Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi?

EDS

Ekki er alveg ljóst hvort átt er við hæð eða rúmmál þegar spurt er um stærsta eldfjall í heimi, eða jafnvel hvaða eldfjöll gjósa mest, en hér er gengið út frá því að átt sé við hæðina.

Hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbotnsskorpa sekkur undir meginlandsskorpu eins og lesa má í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvernig myndast fellingafjöll?

Listinn yfir fimm hæstu eldfjöll heims er eftirfarandi:

Eldfjall Land Hæð yfir sjávarmáli (m)
Nevados Ojos del Salado Síle/Argentína 6887
Llullaillaco Síle/Argentína 6739
Tipas Argentína 6660
Nevado de Incahuasi Síle/Argentína 6621
Nevado del Sajama Bólivía 6542

Llullaillaco, næsthæsta eldfjall í heimi.

Af þessum eldfjöllum eru aðeins til ritaðar heimildir um gos í Llullaillaco en þar gaus síðast árið 1877. Þó ekki séu skrásettar heimildir um gos í Nevados Ojos del Salado er talið að það hafi gosið síðast fyrir um 1000-1500 árum. Talið er að hin fjöllin á listanum hafi gosið á nútíma (holocene), það er á síðustu 10.000 árum.

Nánar er fjallað um þetta í svari sama höfundar við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi?

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Tobbi Jósepsson

Tilvísun

EDS. „Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59819.

EDS. (2011, 23. maí). Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59819

EDS. „Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59819>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi?
Ekki er alveg ljóst hvort átt er við hæð eða rúmmál þegar spurt er um stærsta eldfjall í heimi, eða jafnvel hvaða eldfjöll gjósa mest, en hér er gengið út frá því að átt sé við hæðina.

Hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbotnsskorpa sekkur undir meginlandsskorpu eins og lesa má í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvernig myndast fellingafjöll?

Listinn yfir fimm hæstu eldfjöll heims er eftirfarandi:

Eldfjall Land Hæð yfir sjávarmáli (m)
Nevados Ojos del Salado Síle/Argentína 6887
Llullaillaco Síle/Argentína 6739
Tipas Argentína 6660
Nevado de Incahuasi Síle/Argentína 6621
Nevado del Sajama Bólivía 6542

Llullaillaco, næsthæsta eldfjall í heimi.

Af þessum eldfjöllum eru aðeins til ritaðar heimildir um gos í Llullaillaco en þar gaus síðast árið 1877. Þó ekki séu skrásettar heimildir um gos í Nevados Ojos del Salado er talið að það hafi gosið síðast fyrir um 1000-1500 árum. Talið er að hin fjöllin á listanum hafi gosið á nútíma (holocene), það er á síðustu 10.000 árum.

Nánar er fjallað um þetta í svari sama höfundar við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi?

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....