Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er hægt að búa til svart ljós?

ÞV

Litur venjulegra hluta ræðst af ljósinu sem þeir endurkasta eins og nánar er lýst í nýlegu svari okkar við spurningunni Af hverju varpast skuggar ekki í lit? Þannig eru hlutir svartir af því að þeir senda ekkert ljós frá sér. Í fyrrnefndu svari er líka bent á að allir hlutir verða svartir í myrkri.

Við tölum oft um liti á ljósi, til dæmis rautt ljós eða grænt. Þá erum við að tala um hlut sem lýsir af eigin rammleik og grænt ljós frá hlut mundi til dæmis gefa hvítu pappírsblaði grænan lit. Hins vegar tölum við yfirleitt ekki um að ljós sé svart en samkvæmt þessari skýringu mundi svart ljós einfaldlega vera myrkur, því að „hvít“ pappírsörk er svört í myrkri. Ekki er þó víst að neinn skynsamlegur tilgangur sé í því að tala um ljós sé eða geti verið „svart“.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.5.2006

Spyrjandi

Arnór Hreiðarsson

Tilvísun

ÞV. „Er hægt að búa til svart ljós?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5893.

ÞV. (2006, 10. maí). Er hægt að búa til svart ljós? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5893

ÞV. „Er hægt að búa til svart ljós?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5893>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að búa til svart ljós?
Litur venjulegra hluta ræðst af ljósinu sem þeir endurkasta eins og nánar er lýst í nýlegu svari okkar við spurningunni Af hverju varpast skuggar ekki í lit? Þannig eru hlutir svartir af því að þeir senda ekkert ljós frá sér. Í fyrrnefndu svari er líka bent á að allir hlutir verða svartir í myrkri.

Við tölum oft um liti á ljósi, til dæmis rautt ljós eða grænt. Þá erum við að tala um hlut sem lýsir af eigin rammleik og grænt ljós frá hlut mundi til dæmis gefa hvítu pappírsblaði grænan lit. Hins vegar tölum við yfirleitt ekki um að ljós sé svart en samkvæmt þessari skýringu mundi svart ljós einfaldlega vera myrkur, því að „hvít“ pappírsörk er svört í myrkri. Ekki er þó víst að neinn skynsamlegur tilgangur sé í því að tala um ljós sé eða geti verið „svart“....