Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju mega börn ekki horfa á myndir sem eru bannaðar?

Þórhildur Hagalín

Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í þeim tilgangi samþykkti Alþingi lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum en samkvæmt þeim er bannað að sýna börnum undir lögræðisaldri ofbeldiskvikmyndir og –tölvuleiki, sem og kvikmyndir eða tölvuleiki sem ógna velferð barna. Þá er einnig bönnuð sýning, sala og önnur dreifing á slíku efni til barna sem hafa ekki náð lögræðisaldri, það er að segja barna yngri en 18 ára.

Það er ekki þannig að lögin banni börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki og eru það því ekki börnin sjálf sem brjóta lögin ef þau horfa á „bannaðar myndir“. Lögin skylda hins vegar aðila sem framleiða kvikmyndir eða tölvuleiki, til sýningar eða sölu hér á landi, og aðila sem hafa kvikmyndir eða tölvuleiki til sýningar, leigu, sölu eða annarrar dreifingar í atvinnuskyni hér á landi, til að gæta þess að aðgangur að sýningum og afhending á kvikmyndum og tölvuleikjum sé í samræmi við lög. Í þeim tilgangi þurfa þessir aðilar að meta allar kvikmyndir og tölvuleiki sem ætlaðir eru til sýningar, sölu eða annarrar dreifingar fyrir börn undir lögræðisaldri með tilliti til þess hvort leyfa eða takmarka eigi sýningu, notkun eða afhendingu á slíku efni við tiltekinn aldur.

Í lögunum koma fram eftirfarandi skilgreiningar á efni sem bannað er að sýna börnum og ástæðum þess:

Ofbeldiskvikmynd eða ofbeldistölvuleikur: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og dýrum sem teljast geta haft skaðleg áhrif á sálarlíf barna.

Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.

Það er með öðrum orðum til þess að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur.

Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Með þessu ákvæði er viðurkennd sú staðreynd að innan veggja heimilisins eru það ætíð foreldrar sem ákveða endanlega hvaða tölvuleiki og myndefni börn þeirra sjá, hvort sem er í sjónvarpi eða á myndböndum og mynddiskum. Þannig hafa 15 ára gömul börn engan rétt til að horfa á myndir sem eru bannaðar börnum yngri en 14 ára ef mamma og pabbi eru á annarri skoðun.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Þórhildur Hagalín

Evrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Útgáfudagur

5.1.2015

Spyrjandi

Dagur Hall f. 2001

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Af hverju mega börn ekki horfa á myndir sem eru bannaðar?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2015. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59559.

Þórhildur Hagalín. (2015, 5. janúar). Af hverju mega börn ekki horfa á myndir sem eru bannaðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59559

Þórhildur Hagalín. „Af hverju mega börn ekki horfa á myndir sem eru bannaðar?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2015. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59559>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju mega börn ekki horfa á myndir sem eru bannaðar?
Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í þeim tilgangi samþykkti Alþingi lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum en samkvæmt þeim er bannað að sýna börnum undir lögræðisaldri ofbeldiskvikmyndir og –tölvuleiki, sem og kvikmyndir eða tölvuleiki sem ógna velferð barna. Þá er einnig bönnuð sýning, sala og önnur dreifing á slíku efni til barna sem hafa ekki náð lögræðisaldri, það er að segja barna yngri en 18 ára.

Það er ekki þannig að lögin banni börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki og eru það því ekki börnin sjálf sem brjóta lögin ef þau horfa á „bannaðar myndir“. Lögin skylda hins vegar aðila sem framleiða kvikmyndir eða tölvuleiki, til sýningar eða sölu hér á landi, og aðila sem hafa kvikmyndir eða tölvuleiki til sýningar, leigu, sölu eða annarrar dreifingar í atvinnuskyni hér á landi, til að gæta þess að aðgangur að sýningum og afhending á kvikmyndum og tölvuleikjum sé í samræmi við lög. Í þeim tilgangi þurfa þessir aðilar að meta allar kvikmyndir og tölvuleiki sem ætlaðir eru til sýningar, sölu eða annarrar dreifingar fyrir börn undir lögræðisaldri með tilliti til þess hvort leyfa eða takmarka eigi sýningu, notkun eða afhendingu á slíku efni við tiltekinn aldur.

Í lögunum koma fram eftirfarandi skilgreiningar á efni sem bannað er að sýna börnum og ástæðum þess:

Ofbeldiskvikmynd eða ofbeldistölvuleikur: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og dýrum sem teljast geta haft skaðleg áhrif á sálarlíf barna.

Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.

Það er með öðrum orðum til þess að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur.

Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Með þessu ákvæði er viðurkennd sú staðreynd að innan veggja heimilisins eru það ætíð foreldrar sem ákveða endanlega hvaða tölvuleiki og myndefni börn þeirra sjá, hvort sem er í sjónvarpi eða á myndböndum og mynddiskum. Þannig hafa 15 ára gömul börn engan rétt til að horfa á myndir sem eru bannaðar börnum yngri en 14 ára ef mamma og pabbi eru á annarri skoðun.

Heimildir og mynd:...