Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir

Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti dregið úr dánartíðni kvenna af völdum barnsfarasóttar. Það gerði hann að frumkvöðli í sóttvörnum fyrir tíma bakteríufræðinnar.

Semmelweis var af þýskum ættum; fæddist í júlí 1818 í Ofen í Ungverjalandi. Hann útskrifaðist frá háskólanum í Vínarborg árið 1844 og stundaði síðan nám í fæðingarhjálp og skurðlækningum. Hann var skipaður aðstoðarlæknir prófessors Johanns Klein við fæðingardeild Almenna Sjúkrahússins í Vínarborg sem var á þeim tíma sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fæðingarstofur sjúkrahússins voru eins og á öðrum evrópskum fæðingarspítölum þjakaðar af hárri dánartíðni vegna barnsfarasóttar, en það er alvarlegt form af blóðeitrun sem konur sýkjast af í fæðingu eða fljótlega eftir hana. Líkja má tíðni barnsfarasóttarinnar við plágu á fæðingarspítölum í Evrópu á 19. öld, þar sem dánartíðnin gat verið á bilinu 10-35%. Talið var að sýkingin ætti sér stað meðal annars vegna mikilla þrengsla innan spítalanna, erfiðra fæðinga, óhreininda sem bárust inn með sjúklingunum eða svonefndu miasma, sem merkir vont loft. Nítjándu aldar læknar reyndu ýmsar aðferðir við lækningar á sýkingunni, en þó var hin almenna lækning blóðtaka.

Á Almenna Sjúkrahúsinu í Vínarborg voru fæðingarstofurnar tvær og var munurinn á dánartíðni milli þeirra sláandi. Semmelweis var mjög brugðið yfir þeim fjölda kvenna sem sýktust og létust af völdum sjúkdómsins. Einnig undraðist hann áhugaleysi manna til að finna út úr ástæðum þessa. Semmelweis var jafn ráðalaus og aðrir um orsakir sjúkdómsins, en var ákveðinn í að finna orsakavaldinn þrátt fyrir hörð mótmæli yfirmanns síns, sem eins og margir aðrir læknar, höfðu sætt sig við að ekki væri hægt að fyrirbyggja sjúkdóminn.

Fæðingarstofurnar voru að mestu eins í uppbyggingu að öðru leyti en því að Stofa 1 var undir umsjá fæðingarlækna og var dánartíðni þar á bilinu 13-20% á meðan dánartíðni á Stofu 2, sem var í höndum ljósmæðra, var um 2%. En ástæður fyrir svo hárri sýkingartíðni voru engan veginn skýrar. Sýkingin var viðurkennd sem óumflýjanleg og dauði sjálfsagður. Taldi Semmelweis að munurinn fælist hugsanlega í ólíku verklagi deildanna og hóf kerfisbundnar rannsóknir á því í hverju mismunurinn gæti legið. Lítið kom út úr þeim rannsóknum.

Tímamót urðu árið 1847 þegar góður vinur Semmelweis, prófessor Jakob Kolletschka, lést af völdum blóðeitrunar (sýklasótt) sem hann hafði fengið, eftir að hafa skorið sig á fingri með hníf sem hann hafði notað við krufningu. Krufning á líki hans leiddi í ljós sýkingu svipaðri þeirri sem fundist hafði í fórnarlömbum barnsfarasóttarinnar. Semmelweis setti fram tilgátu um að tengsl væru milli krufninga og barnsfarasóttarinnar og það væru læknanemar og læknar spítalans sem væru að sýkja konurnar. Læknar og læknanemar eyddu morgninum í að kryfja lík sjúklinga sem meðal annars höfðu látist af völdum barnsfarasóttar og fóru síðan á stofugang til að taka á móti börnum og skoða sjúklinga. Fólst sú skoðun í innvortis könnun á legi, þar sem þeir notuðu berar, óþvegnar hendur. Þar sem sýklakenning Louis Pasteurs hafði ekki enn verið þróuð ályktaði Semmelweis að einhvers konar spillt efni, sem hann kallaði „líkagnir“ (e. cadaver particles) væru orsök barnsfarasóttarinnar og að læknar og læknanemarnir bæru smitið á höndum sínum frá líki til sjúklinga á Stofu 1.



Semmelweis vildi innleiða handþvott með réttum efnum til þess að draga úr dánartíðni vegna barnsfarasóttar en það fékk ekki mikinn hljómgrunn á sínum tíma.

Þessi sláandi niðurstaða fékk hann til að innleiða nýja en mjög einfalda leið til forvarna í maí 1847, sem var að nota klórlausn (chlorina liquida) til að þvo hendur milli krufninga og skoðunar á sjúklingum. Dánartíðnin féll úr 18,27% í 1,27% og ári seinna, 1848, var enginn dauði í mars og ágúst það ár. Semmelweis hafði ekki aðeins borið kennsl á ástæðu barnsfarasóttar, heldur líka fundið leið til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, sem fólst í því að eyða hinu smitandi efni.

Samt gat hann ekki sannað kenningu sína og gekk honum illa að sannfæra menn um mikilvægi uppgötvunarinnar og mætti mikilli andstöðu frá starfsfélögum sínum. Kenningar hans fengu dræmar undirtektir, jafnvel tortryggni og háðung og var hafnað í Vínarborg. Því var haldið fram að þó svo að kenningar hans væru réttar þá gæfist ekki tími til að þvo hendur sínar fyrir hverja skoðun á sjúklingum. Sumir drógu í efa réttmæti kenninga hans þar sem þeir töldu skorta vísindalegan grunn. Slíkar vísindalegar skýringar voru aðeins mögulegar nokkrum áratugum síðar, þegar Louis Pasteur staðfesti sýklakenninguna, með því að sýna fram á að streptococcus-bakteríur fundust í konum með barnsfarasótt.

Semmelweis hélt ótrauður áfram að krefjast þess að handþvottur yrði notaður af öllum sem meðhöndluðu sængurkonur. Þessi eftirgangsemi hans olli ágreiningi við prófessor Klein sem neitaði að taka þátt í rannsókninni og gerði sitt ýtrasta til að gera Semmelweis erfitt fyrir. Það leiddi til þess að honum var gert ókleift að vinna í Vínarborg og hann hrökklaðist til Búdapest. Árið 1851 tók hann við fremur lítilfjörlegu, ólaunuðu starfi sem yfirmaður fæðingardeildar við St. Rochus sjúkrahúsið í Pest og eins og áður tókst honum að draga úr dánartíðni barnsfarasóttar þar. Aðferðir hans voru fljótlega viðurkenndar í Ungverjalandi og yfirvöld fyrirskipuðu að forvarnaraðferðir Semmelweis yrðu teknar í notkun. Þó voru ekki allir ungverskir fæðingarlæknar tilbúnir að meðtaka þessa nýjung.



Semmelweis-háskóli í Búdapest, Ungverjalandi.

Það var í Pest sem hann kynntist eiginkonu sinni Mariu Weidenhoffer, sem var nítján árum yngri en hann og eignuðust þau 5 börn; þrjú þeirra létust en tvær dætur hans komust á legg.

Árið 1861 gaf hann út bók sína Die Ätiologie, der Begriff und die Prophylaxis des Kindbettfiebers og sendi hana til allra mikilsmetinna fæðingarlækna og stofnana í Evrópu en viðbrögðin létu á sér standa. Semmelweis var mjög hneykslaður á áhugaleysi læknastéttarinnar og hóf að skrifa opinber bréf sem voru full reiði þar sem hann úthrópaði stundum fæðingarlækna sem ábyrgðalausa morðingja. Á ráðstefnu þýskra lækna og vísindamanna höfnuðu flestir ræðumanna kenningu hans, þar á meðal læknirinn og meinafræðingurinn Rudolf Virchow.

