Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað eru sakamál?

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

Hinn 1. janúar 2009 tóku gildi ný lög um sakamál nr. 88/2008, og koma þau í stað laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Segir í 1. mgr. 1. gr. nýju laganna:
Þau mál öll, sem handhafar ákæruvalds höfða til refsingar lögum samkvæmt, skulu sæta meðferð eftir ákvæðum laga þessara nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum.


Sakamál eru mál sem höfðuð eru af hinu opinbera, nánar tiltekið ákæruvaldinu, á hendur einstaklingum eða lögaðilum til refsingar. Þetta eru svokölluð opinber mál og eru rekin samkvæmt ákvæðum laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála (hér eftir skammstafað oml).

Samkvæmt I. kafla þeirra laga skilgreinast opinber mál sem;
þau mál öll, sem handhafar ríkisvaldsins höfða til refsingar lögum samkvæmt
Í 2. og 3. gr. laganna eru talin upp fleiri mál sem teljast einnig til opinberra mála, en þau verða varla talin sakamál samkvæmt merkingu hugtaksins “sök” sem fjallað er um hér á eftir. Einkamál eru svo skilgreind sem öll mál önnur en þau sem eru talin upp í I. kafla oml.

Einkamál eru höfðuð af einstaklingum eða lögaðilum á hendur öðrum einstaklingum eða lögaðilum og eru rekin samkvæmt lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Hið opinbera og stofnanir þess geta verið aðilar einkamáls líkt og aðrir lögaðilar.

Telji einstaklingur annan hafa brotið á sér eða öðrum þannig að refsivert er, getur hann kært þá háttsemi til lögreglu. Ríkissaksóknari skal jafnframt, eftir því sem unnt er, fylgjast með því að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum, samanber 27. gr. oml. Með ákæruvald á Íslandi fara ríkissaksóknari og lögreglustjórar samkvæmt 25. gr. oml.

Hefst þá rannsókn máls samkvæmt lögunum og telji ákæruvaldið það sem fram er komið í málinu nægilegt eða líklegt til sakfellingar er höfðað mál á hendur viðkomandi aðilum með útgáfu ákæru samkvæmt 112. og 116. gr. oml. Í 113. gr. laganna eru talin upp þau atriði sem veita ákæruvaldinu heimild til að falla frá saksókn.

Orðið sök getur haft margskonar merkingu, en í lögfræði er almennt talað um sök þegar átt er við þau skilyrði sem lög og viðurkenndar mannréttindareglur setja fyrir því að mönnum verði refsað fyrir athafnir sínar, en það eru ásetningur eða gáleysi. Samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 telst verknaður ekki saknæmur, það er ekki refsiverður, nema hann sé unninn af ásetningi eða gáleysi. Jafnframt eru sett fram ákveðin skilyrði um refsingar fyrir gáleysisbrot.

Sakborningur telst vera sá sem grunaður er um að hafa framið refsiverðan verknað, það er viðhaft háttsemi annaðhvort af ásetningi eða gáleysi sem er refsiverð samkvæmt hegningarlögum eða sérrefsilögum á borð við vopnalög eða lög um ávana- og fíkniefni. Ýmis önnur orð eru notuð yfir sakborning eftir því hver staða máls er hverju sinni. Er því til dæmis talað um ákærða eftir að ákæra hefur verið gefin út á hendur honum, og dómfellda ef að hann hefur verið dæmdur sekur.

Réttarstaða sakbornings er á margan hátt önnur og betri en annarra sem koma við sögu við rannsókn og meðferð sakamála, svo sem vitna. Hin ýmsu réttindi sakbornings og verjanda hans eru talin upp í VI. kafla laga um opinber mál, en sú upptalning er þó ekki álitin tæmandi. Dæmi um réttindi sem sakborningur hefur umfram til dæmis réttindi vitnis er réttur á að fá upplýsingar um kæruefni samanber 1. mgr. 32. gr. oml. og 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var á Íslandi með lögumnr. 62/1994. Annað dæmi er réttur sakbornings til að neita að svara spurningum sem varða refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök, samkvæmt 3. mgr. 32. gr. oml.

Höfundur

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

doktorsnemi í mannréttindalögfræði við háskólann í Strassborg

Útgáfudagur

21.6.2006

Spyrjandi

Sólveig Dögg

Tilvísun

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Hvað eru sakamál?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6028.

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. (2006, 21. júní). Hvað eru sakamál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6028

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Hvað eru sakamál?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6028>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru sakamál?
Hinn 1. janúar 2009 tóku gildi ný lög um sakamál nr. 88/2008, og koma þau í stað laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Segir í 1. mgr. 1. gr. nýju laganna:

Þau mál öll, sem handhafar ákæruvalds höfða til refsingar lögum samkvæmt, skulu sæta meðferð eftir ákvæðum laga þessara nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum.


Sakamál eru mál sem höfðuð eru af hinu opinbera, nánar tiltekið ákæruvaldinu, á hendur einstaklingum eða lögaðilum til refsingar. Þetta eru svokölluð opinber mál og eru rekin samkvæmt ákvæðum laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála (hér eftir skammstafað oml).

Samkvæmt I. kafla þeirra laga skilgreinast opinber mál sem;
þau mál öll, sem handhafar ríkisvaldsins höfða til refsingar lögum samkvæmt
Í 2. og 3. gr. laganna eru talin upp fleiri mál sem teljast einnig til opinberra mála, en þau verða varla talin sakamál samkvæmt merkingu hugtaksins “sök” sem fjallað er um hér á eftir. Einkamál eru svo skilgreind sem öll mál önnur en þau sem eru talin upp í I. kafla oml.

Einkamál eru höfðuð af einstaklingum eða lögaðilum á hendur öðrum einstaklingum eða lögaðilum og eru rekin samkvæmt lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Hið opinbera og stofnanir þess geta verið aðilar einkamáls líkt og aðrir lögaðilar.

Telji einstaklingur annan hafa brotið á sér eða öðrum þannig að refsivert er, getur hann kært þá háttsemi til lögreglu. Ríkissaksóknari skal jafnframt, eftir því sem unnt er, fylgjast með því að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum, samanber 27. gr. oml. Með ákæruvald á Íslandi fara ríkissaksóknari og lögreglustjórar samkvæmt 25. gr. oml.

Hefst þá rannsókn máls samkvæmt lögunum og telji ákæruvaldið það sem fram er komið í málinu nægilegt eða líklegt til sakfellingar er höfðað mál á hendur viðkomandi aðilum með útgáfu ákæru samkvæmt 112. og 116. gr. oml. Í 113. gr. laganna eru talin upp þau atriði sem veita ákæruvaldinu heimild til að falla frá saksókn.

Orðið sök getur haft margskonar merkingu, en í lögfræði er almennt talað um sök þegar átt er við þau skilyrði sem lög og viðurkenndar mannréttindareglur setja fyrir því að mönnum verði refsað fyrir athafnir sínar, en það eru ásetningur eða gáleysi. Samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 telst verknaður ekki saknæmur, það er ekki refsiverður, nema hann sé unninn af ásetningi eða gáleysi. Jafnframt eru sett fram ákveðin skilyrði um refsingar fyrir gáleysisbrot.

Sakborningur telst vera sá sem grunaður er um að hafa framið refsiverðan verknað, það er viðhaft háttsemi annaðhvort af ásetningi eða gáleysi sem er refsiverð samkvæmt hegningarlögum eða sérrefsilögum á borð við vopnalög eða lög um ávana- og fíkniefni. Ýmis önnur orð eru notuð yfir sakborning eftir því hver staða máls er hverju sinni. Er því til dæmis talað um ákærða eftir að ákæra hefur verið gefin út á hendur honum, og dómfellda ef að hann hefur verið dæmdur sekur.

Réttarstaða sakbornings er á margan hátt önnur og betri en annarra sem koma við sögu við rannsókn og meðferð sakamála, svo sem vitna. Hin ýmsu réttindi sakbornings og verjanda hans eru talin upp í VI. kafla laga um opinber mál, en sú upptalning er þó ekki álitin tæmandi. Dæmi um réttindi sem sakborningur hefur umfram til dæmis réttindi vitnis er réttur á að fá upplýsingar um kæruefni samanber 1. mgr. 32. gr. oml. og 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var á Íslandi með lögumnr. 62/1994. Annað dæmi er réttur sakbornings til að neita að svara spurningum sem varða refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök, samkvæmt 3. mgr. 32. gr. oml....