Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Dvergur er oftast skilgreindur sem einstaklingur sem er lægri en 147 cm á fullorðinsaldri. Ensku orðin "dwarf", "midget" og "pygmy" eru öll þýdd með íslenska orðinu dvergur. Til eru orðin skógardvergur og dvergsvertingi yfir þá sem nefnast pygmy á ensku og einnig er orðið íslenskað sem pygmýi.

Brjóskkyrkingur er ein algengasta orsök dvergvaxtar. Útlimir eru þá óeðlilega stuttir miðað við búk.

Dvergvöxtur getur stafað af um 200 mismunandi læknisfræðilegum orsökum og þess vegna eru einkenni og eiginleikar dverga mjög mismunandi. Það að vera lítill er í sjálfu sér ekki sjúkdómur. Það fer eftir undirliggjandi orsök dvergvaxtarins hvort hlutföll mismunandi líkamshluta eru eins og hjá fólki af venjulegri hæð. Hjá sumum dvergum er eðlilegt samræmi milli líkamshluta en hjá öðrum eru óeðlileg hlutföll milli líkamshluta. Áður fyrr voru dvergar sem höfðu eðlileg hlutföll hinna ýmsu líkamshluta kallaðir "midgets" á ensku en þetta hugtak er nú talið frekar niðrandi.

Í um 70% tilfella stafar dvergvöxtur af brjóskkyrkingi (e. achondroplasia) sem ríkjandi stökkbreyting í geni á líkamslitningi veldur. Í flestum tilfellum þeirra eða 85% er stökkbreytingin stakstæð og oft tengd háum aldri föður (eldri en 35 ára) en hún getur einnig erfst frá foreldri með kvillann. Talið er að barn sem erfir stökkbreytta genið frá báðum foreldrum deyi á fósturskeiði eða fljótlega eftir fæðingu. Ef báðir foreldrar eru dvergvaxnir af þessum orsökum eru 50% líkur á að barn þeirra verði það einnig, 25% líkur á að barnið deyi skömmu eftir fæðingu og 25% líkur á að það nái eðlilegri hæð.

Stökkbreytingin leiðir til þess að myndun brjósks verður óeðlileg og kemur hún fram í afmyndaðri beinagrind með stóru höfði miðað við aðra líkamshluta, stuttum útlimum og breiðum höndum með stuttum kjúkum, svo dæmi um einkenni séu nefnd. Meðalhæð fullorðins fólks með þennan dvergvöxt er 131 cm.

Pygmýar eru hópar fólks þar sem fullorðnir karlmenn ná ekki 150 cm hæð. Pygmýar finnast víða í Mið-Afríku og Ástralíu.

Hugtakið "pygmy" er notað yfir heila kynþætti manna sem eru dvergvaxnir. Mannfræðingar skilgreina hópa manna þar sem fullorðnir karlmenn ná ekki 150 cm hæð sem dverga (pygmýa). Slíkir kynþættir finnast víða í Mið-Afríku og Ástralíu. Pygmýar eru til dæmis 5-10% af íbúum Lýðveldisins Kongó. Talið er víst að náttúruval hafi leitt til þessarar þróunar en pygmýar lifa langflestir í regnskógum og mynda veiðimanna- og safnarasamfélög. Ekki er vitað með vissu hvaða gen koma við sögu í þessari þróun en þau virðast tengjast efnaskiptum skjaldkirtilshormónsins þýroxíns sem er nauðsynlegt fyrir vöxt. Pygmýar virðast hafa aðlagast joðsnauðu fæði en joð er nauðsynlegt fyrir myndun þýroxíns. Talið er líklegast að dvergvöxtur þeirra sé aðlögun að almennum joðskorti sem einkennir líf í regnskógum.

Heimildir og myndir:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hver er skilgreiningin á dvergi? Snýst það aðeins um hæð (hvar liggja mörkin) eða þarf meira til? Enn fremur, hver er munurinn á dwarf og midget? Og hvað er pygmy? Eru til mismunandi íslensk orð yfir allt þetta?

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað þarf fólk að vera lítið til að teljast vera dvergur?
  • Hvað getið þið sagt mér um dvergvöxt? Er hann víkjandi eða ríkjandi?
  • Ef tveir dvergar eignast saman barn, verður barnið þá dvergur ?
  • Hvað getið þið sagt okkur um dverga? Til dæmis orsakir, algengustu gerðir og þess háttar.

