Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða bílategund er sú mest framleidda í heiminum?

ÍDÞ

Samkvæmt heimsmetabók Guinness hafa yfir 37 milljón eintök verið framleidd af Toyota Corolla, miðað við febrúar árið 2011. Tegundin hefur verið framleidd síðan árið 1966 en ýmsar breytingar hafa þó orðið á bílnum síðan þá en talað er um 10 kynslóðir af honum.

Fyrsta kynslóð Toyota Corolla kom út árið 1966.

Einhverjir vilja meina að Volkswagen-bjallan sé mest framleiddi bíll í heimi enda hafi breytingar á bjöllunni verið smávægilegar miðað við þær breytingar sem hafa orðið á Toyota Corolla. Gamla bjallan var framleidd frá árinu 1938 og allt til 2003 en fjöldinn náði 21 milljón.

Tíunda kynslóð af Toyota Corolla kom út árið 2006. Eins og sjá má er lítið líkt með bílunum annað en tegundaheitið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og myndir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

11.4.2011

Spyrjandi

Sæþór Bragi Ágústsson, f. 1995

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvaða bílategund er sú mest framleidda í heiminum?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59368.

ÍDÞ. (2011, 11. apríl). Hvaða bílategund er sú mest framleidda í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59368

ÍDÞ. „Hvaða bílategund er sú mest framleidda í heiminum?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59368>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða bílategund er sú mest framleidda í heiminum?
Samkvæmt heimsmetabók Guinness hafa yfir 37 milljón eintök verið framleidd af Toyota Corolla, miðað við febrúar árið 2011. Tegundin hefur verið framleidd síðan árið 1966 en ýmsar breytingar hafa þó orðið á bílnum síðan þá en talað er um 10 kynslóðir af honum.

Fyrsta kynslóð Toyota Corolla kom út árið 1966.

Einhverjir vilja meina að Volkswagen-bjallan sé mest framleiddi bíll í heimi enda hafi breytingar á bjöllunni verið smávægilegar miðað við þær breytingar sem hafa orðið á Toyota Corolla. Gamla bjallan var framleidd frá árinu 1938 og allt til 2003 en fjöldinn náði 21 milljón.

Tíunda kynslóð af Toyota Corolla kom út árið 2006. Eins og sjá má er lítið líkt með bílunum annað en tegundaheitið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og myndir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...