Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni?

HMS

Metrakerfið (metric system) er mælikerfi sem fyrst var tekið í notkun í Frakklandi í frönsku stjórnarbyltingunni árið 1795. Það er upphaflega byggt á tveimur grunnstærðum, annars vegar á metra fyrir vegalengdir og hins vegar grammi fyrir massa. Hugmyndin var að búa til staðlaða leið til að lýsa eiginleikum hluta.

'Metri' er kominn af gríska orðinu 'metron' sem þýðir 'mæling'. Upphaflega var metri skilgreindur sem 1/40.000.000 af ummáli jarðar á lengdarbaug sem gekk gegnum París, norðurpól og suðurpól. Grammið var síðan skilgreint út frá metranum og var einn rúmsentimetri vatns af hámarksþéttleika. Nú er metrinn aftur á móti sú vegalengd sem ljós í lofttæmi fer á 1/299.792.458 sekúndum og massaeiningin kílógramm er skilgreind út frá tilteknum hlut sem varðveittur er í Alþjóðlegu stofnuninni fyrir mál og vog í Sèvres í nágrenni Parísar.

Bæði vegalengd og massi spanna vítt svið. Því væri erfitt að nota óbreyttar þessar tvær stærðir, metra og gramm, til dæmis til að lýsa bæði hæð minnsta hunds í heimi (0,0635 m) og vegalengd til stjörnuþokunnar Andrómedu (18.921.600.000.000.000.000.000 m), eða þyngd léttasta spendýrsins, hunangsblökunnar (2 g), og massa jarðarinnar (5.980.000.000.000.000.000.000.000.000 g). Menn brugðu því á það ráð að bæta við forskeytum sem gefa til kynna með hvaða tölu skuli margfalda til að fá út vegalengd í metrum eða massa í grömmum.

MargfaldariNafnMerkiMargfaldariNafnMerki
1024yottaY10-1desid
1021zettaZ10-2sentic
1018exaE10-3millim
1015petaP10-6míkróµ
1012teraT10-9nanón
109gígaG10-12píkóp
106megaM10-15femtóf
103kílók10-18attóa
102hektóh10-21zeptóz
101dekada10-24yoktóy

Í töflunni hér fyrir ofan má sjá forskeytin, ásamt margföldunarstuðlum, sem notuð eru í alþjóðlega einingakerfinu (SI) sem varð til út frá upprunalega metrakerfinu. Forskeytin eru aðallega fengin úr grísku og latínu.

Stærsta foskeytið, 'yotta', er komið af gríska orðinu 'okto' sem merkir 'átta', og vísar til þess að margfaldari yotta er 10008 eða þúsund í áttunda veldi. Á sama hátt eru 'zetta', 'exa' og 'peta' dregin af grísku orðunum fyrir 'sjö', 'sex' og 'fimm'. 'Tera' líkist gríska orðinu 'tetra', sem merkir 'fjórir', en er þó dregið af grísku orði sem merkir 'skrímsli'. 'Giga' kemur sömuleiðis af gríska orðinu yfir 'risa', og 'mega' kemur af grísku orði sem þýðir 'mikill'. 'Khilioi', 'hekaton' og 'deka' eru grísku orðin fyrir þúsund, hundrað og tíu, og því gefur merking 'kíló', 'hektó' og 'deka' margföldunarstuðul þeirra til kynna.

Næstu fimm forskeyti koma úr latínu. 'Desi' er dregið af 'decimus' sem merkir 'tíund', 'senti' er af 'centum' eða 'hundrað' og 'milli' er komið af 'mille' sem þýðir 'þúsund'. 'Míkró' er dregið af latneska orðinu 'mikros' sem þýðir 'lítill' og 'nanó' merkir 'dvergur'.

Þau forskeyti sem enn eru óupptalin koma úr hinum ýmsu tungumálum. 'Píkó' er spænska og merkir 'goggur' eða 'smálegt'. 'Femtó' líkist orðinu 'fimmtán' í mörgum norðurlandamálum, 'attó' er eins og hið danska 'atten' eða 'átján', 'zeptó' líkist franska orðinu 'sept' eða latneska orðinu 'septem', sem hvort um sig merkir 'sjö', og 'yoktó' er eins og gríska orðið 'októ', eða 'átta'.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir

  • Íslenska alfræðiorðabókin (2. bindi). 1988. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Metric system. Encyclopædia Britannica Online.
  • Metric system. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • SI prefix. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

24.5.2006

Spyrjandi

Jón Finnbogason
Guðmundur Gunnar, f. 1991

Tilvísun

HMS. „Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5972.

