Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Sjá kettir liti í myrkri, ef já hvernig liti?

MBS og ÞV

Eins og fram kemur í öðrum svörum hjá okkur, þá hafa hlutir enga liti í myrkri. Það að einhvers staðar sé myrkur þýðir samkvæmt orðanna hljóðan að alls ekkert ljós er þar á ferð frá neinum ljósgjöfum. Þar er því ekkert að sjá, hvorki liti né annað.

Hitt er svo annað mál sem einnig kemur fram í fyrri svörum að stundum er rökkur kringum okkur. Þá er ekki algert myrkur heldur kemst eitthvert ljós að einhvers staðar frá, til dæmis frá tungli eða stjörnum eða gegnum dyraop, gluggatjöld eða skráargat. Þegar við höfum verið í slíku rökkri nokkra stund þá hafa augu okkar vanist því og við fáum óljósa mynd af hlutunum kringum okkur. Hún er þá án lita vegna þess að við þurfum sterkara ljós til að skynja liti frá hlutum.

Sjón katta er vel þróuð líkt og sjón flestra annarra rándýra. Þeir sjá í þrívídd líkt og við mennirnir, en rannsóknir hafa sýnt að þeir eru þó heldur nærsýnir og taka frekar eftir hlutum sem eru nálægt sér en þeim sem eru í talsverðri fjarlægð.

Í svari sínu við spurningunni Hvernig sjá kettir? segir Jón Már Halldórsson:
Í augum katta eru bæði svokallaðar keilur og stafir. Stafir og keilur eru sérhæfðar frumur sem nema ljós og senda taugaboð upp í heila. Frumurnar eru viðkvæmar og þess vegna stjórna augun því ljósmagni sem berst þeim með því að draga saman ljósopin í birtu og stækka þau í dimmu.

- - -
Stafirnir nýtast köttum í myrkri við það að greina snöggar hreyfingar í umhverfinu en keilurnar nýtast í birtu sérstaklega við greiningu á litum.
Sökum þess hvernig augu katta eru uppbyggð sjá þeir betur en við mennirnir í myrkri en verr í dagsbirtu. Kettir geta séð í allt að sjö sinnum minni birtu heldur en við mannfólkið og eru jafnframt viðkvæmari fyrir mikilli birtu. Sjónsvið katta er einnig ívið víðara en okkar mannanna eða um 200° á móti 180° og er það einkum vegna staðsetningar augnanna í höfðinu.

Kettir virðast geta séð í litum en litasjón þeirra er þó ekki eins þróuð og hjá okkur mannfólkinu. Rannsóknir benda til þess að kettir sjái liti eins og fjólubláan, bláan, grænan og gulan frekar en liti á hinum enda litrófsins eins og rauðan og appelsínugulan. Köttum sýnist rauður vera svartur eða mjög dökkur, en grænn virðist fölgrænn enda liggur grænn við jaðar sjónskynjunar kattarins. Þar sem kettir eru rándýr og eltast við bráð sem fellur yfirleitt vel að umhverfi sínu þurfa þeir ekki mjög mikið á litaskynjun að halda, en virðast hins vegar sjá og skynja hreyfingar þeim mun betur.

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundar

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

12.5.2006

Spyrjandi

Anna Guðmundsdóttir

Tilvísun

MBS og ÞV. „Sjá kettir liti í myrkri, ef já hvernig liti?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5914.

MBS og ÞV. (2006, 12. maí). Sjá kettir liti í myrkri, ef já hvernig liti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5914

MBS og ÞV. „Sjá kettir liti í myrkri, ef já hvernig liti?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5914>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Sjá kettir liti í myrkri, ef já hvernig liti?
Eins og fram kemur í öðrum svörum hjá okkur, þá hafa hlutir enga liti í myrkri. Það að einhvers staðar sé myrkur þýðir samkvæmt orðanna hljóðan að alls ekkert ljós er þar á ferð frá neinum ljósgjöfum. Þar er því ekkert að sjá, hvorki liti né annað.

Hitt er svo annað mál sem einnig kemur fram í fyrri svörum að stundum er rökkur kringum okkur. Þá er ekki algert myrkur heldur kemst eitthvert ljós að einhvers staðar frá, til dæmis frá tungli eða stjörnum eða gegnum dyraop, gluggatjöld eða skráargat. Þegar við höfum verið í slíku rökkri nokkra stund þá hafa augu okkar vanist því og við fáum óljósa mynd af hlutunum kringum okkur. Hún er þá án lita vegna þess að við þurfum sterkara ljós til að skynja liti frá hlutum.

Sjón katta er vel þróuð líkt og sjón flestra annarra rándýra. Þeir sjá í þrívídd líkt og við mennirnir, en rannsóknir hafa sýnt að þeir eru þó heldur nærsýnir og taka frekar eftir hlutum sem eru nálægt sér en þeim sem eru í talsverðri fjarlægð.

Í svari sínu við spurningunni Hvernig sjá kettir? segir Jón Már Halldórsson:
Í augum katta eru bæði svokallaðar keilur og stafir. Stafir og keilur eru sérhæfðar frumur sem nema ljós og senda taugaboð upp í heila. Frumurnar eru viðkvæmar og þess vegna stjórna augun því ljósmagni sem berst þeim með því að draga saman ljósopin í birtu og stækka þau í dimmu.

- - -
Stafirnir nýtast köttum í myrkri við það að greina snöggar hreyfingar í umhverfinu en keilurnar nýtast í birtu sérstaklega við greiningu á litum.
Sökum þess hvernig augu katta eru uppbyggð sjá þeir betur en við mennirnir í myrkri en verr í dagsbirtu. Kettir geta séð í allt að sjö sinnum minni birtu heldur en við mannfólkið og eru jafnframt viðkvæmari fyrir mikilli birtu. Sjónsvið katta er einnig ívið víðara en okkar mannanna eða um 200° á móti 180° og er það einkum vegna staðsetningar augnanna í höfðinu.

Kettir virðast geta séð í litum en litasjón þeirra er þó ekki eins þróuð og hjá okkur mannfólkinu. Rannsóknir benda til þess að kettir sjái liti eins og fjólubláan, bláan, grænan og gulan frekar en liti á hinum enda litrófsins eins og rauðan og appelsínugulan. Köttum sýnist rauður vera svartur eða mjög dökkur, en grænn virðist fölgrænn enda liggur grænn við jaðar sjónskynjunar kattarins. Þar sem kettir eru rándýr og eltast við bráð sem fellur yfirleitt vel að umhverfi sínu þurfa þeir ekki mjög mikið á litaskynjun að halda, en virðast hins vegar sjá og skynja hreyfingar þeim mun betur.

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan....