Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort átt er við hæð eða rúmmál þegar spurt er um stærsta eldfjall í heimi, eða jafnvel hvaða eldfjöll gjósa mest, en hér er gengið út frá því að átt sé við hæðina.

Hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbotnsskorpa sekkur undir meginlandsskorpu eins og lesa má í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvernig myndast fellingafjöll?

Listinn yfir fimm hæstu eldfjöll heims er eftirfarandi:

EldfjallLandHæð yfirsjávarmáli (m)

Nevados Ojos del SaladoSíle/Argentína6887

LlullaillacoSíle/Argentína6739

TipasArgentína6660

Nevado de IncahuasiSíle/Argentína6621

Nevado del SajamaBólivía6542

Llullaillaco, næsthæsta eldfjall í heimi.

Af þessum eldfjöllum eru aðeins til ritaðar heimildir um gos í Llullaillaco en þar gaus síðast árið 1877. Þó ekki séu skrásettar heimildir um gos í Nevados Ojos del Salado er talið að það hafi gosið síðast fyrir um 1000-1500 árum. Talið er að hin fjöllin á listanum hafi gosið á nútíma (holocene), það er á síðustu 10.000 árum.

Nánar er fjallað um þetta í svari sama höfundar við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi?

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um eldfjöll, til dæmis:Hvað eru til mörg eldfjöll? eftir EDSHvaða eldfjall hefur gosið oftast í heiminum? eftir Ulriku Andersson

Hvaða eldfjall hefur gosið mest? eftir Sigurð Steinþórsson

Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki? eftir Ármann Höskuldsson

Hvers vegna koma eldgos? eftir ÍDÞ

Heimild: Global Volcanism Program

Mynd:

Wikipedia - Llullaillaco. Sótt 16.6.2011

Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Tobbi Jósepsson

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011. Sótt 31. maí 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=59819.

EDS. (2011, 23. maí). Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59819

EDS. „Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 31. maí. 2016. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59819>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Afmæli

Fyrsta afmælishald sem þekkt er fór fram á afmælisdögum konunga og annarra leiðtoga við Miðjarðarhaf en þar komust menn fyrst upp á lagið með nákvæma tímatalsútreikninga. Afmælishald meðal alþýðu manna á sér hins vegar hvergi langa sögu. Á þýsku menningarsvæði varð það ekki almennt fyrr en nokkuð var liðið á 20. öld, þótt það þekktist fyrr. Á Íslandi sést naumast minnst á afmæli fyrr en á 18. öld.