Höfundur

Útgáfudagur

10.1.2012

Spyrjandi

Gestur Gunnarsson, Hólmfríður María Þórarinsdóttir, Ásthildur Jóhannsdóttir, Sigurður Arinbjarnason, Sigurlaug Friðþjófsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2012. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60460.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 10. janúar). Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60460

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2012. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60460>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy?
Dvergur er oftast skilgreindur sem einstaklingur sem er lægri en 147 cm á fullorðinsaldri. Ensku orðin "dwarf", "midget" og "pygmy" eru öll þýdd með íslenska orðinu dvergur. Til eru orðin skógardvergur og dvergsvertingi yfir þá sem nefnast pygmy á ensku og einnig er orðið íslenskað sem pygmýi.

Brjóskkyrkingur er ein algengasta orsök dvergvaxtar. Útlimir eru þá óeðlilega stuttir miðað við búk.

Dvergvöxtur getur stafað af um 200 mismunandi læknisfræðilegum orsökum og þess vegna eru einkenni og eiginleikar dverga mjög mismunandi. Það að vera lítill er í sjálfu sér ekki sjúkdómur. Það fer eftir undirliggjandi orsök dvergvaxtarins hvort hlutföll mismunandi líkamshluta eru eins og hjá fólki af venjulegri hæð. Hjá sumum dvergum er eðlilegt samræmi milli líkamshluta en hjá öðrum eru óeðlileg hlutföll milli líkamshluta. Áður fyrr voru dvergar sem höfðu eðlileg hlutföll hinna ýmsu líkamshluta kallaðir "midgets" á ensku en þetta hugtak er nú talið frekar niðrandi.

Í um 70% tilfella stafar dvergvöxtur af brjóskkyrkingi (e. achondroplasia) sem ríkjandi stökkbreyting í geni á líkamslitningi veldur. Í flestum tilfellum þeirra eða 85% er stökkbreytingin stakstæð og oft tengd háum aldri föður (eldri en 35 ára) en hún getur einnig erfst frá foreldri með kvillann. Talið er að barn sem erfir stökkbreytta genið frá báðum foreldrum deyi á fósturskeiði eða fljótlega eftir fæðingu. Ef báðir foreldrar eru dvergvaxnir af þessum orsökum eru 50% líkur á að barn þeirra verði það einnig, 25% líkur á að barnið deyi skömmu eftir fæðingu og 25% líkur á að það nái eðlilegri hæð.

Stökkbreytingin leiðir til þess að myndun brjósks verður óeðlileg og kemur hún fram í afmyndaðri beinagrind með stóru höfði miðað við aðra líkamshluta, stuttum útlimum og breiðum höndum með stuttum kjúkum, svo dæmi um einkenni séu nefnd. Meðalhæð fullorðins fólks með þennan dvergvöxt er 131 cm.

Pygmýar eru hópar fólks þar sem fullorðnir karlmenn ná ekki 150 cm hæð. Pygmýar finnast víða í Mið-Afríku og Ástralíu.

Hugtakið "pygmy" er notað yfir heila kynþætti manna sem eru dvergvaxnir. Mannfræðingar skilgreina hópa manna þar sem fullorðnir karlmenn ná ekki 150 cm hæð sem dverga (pygmýa). Slíkir kynþættir finnast víða í Mið-Afríku og Ástralíu. Pygmýar eru til dæmis 5-10% af íbúum Lýðveldisins Kongó. Talið er víst að náttúruval hafi leitt til þessarar þróunar en pygmýar lifa langflestir í regnskógum og mynda veiðimanna- og safnarasamfélög. Ekki er vitað með vissu hvaða gen koma við sögu í þessari þróun en þau virðast tengjast efnaskiptum skjaldkirtilshormónsins þýroxíns sem er nauðsynlegt fyrir vöxt. Pygmýar virðast hafa aðlagast joðsnauðu fæði en joð er nauðsynlegt fyrir myndun þýroxíns. Talið er líklegast að dvergvöxtur þeirra sé aðlögun að almennum joðskorti sem einkennir líf í regnskógum.

Heimildir og myndir:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hver er skilgreiningin á dvergi? Snýst það aðeins um hæð (hvar liggja mörkin) eða þarf meira til? Enn fremur, hver er munurinn á dwarf og midget? Og hvað er pygmy? Eru til mismunandi íslensk orð yfir allt þetta?

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað þarf fólk að vera lítið til að teljast vera dvergur?
  • Hvað getið þið sagt mér um dvergvöxt? Er hann víkjandi eða ríkjandi?
  • Ef tveir dvergar eignast saman barn, verður barnið þá dvergur ?
  • Hvað getið þið sagt okkur um dverga? Til dæmis orsakir, algengustu gerðir og þess háttar.
  • ...