Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hver var Linus Pauling og hvert var hans framlag til fræðanna?

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023)

Linus Carl Pauling var fæddur í Portland, Oregon 1901. Faðir hans var Herman Henry William Pauling, lyfsali af þýsku ætterni en móðir hans var Lucy Isabella Darling af ensk-skosku ætterni.

Pauling var einn af áhrifamestu vísindamönnum tuttugustu aldarinnar. Hann var afburðavísindamaður í fræðilegri efnafræði og lífefnafræði og hann var einnig einlægur friðarsinni en umdeildur fyrir kenningar sínar um forvarnargildi og lækningamátt C-vítamíns. Pauling hlaut Nóbelsverðlaunin tvisvar, fyrst í efnafræði 1954 og síðan fékk hann friðarverðlaun Nóbels 1962.

Haustið 1916 þegar Pauling var nemi í framhaldsskóla fullnægði hann kröfum Oregon State University um skólavist en hann þurfti samt að ljúka tveimur námskeiðum í bandarískri sögu til að fá prófskírteini frá framhaldsskólanum. Bað hann skólastjórann um að fá að taka þessi námskeið samtímis á vormisserinu. Skólastjórinn neitaði og fór þá Pauling úr skólanum án prófskírteinisins. 45 árum síðar veitti þessi framhaldsskóli, Washington High School í Portland, Pauling þetta prófskírteini en þá hafði Pauling fengið Nóbelsverðlaunin tvisvar.

Pauling fór í Oregon State College árið 1917 og lauk BS-prófi 1922 í efnaverkfræði. Á námsárunum kenndi hann efnagreiningu við skólann en var síðan aðstoðarkennari í efnafræði við California Institute of Technology á meðan hann var í doktorsnámi. Vann hann með prófessor Roscoe G. Dickinson (1894-1945) og Richard Tolman (1881-1948) og lauk doktorsprófi 1925. Á þessum árum kenndi Pauling námskeið í efnafræði fyrir nemendur í hússtjórnarfræði (Home Economics) og hitti þá stúlku sem hét Ava Helen Miller sem varð eiginkona hans 1923. Eignuðust þau fjögur börn.

Pauling fékk Guggenheim-styrk 1926 og ferðaðist til Evrópu til að kynna sér nýjungar í eðlisfræði, einkum skammtafræði. Hann var um tíma hjá Arnold Sommerfeld (1868-1951) í München, hjá Niels Bohr (1885-1962) í Kaupmannahöfn og hjá Erwin Schrödinger (1887-1961) í Zurich en þessir menn voru sérfræðingar í skammtafræði og fleiri greinum eðlisfræðinnar. Pauling fékk mikinn áhuga á byggingu frumeinda og sameinda og varð einn af frumkvöðlum á sviði fræðilegrar efnafræði. Pauling skrifaði fjölda greina um eðli efnatengja og 1939 kom út bókin The Nature of the Chemical Bond sem er meðal áhrifamestu fræðirita sem hafa verið gefin út og voru tilvitnanir í þetta rit meira en 16.000 á fyrstu 30 árunum eftir útgáfu bókarinnar. Fyrir þessar rannsóknir fékk Pauling Nóbelsverðlaunin í efnafræði 1954.

Við Caltech kynntist hann eðlisfræðingnum Robert Oppenheimer (1904-1967) sem starfaði við University of California í Berkeley en hann var jafnframt við kennslu og rannsóknir við Caltech hluta úr árinu. Þeir félagar ætluðu að vinna saman að rannsóknum á eðli efnatengja þar sem Oppenheimer mundi sjá um stærðfræðina en Pauling ætlaði að túlka niðurstöðurnar. Það slettist upp á vinskapinn þegar Pauling fór að gruna að Oppenheimer væri farinn að leita á konu hans þegar Pauling var í vinnunni. Oppenheimer hafði komið heim til þeirra og boðið konu Pauling með sér til Mexíkó. Hún afþakkaði og sagði Pauling frá þessu boði. Pauling líkaði miður og hætti öllum samskiptum við Oppenheimer.

Pauling fékk vaxandi áhuga á lífefnafræði og eitt af fyrstu verkefnum hans á þessu sviði voru rannsóknir á hemóglóbíni eða blóðrauðanum. Hann sýndi fram á að hemóglóbín-sameindin breytir um lögun þegar hún bindur eða losar súrefni en þessi sameind er í rauðum blóðkornum og flytur súrefni út í hina ýmsu vefi líkamans. Árið 1951 sýndu þeir Pauling, Robert Corey (1897-1971) og Herman Branson (1914-1995) fram á að helstu byggingarform prótína væru alfagormur (e. alfa helix) og svo betaplötur (e. beta sheet). Pauling kom síðan með þá tilgátu að DNA væri þrefaldur gormur (e. triple helix) en sú tilgáta reyndist röng af ýmsum ástæðum. Árið 1949 birti Pauling og samstarfsmenn grein í tímaritinu Science sem nefndist „Sickle Cell Anemia, Molecular Disease“. Þetta var í fyrsta sinn sem tókst að sanna að sjúkdómur í mönnum væri af völdum afbrigðilegs prótíns.



Linus Pauling fékk Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1954 og friðarverðlaun Nóbels árið 1962.

Pauling kom víða við í rannsóknum sínum og hafði hann mikinn áhuga á notkun stórra skammta af vítamínum við meðferð á ýmsum sjúkdómum. Skrifaði hann grein í tímaritið Science 1968 sem hann nefndi “Orthomolecular psychiatry”, þar sem hann kynnti hugmyndir sínar en þessi hugmyndafræði var gagnrýnd mjög harkalega. Pauling var mjög virkur talsmaður þess að nota stóra skammta af C-vítamíni til að fyrirbyggja kvef og við meðferð á krabbameinum. Klínískar rannsóknir á Mayo-sjúkrahúsinu gátu ekki staðfest gagnsemi þessara stóru skammta af C-vítamíni við meðferð á krabbameinum og varð það til þess að áhugi á þessari meðferð lognaðist út af. Þessar deilur voru miklir álitshnekkir fyrir Pauling.

Pauling varð mikill friðarsinni fyrir áhrif frá konu sinni. Pauling hafi verið ópólitískur fram að seinni heimsstyrjöldinni. Í byrjun Manhattan-verkefnisins bauð Oppenheimer honum að vera yfirmaður efnafræðideildarinnar en hann afþakkaði því hann vildi ekki flytja fjölskylduna. Hann vann að ýmsum verkefnum fyrir herinn, þróun sprengiefna og fleira og var veitt viðurkenning fyrir framlag sitt þegar hann hlaut Presidential Medal of Merit. Árið 1946 gekk hann til liðs við Emergency Committee of Atomic Scientists en formaður nefndarinnar var Albert Einstein. Tilgangurinn var að vara almenning við hættunni af þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknir á geislavirku strontium-90 í barnatönnum sýndu 1961 að kjarnorkutilraunir ofanjarðar fælu í sér hættu fyrir heilsu manna vegna geislavirkrar mengunar í mjólk þegar kýrnar átu gras mengað af geislavirkum efnum. Árið 1958 afhentu Pauling og kona hans Sameinuðu þjóðunum áskorun sem undirrituð var af 11.000 vísindamönnum sem fóru fram á að hætta frekari tilraunasprengingum. Þetta ásamt niðurstöðum á rannsóknum á geislamengun í Bandaríkjunum leiddi til þess að kjarnorkutilraunir ofanjarðar voru bannaðar og samkomulag þar að lútandi var undirritað 1963 af John F. Kennedy og Nikita Khrushchev. Pauling hélt áfram störfum í þágu friðar en varð þá fyrir árásum manna sem töldu hann einfeldning sem væri að ganga erinda kommúnista.

Pauling hlaut friðarverðlaun Nóbels 1962 fyrir margþætt störf í þágu friðar í heiminum.

Pauling dó úr krabbameini í blöðruhálskirtli árið 1994.

Linus Pauling hefur hlotið bæði mikið lof og einnig last fyrir störf sín og fjölbreytt framlag til að bæta mannlífið. Pauling fór eigin leiðir og lét ekki háð og fordæmingar samferðamanna hafa mikil áhrif þótt oft hafi vafalítið sviðið undan árásunum. Linus Carl Pauling var fágætt mikilmenni.

Myndir:

Höfundur

prófessor emeritus í efnafræði við HÍ

Útgáfudagur

18.4.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). „Hver var Linus Pauling og hvert var hans framlag til fræðanna?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2011. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59050.

