari upplýsingar má einnig finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Mynd: Naturforschende Gesellschaft in Zürich...