Mótlætið sem Semmelweis varð fyrir, bæði faglega og í einkalífinu, dró úr baráttuþreki hans og braut á endanum niður anda hans, sem allt til þessa hafði verið óbugandi. Andleg heilsa hans olli eiginkonu og vinum hans áhyggjum og árið 1865 var hann lagður inn á geðsjúkrahús, þar sem hann lést eftir aðeins tveggja vikna dvöl. Löngum hefur verið talið að hann hafi látist vegna blóðeitrunar af völdum þeirrar bakteríu sem hann barðist alla sína ævi gegn, en síðari tíma rannsóknir benda til að dauði hans hafi orsakast af völdum barsmíða af starfsmönnum geðsjúkrahússins.

Semmelweis ögraði ríkjandi viðhorfum samtíma síns og lést án þess að sjá framlag sitt til vísindanna. Hann er nú viðurkenndur sem frumkvöðull sótthreinsunar og forvarna á spítalasýkingum.

Heimildir og myndir:
  • Ligon, B. L. (2001). Biography; Historical moments in the recognition of hand hygiene for control of infections: A short biography of Ignaz Philipp Semmelweis (1818-1865), Seminars in Pediatric Infectious Diseases, 12 (2), bls. 154-159.
  • Lancaster, H. O. (1994). Semmelweis: A rereading of die Ætiologie... Part II: Medical historians and Semmelweis. Journal of Medical Biography, 2 (2), bls. 84-88. (tilvitnun skoðuð á Mindfully.org).
  • Nuland, S.B., (2003). The Doctors´ Plague, Germs, Childbed Fever and the Strange Story of Ignác Semmelweis, Atlas Books, London.
  • Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir, (2008). Ignaz Philipp Semmelweis - hin þjáða hetja, Tímarit hjúkrunarfræðinga, 3 tbl. 84 árg., bls. 30-34.
  • Mynd af Semmelweis: Ignaz Semmelweis á Wikipedia. Koparstunga frá 1860.
  • Mynd af höndum: HealthnutNation. Lagfærð af ritstjórn Vísindavefsins.
  • Mynd af Semmelweis-háskóla: Semmelweis University á Get Global Education.

Höfundur

Útgáfudagur

8.4.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. „Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58838.

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. (2011, 8. apríl). Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58838

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. „Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58838>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?
Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti dregið úr dánartíðni kvenna af völdum barnsfarasóttar. Það gerði hann að frumkvöðli í sóttvörnum fyrir tíma bakteríufræðinnar.

Semmelweis var af þýskum ættum; fæddist í júlí 1818 í Ofen í Ungverjalandi. Hann útskrifaðist frá háskólanum í Vínarborg árið 1844 og stundaði síðan nám í fæðingarhjálp og skurðlækningum. Hann var skipaður aðstoðarlæknir prófessors Johanns Klein við fæðingardeild Almenna Sjúkrahússins í Vínarborg sem var á þeim tíma sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fæðingarstofur sjúkrahússins voru eins og á öðrum evrópskum fæðingarspítölum þjakaðar af hárri dánartíðni vegna barnsfarasóttar, en það er alvarlegt form af blóðeitrun sem konur sýkjast af í fæðingu eða fljótlega eftir hana. Líkja má tíðni barnsfarasóttarinnar við plágu á fæðingarspítölum í Evrópu á 19. öld, þar sem dánartíðnin gat verið á bilinu 10-35%. Talið var að sýkingin ætti sér stað meðal annars vegna mikilla þrengsla innan spítalanna, erfiðra fæðinga, óhreininda sem bárust inn með sjúklingunum eða svonefndu miasma, sem merkir vont loft. Nítjándu aldar læknar reyndu ýmsar aðferðir við lækningar á sýkingunni, en þó var hin almenna lækning blóðtaka.

Á Almenna Sjúkrahúsinu í Vínarborg voru fæðingarstofurnar tvær og var munurinn á dánartíðni milli þeirra sláandi. Semmelweis var mjög brugðið yfir þeim fjölda kvenna sem sýktust og létust af völdum sjúkdómsins. Einnig undraðist hann áhugaleysi manna til að finna út úr ástæðum þessa. Semmelweis var jafn ráðalaus og aðrir um orsakir sjúkdómsins, en var ákveðinn í að finna orsakavaldinn þrátt fyrir hörð mótmæli yfirmanns síns, sem eins og margir aðrir læknar, höfðu sætt sig við að ekki væri hægt að fyrirbyggja sjúkdóminn.

Fæðingarstofurnar voru að mestu eins í uppbyggingu að öðru leyti en því að Stofa 1 var undir umsjá fæðingarlækna og var dánartíðni þar á bilinu 13-20% á meðan dánartíðni á Stofu 2, sem var í höndum ljósmæðra, var um 2%. En ástæður fyrir svo hárri sýkingartíðni voru engan veginn skýrar. Sýkingin var viðurkennd sem óumflýjanleg og dauði sjálfsagður. Taldi Semmelweis að munurinn fælist hugsanlega í ólíku verklagi deildanna og hóf kerfisbundnar rannsóknir á því í hverju mismunurinn gæti legið. Lítið kom út úr þeim rannsóknum.

Tímamót urðu árið 1847 þegar góður vinur Semmelweis, prófessor Jakob Kolletschka, lést af völdum blóðeitrunar (sýklasótt) sem hann hafði fengið, eftir að hafa skorið sig á fingri með hníf sem hann hafði notað við krufningu. Krufning á líki hans leiddi í ljós sýkingu svipaðri þeirri sem fundist hafði í fórnarlömbum barnsfarasóttarinnar. Semmelweis setti fram tilgátu um að tengsl væru milli krufninga og barnsfarasóttarinnar og það væru læknanemar og læknar spítalans sem væru að sýkja konurnar. Læknar og læknanemar eyddu morgninum í að kryfja lík sjúklinga sem meðal annars höfðu látist af völdum barnsfarasóttar og fóru síðan á stofugang til að taka á móti börnum og skoða sjúklinga. Fólst sú skoðun í innvortis könnun á legi, þar sem þeir notuðu berar, óþvegnar hendur. Þar sem sýklakenning Louis Pasteurs hafði ekki enn verið þróuð ályktaði Semmelweis að einhvers konar spillt efni, sem hann kallaði „líkagnir“ (e. cadaver particles) væru orsök barnsfarasóttarinnar og að læknar og læknanemarnir bæru smitið á höndum sínum frá líki til sjúklinga á Stofu 1.



Semmelweis vildi innleiða handþvott með réttum efnum til þess að draga úr dánartíðni vegna barnsfarasóttar en það fékk ekki mikinn hljómgrunn á sínum tíma.

Þessi sláandi niðurstaða fékk hann til að innleiða nýja en mjög einfalda leið til forvarna í maí 1847, sem var að nota klórlausn (chlorina liquida) til að þvo hendur milli krufninga og skoðunar á sjúklingum. Dánartíðnin féll úr 18,27% í 1,27% og ári seinna, 1848, var enginn dauði í mars og ágúst það ár. Semmelweis hafði ekki aðeins borið kennsl á ástæðu barnsfarasóttar, heldur líka fundið leið til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, sem fólst í því að eyða hinu smitandi efni.

Samt gat hann ekki sannað kenningu sína og gekk honum illa að sannfæra menn um mikilvægi uppgötvunarinnar og mætti mikilli andstöðu frá starfsfélögum sínum. Kenningar hans fengu dræmar undirtektir, jafnvel tortryggni og háðung og var hafnað í Vínarborg. Því var haldið fram að þó svo að kenningar hans væru réttar þá gæfist ekki tími til að þvo hendur sínar fyrir hverja skoðun á sjúklingum. Sumir drógu í efa réttmæti kenninga hans þar sem þeir töldu skorta vísindalegan grunn. Slíkar vísindalegar skýringar voru aðeins mögulegar nokkrum áratugum síðar, þegar Louis Pasteur staðfesti sýklakenninguna, með því að sýna fram á að streptococcus-bakteríur fundust í konum með barnsfarasótt.