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). (2011, 18. apríl). Hver var Linus Pauling og hvert var hans framlag til fræðanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59050

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). „Hver var Linus Pauling og hvert var hans framlag til fræðanna?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2011. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59050>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Linus Pauling og hvert var hans framlag til fræðanna?
Linus Carl Pauling var fæddur í Portland, Oregon 1901. Faðir hans var Herman Henry William Pauling, lyfsali af þýsku ætterni en móðir hans var Lucy Isabella Darling af ensk-skosku ætterni.

Pauling var einn af áhrifamestu vísindamönnum tuttugustu aldarinnar. Hann var afburðavísindamaður í fræðilegri efnafræði og lífefnafræði og hann var einnig einlægur friðarsinni en umdeildur fyrir kenningar sínar um forvarnargildi og lækningamátt C-vítamíns. Pauling hlaut Nóbelsverðlaunin tvisvar, fyrst í efnafræði 1954 og síðan fékk hann friðarverðlaun Nóbels 1962.

Haustið 1916 þegar Pauling var nemi í framhaldsskóla fullnægði hann kröfum Oregon State University um skólavist en hann þurfti samt að ljúka tveimur námskeiðum í bandarískri sögu til að fá prófskírteini frá framhaldsskólanum. Bað hann skólastjórann um að fá að taka þessi námskeið samtímis á vormisserinu. Skólastjórinn neitaði og fór þá Pauling úr skólanum án prófskírteinisins. 45 árum síðar veitti þessi framhaldsskóli, Washington High School í Portland, Pauling þetta prófskírteini en þá hafði Pauling fengið Nóbelsverðlaunin tvisvar.

Pauling fór í Oregon State College árið 1917 og lauk BS-prófi 1922 í efnaverkfræði. Á námsárunum kenndi hann efnagreiningu við skólann en var síðan aðstoðarkennari í efnafræði við California Institute of Technology á meðan hann var í doktorsnámi. Vann hann með prófessor Roscoe G. Dickinson (1894-1945) og Richard Tolman (1881-1948) og lauk doktorsprófi 1925. Á þessum árum kenndi Pauling námskeið í efnafræði fyrir nemendur í hússtjórnarfræði (Home Economics) og hitti þá stúlku sem hét Ava Helen Miller sem varð eiginkona hans 1923. Eignuðust þau fjögur börn.

Pauling fékk Guggenheim-styrk 1926 og ferðaðist til Evrópu til að kynna sér nýjungar í eðlisfræði, einkum skammtafræði. Hann var um tíma hjá Arnold Sommerfeld (1868-1951) í München, hjá Niels Bohr (1885-1962) í Kaupmannahöfn og hjá Erwin Schrödinger (1887-1961) í Zurich en þessir menn voru sérfræðingar í skammtafræði og fleiri greinum eðlisfræðinnar. Pauling fékk mikinn áhuga á byggingu frumeinda og sameinda og varð einn af frumkvöðlum á sviði fræðilegrar efnafræði. Pauling skrifaði fjölda greina um eðli efnatengja og 1939 kom út bókin The Nature of the Chemical Bond sem er meðal áhrifamestu fræðirita sem hafa verið gefin út og voru tilvitnanir í þetta rit meira en 16.000 á fyrstu 30 árunum eftir útgáfu bókarinnar. Fyrir þessar rannsóknir fékk Pauling Nóbelsverðlaunin í efnafræði 1954.

Við Caltech kynntist hann eðlisfræðingnum Robert Oppenheimer (1904-1967) sem starfaði við University of California í Berkeley en hann var jafnframt við kennslu og rannsóknir við Caltech hluta úr árinu. Þeir félagar ætluðu að vinna saman að rannsóknum á eðli efnatengja þar sem Oppenheimer mundi sjá um stærðfræðina en Pauling ætlaði að túlka niðurstöðurnar. Það slettist upp á vinskapinn þegar Pauling fór að gruna að Oppenheimer væri farinn að leita á konu hans þegar Pauling var í vinnunni. Oppenheimer hafði komið heim til þeirra og boðið konu Pauling með sér til Mexíkó. Hún afþakkaði og sagði Pauling frá þessu boði. Pauling líkaði miður og hætti öllum samskiptum við Oppenheimer.

Pauling fékk vaxandi áhuga á lífefnafræði og eitt af fyrstu verkefnum hans á þessu sviði voru rannsóknir á hemóglóbíni eða blóðrauðanum. Hann sýndi fram á að hemóglóbín-sameindin breytir um lögun þegar hún bindur eða losar súrefni en þessi sameind er í rauðum blóðkornum og flytur súrefni út í hina ýmsu vefi líkamans. Árið 1951 sýndu þeir Pauling, Robert Corey (1897-1971) og Herman Branson (1914-1995) fram á að helstu byggingarform prótína væru alfagormur (e. alfa helix) og svo betaplötur (e. beta sheet). Pauling kom síðan með þá tilgátu að DNA væri þrefaldur gormur (e. triple helix) en sú tilgáta reyndist röng af ýmsum ástæðum. Árið 1949 birti Pauling og samstarfsmenn grein í tímaritinu Science sem nefndist „Sickle Cell Anemia, Molecular Disease“. Þetta var í fyrsta sinn sem tókst að sanna að sjúkdómur í mönnum væri af völdum afbrigðilegs prótíns.



Linus Pauling fékk Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1954 og friðarverðlaun Nóbels árið 1962.

Pauling kom víða við í rannsóknum sínum og hafði hann mikinn áhuga á notkun stórra skammta af vítamínum við meðferð á ýmsum sjúkdómum. Skrifaði hann grein í tímaritið Science 1968 sem hann nefndi “Orthomolecular psychiatry”, þar sem hann kynnti hugmyndir sínar en þessi hugmyndafræði var gagnrýnd mjög harkalega. Pauling var mjög virkur talsmaður þess að nota stóra skammta af C-vítamíni til að fyrirbyggja kvef og við meðferð á krabbameinum. Klínískar rannsóknir á Mayo-sjúkrahúsinu gátu ekki staðfest gagnsemi þessara stóru skammta af C-vítamíni við meðferð á krabbameinum og varð það til þess að áhugi á þessari meðferð lognaðist út af. Þessar deilur voru miklir álitshnekkir fyrir Pauling.

Pauling varð mikill friðarsinni fyrir áhrif frá konu sinni. Pauling hafi verið ópólitískur fram að seinni heimsstyrjöldinni. Í byrjun Manhattan-verkefnisins bauð Oppenheimer honum að vera yfirmaður efnafræðideildarinnar en hann afþakkaði því hann vildi ekki flytja fjölskylduna. Hann vann að ýmsum verkefnum fyrir herinn, þróun sprengiefna og fleira og var veitt viðurkenning fyrir framlag sitt þegar hann hlaut Presidential Medal of Merit. Árið 1946 gekk hann til liðs við Emergency Committee of Atomic Scientists en formaður nefndarinnar var Albert Einstein. Tilgangurinn var að vara almenning við hættunni af þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknir á geislavirku strontium-90 í barnatönnum sýndu 1961 að kjarnorkutilraunir ofanjarðar fælu í sér hættu fyrir heilsu manna vegna geislavirkrar mengunar í mjólk þegar kýrnar átu gras mengað af geislavirkum efnum. Árið 1958 afhentu Pauling og kona hans Sameinuðu þjóðunum áskorun sem undirrituð var af 11.000 vísindamönnum sem fóru fram á að hætta frekari tilraunasprengingum. Þetta ásamt niðurstöðum á rannsóknum á geislamengun í Bandaríkjunum leiddi til þess að kjarnorkutilraunir ofanjarðar voru bannaðar og samkomulag þar að lútandi var undirritað 1963 af John F. Kennedy og Nikita Khrushchev. Pauling hélt áfram störfum í þágu friðar en varð þá fyrir árásum manna sem töldu hann einfeldning sem væri að ganga erinda kommúnista.

Pauling hlaut friðarverðlaun Nóbels 1962 fyrir margþætt störf í þágu friðar í heiminum.

Pauling dó úr krabbameini í blöðruhálskirtli árið 1994.

Linus Pauling hefur hlotið bæði mikið lof og einnig last fyrir störf sín og fjölbreytt framlag til að bæta mannlífið. Pauling fór eigin leiðir og lét ekki háð og fordæmingar samferðamanna hafa mikil áhrif þótt oft hafi vafalítið sviðið undan árásunum. Linus Carl Pauling var fágætt mikilmenni.

Myndir:...