Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju nennir fólk að læra svona mikið?

HMS

Auðvitað nenna ekki allir að læra mikið, en allmargir eru það þó. Þetta sést glöggt á þeim gífurlega fjölda heimsókna sem Vísindavefurinn fær í hverri viku. Hvað drífur þetta fólk áfram?

Eflaust eru ástæðurnar margar og margþættar. Sumir læra aðallega af skyldurækni, til dæmis til að fá klapp á bakið eða sleppa við tuð og skammir. Peningar, virðing og völd geta líka verið sterkir hvatar; að jafnaði fær vel menntað fólk hærri laun, kemst fremur í valdastöður og nýtur oft virðingar í samfélaginu.


Margir læra af þeirri einföldu ástæðu að það er svo skemmtilegt!

Enn er ótalin ein ástæða; mörgum finnst hreinlega gaman að læra! En af hverju? Hvernig getur nokkuð verið svo skemmtilegt að sumt fólk nenni að sitja á skólabekk í yfir tuttugu ár, jafnvel til að nema grein sem er bæði erfið og gefur ekki mikið í aðra hönd?

Eflaust er hluti skýringarinnar að mönnum virðist að nokkru leyti vera eðlislægt að vera forvitnir; að vilja vita meira um hluti sem ekki eru ljósir; að pæla, spá og spekúlera. Með tímanum leiðir þessi forvitni til þess að við náum betri tökum á tilverunni.

Annar hluti skýringarinnar gæti svo verið það sem félagssálfræðingar kalla áreynsluréttlætingu (e. effort justification). Hugtakið vísar til þess að fólk kann yfirleitt betur að meta hluti ef það hefur þurft að hafa mikið fyrir þeim. Fari fólk í langt og strangt nám vill það oft réttlæta fyrir sjálfu sér af hverju í ósköpunum það hafi lagt svona mikið á sig; skýringin sem það gefur sér gæti þá orðið: Af því þetta var svo rosalega gaman!

Heimild og mynd

  • Hogg, M. A. og Vaughan, G. M. (2002). Social psychology (3. útgáfa). Essex: Pearson Prentice Hall.
  • Myndin er af síðunni 2 girls studying. Syracuse University.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

30.5.2006

Spyrjandi

Viktor Sveinsson, f. 1993

Tilvísun

HMS. „Af hverju nennir fólk að læra svona mikið?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5982.

HMS. (2006, 30. maí). Af hverju nennir fólk að læra svona mikið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5982

HMS. „Af hverju nennir fólk að læra svona mikið?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5982>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju nennir fólk að læra svona mikið?
Auðvitað nenna ekki allir að læra mikið, en allmargir eru það þó. Þetta sést glöggt á þeim gífurlega fjölda heimsókna sem Vísindavefurinn fær í hverri viku. Hvað drífur þetta fólk áfram?

Eflaust eru ástæðurnar margar og margþættar. Sumir læra aðallega af skyldurækni, til dæmis til að fá klapp á bakið eða sleppa við tuð og skammir. Peningar, virðing og völd geta líka verið sterkir hvatar; að jafnaði fær vel menntað fólk hærri laun, kemst fremur í valdastöður og nýtur oft virðingar í samfélaginu.


Margir læra af þeirri einföldu ástæðu að það er svo skemmtilegt!

Enn er ótalin ein ástæða; mörgum finnst hreinlega gaman að læra! En af hverju? Hvernig getur nokkuð verið svo skemmtilegt að sumt fólk nenni að sitja á skólabekk í yfir tuttugu ár, jafnvel til að nema grein sem er bæði erfið og gefur ekki mikið í aðra hönd?

Eflaust er hluti skýringarinnar að mönnum virðist að nokkru leyti vera eðlislægt að vera forvitnir; að vilja vita meira um hluti sem ekki eru ljósir; að pæla, spá og spekúlera. Með tímanum leiðir þessi forvitni til þess að við náum betri tökum á tilverunni.

Annar hluti skýringarinnar gæti svo verið það sem félagssálfræðingar kalla áreynsluréttlætingu (e. effort justification). Hugtakið vísar til þess að fólk kann yfirleitt betur að meta hluti ef það hefur þurft að hafa mikið fyrir þeim. Fari fólk í langt og strangt nám vill það oft réttlæta fyrir sjálfu sér af hverju í ósköpunum það hafi lagt svona mikið á sig; skýringin sem það gefur sér gæti þá orðið: Af því þetta var svo rosalega gaman!

Heimild og mynd

  • Hogg, M. A. og Vaughan, G. M. (2002). Social psychology (3. útgáfa). Essex: Pearson Prentice Hall.
  • Myndin er af síðunni 2 girls studying. Syracuse University.
...