Semmelweis hélt ótrauður áfram að krefjast þess að handþvottur yrði notaður af öllum sem meðhöndluðu sængurkonur. Þessi eftirgangsemi hans olli ágreiningi við prófessor Klein sem neitaði að taka þátt í rannsókninni og gerði sitt ýtrasta til að gera Semmelweis erfitt fyrir. Það leiddi til þess að honum var gert ókleift að vinna í Vínarborg og hann hrökklaðist til Búdapest. Árið 1851 tók hann við fremur lítilfjörlegu, ólaunuðu starfi sem yfirmaður fæðingardeildar við St. Rochus sjúkrahúsið í Pest og eins og áður tókst honum að draga úr dánartíðni barnsfarasóttar þar. Aðferðir hans voru fljótlega viðurkenndar í Ungverjalandi og yfirvöld fyrirskipuðu að forvarnaraðferðir Semmelweis yrðu teknar í notkun. Þó voru ekki allir ungverskir fæðingarlæknar tilbúnir að meðtaka þessa nýjung.



Semmelweis-háskóli í Búdapest, Ungverjalandi.

Það var í Pest sem hann kynntist eiginkonu sinni Mariu Weidenhoffer, sem var nítján árum yngri en hann og eignuðust þau 5 börn; þrjú þeirra létust en tvær dætur hans komust á legg.

Árið 1861 gaf hann út bók sína Die Ätiologie, der Begriff und die Prophylaxis des Kindbettfiebers og sendi hana til allra mikilsmetinna fæðingarlækna og stofnana í Evrópu en viðbrögðin létu á sér standa. Semmelweis var mjög hneykslaður á áhugaleysi læknastéttarinnar og hóf að skrifa opinber bréf sem voru full reiði þar sem hann úthrópaði stundum fæðingarlækna sem ábyrgðalausa morðingja. Á ráðstefnu þýskra lækna og vísindamanna höfnuðu flestir ræðumanna kenningu hans, þar á meðal læknirinn og meinafræðingurinn Rudolf Virchow.

Mótlætið sem Semmelweis varð fyrir, bæði faglega og í einkalífinu, dró úr baráttuþreki hans og braut á endanum niður anda hans, sem allt til þessa hafði verið óbugandi. Andleg heilsa hans olli eiginkonu og vinum hans áhyggjum og árið 1865 var hann lagður inn á geðsjúkrahús, þar sem hann lést eftir aðeins tveggja vikna dvöl. Löngum hefur verið talið að hann hafi látist vegna blóðeitrunar af völdum þeirrar bakteríu sem hann barðist alla sína ævi gegn, en síðari tíma rannsóknir benda til að dauði hans hafi orsakast af völdum barsmíða af starfsmönnum geðsjúkrahússins.

Semmelweis ögraði ríkjandi viðhorfum samtíma síns og lést án þess að sjá framlag sitt til vísindanna. Hann er nú viðurkenndur sem frumkvöðull sótthreinsunar og forvarna á spítalasýkingum.

Heimildir og myndir:
  • Ligon, B. L. (2001). Biography; Historical moments in the recognition of hand hygiene for control of infections: A short biography of Ignaz Philipp Semmelweis (1818-1865), Seminars in Pediatric Infectious Diseases, 12 (2), bls. 154-159.
  • Lancaster, H. O. (1994). Semmelweis: A rereading of die Ætiologie... Part II: Medical historians and Semmelweis. Journal of Medical Biography, 2 (2), bls. 84-88. (tilvitnun skoðuð á Mindfully.org).
  • Nuland, S.B., (2003). The Doctors´ Plague, Germs, Childbed Fever and the Strange Story of Ignác Semmelweis, Atlas Books, London.
  • Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir, (2008). Ignaz Philipp Semmelweis - hin þjáða hetja, Tímarit hjúkrunarfræðinga, 3 tbl. 84 árg., bls. 30-34.
  • Mynd af Semmelweis: Ignaz Semmelweis á Wikipedia. Koparstunga frá 1860.
  • Mynd af höndum: HealthnutNation. Lagfærð af ritstjórn Vísindavefsins.
  • Mynd af Semmelweis-háskóla: Semmelweis University á Get Global Education.
...