HMS. (2006, 24. maí). Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5972

HMS. „Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5972>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni?
Metrakerfið (metric system) er mælikerfi sem fyrst var tekið í notkun í Frakklandi í frönsku stjórnarbyltingunni árið 1795. Það er upphaflega byggt á tveimur grunnstærðum, annars vegar á metra fyrir vegalengdir og hins vegar grammi fyrir massa. Hugmyndin var að búa til staðlaða leið til að lýsa eiginleikum hluta.

'Metri' er kominn af gríska orðinu 'metron' sem þýðir 'mæling'. Upphaflega var metri skilgreindur sem 1/40.000.000 af ummáli jarðar á lengdarbaug sem gekk gegnum París, norðurpól og suðurpól. Grammið var síðan skilgreint út frá metranum og var einn rúmsentimetri vatns af hámarksþéttleika. Nú er metrinn aftur á móti sú vegalengd sem ljós í lofttæmi fer á 1/299.792.458 sekúndum og massaeiningin kílógramm er skilgreind út frá tilteknum hlut sem varðveittur er í Alþjóðlegu stofnuninni fyrir mál og vog í Sèvres í nágrenni Parísar.

Bæði vegalengd og massi spanna vítt svið. Því væri erfitt að nota óbreyttar þessar tvær stærðir, metra og gramm, til dæmis til að lýsa bæði hæð minnsta hunds í heimi (0,0635 m) og vegalengd til stjörnuþokunnar Andrómedu (18.921.600.000.000.000.000.000 m), eða þyngd léttasta spendýrsins, hunangsblökunnar (2 g), og massa jarðarinnar (5.980.000.000.000.000.000.000.000.000 g). Menn brugðu því á það ráð að bæta við forskeytum sem gefa til kynna með hvaða tölu skuli margfalda til að fá út vegalengd í metrum eða massa í grömmum.

MargfaldariNafnMerkiMargfaldariNafnMerki
1024yottaY10-1desid
1021zettaZ10-2sentic
1018exaE10-3millim
1015petaP10-6míkróµ
1012teraT10-9nanón
109gígaG10-12píkóp
106megaM10-15femtóf
103kílók10-18attóa
102hektóh10-21zeptóz
101dekada10-24yoktóy

Í töflunni hér fyrir ofan má sjá forskeytin, ásamt margföldunarstuðlum, sem notuð eru í alþjóðlega einingakerfinu (SI) sem varð til út frá upprunalega metrakerfinu. Forskeytin eru aðallega fengin úr grísku og latínu.

Stærsta foskeytið, 'yotta', er komið af gríska orðinu 'okto' sem merkir 'átta', og vísar til þess að margfaldari yotta er 10008 eða þúsund í áttunda veldi. Á sama hátt eru 'zetta', 'exa' og 'peta' dregin af grísku orðunum fyrir 'sjö', 'sex' og 'fimm'. 'Tera' líkist gríska orðinu 'tetra', sem merkir 'fjórir', en er þó dregið af grísku orði sem merkir 'skrímsli'. 'Giga' kemur sömuleiðis af gríska orðinu yfir 'risa', og 'mega' kemur af grísku orði sem þýðir 'mikill'. 'Khilioi', 'hekaton' og 'deka' eru grísku orðin fyrir þúsund, hundrað og tíu, og því gefur merking 'kíló', 'hektó' og 'deka' margföldunarstuðul þeirra til kynna.

Næstu fimm forskeyti koma úr latínu. 'Desi' er dregið af 'decimus' sem merkir 'tíund', 'senti' er af 'centum' eða 'hundrað' og 'milli' er komið af 'mille' sem þýðir 'þúsund'. 'Míkró' er dregið af latneska orðinu 'mikros' sem þýðir 'lítill' og 'nanó' merkir 'dvergur'.

Þau forskeyti sem enn eru óupptalin koma úr hinum ýmsu tungumálum. 'Píkó' er spænska og merkir 'goggur' eða 'smálegt'. 'Femtó' líkist orðinu 'fimmtán' í mörgum norðurlandamálum, 'attó' er eins og hið danska 'atten' eða 'átján', 'zeptó' líkist franska orðinu 'sept' eða latneska orðinu 'septem', sem hvort um sig merkir 'sjö', og 'yoktó' er eins og gríska orðið 'októ', eða 'átta'.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir

  • Íslenska alfræðiorðabókin (2. bindi). 1988. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Metric system. Encyclopædia Britannica Online.
  • Metric system. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • SI prefix. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • ...