Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er til einhver tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni?

Ritstjórn Vísindavefsins

Það vill svo skemmtilega til að Vísindavefurinn er nýbúinn að gefa út bókina Leiðarvísir með börnum sem framvegis mun fylgja með öllum börnum við fæðingu, en í henni er einmitt fjallað um þetta mikilvæga málefni! Við birtum hér útdrátt úr kaflanum „Tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni“.

Tæki og áhöld

  • Skiptiborð
  • Hrein bleia
  • Blautþurrkur
  • Plastpoki
  • Ungabarn með óhreina bleiu

Framkvæmd

Ungabarn með óhreina bleiu er tekið og sett á skiptiborð. Kúkableian er fjarlægð með því að losa flipana tvo sitt hvoru megin á henni. Gott er að bera einhvers konar hlífðarbúnað, svo sem gasgrímu, til að verjast eitruðum gufum. Einnig geta gúmmíhanskar komið að góðu gagni á þessu stigi.

Vefjið kúkableiunni saman og lokið henni með flipunum. Varist þau algengu mistök að láta óhreinu hliðina snúa út. Setjið bleiuna í plastpoka til þess að koma í veg fyrir að lyktin úr ruslinu verði of mikil. Gott er að halda bleiunni frá líkamanum með útréttri hendi til að hlífa nefinu.

Þurrkið bossann varlega með blautþurrkum. Lyftið honum upp ef þarf með því að grípa um báða fætur barnsins. Ekki er þó talið gott að láta barnið dangla á hvolfi, og það varðar við lög að missa það á gólfið úr þeirri stellingu. Setjið óhreinu þurrkurnar líka í plastpokann, lokið honum vandlega og hendið í ruslið, helst í tunnuna úti, þegar öllum skiptiaðgerðum er lokið. Óhreinar bleiur geta reynst öflugt tæki í baráttu við stirða nágranna og því má einnig íhuga að losa sig við þær í tunnunni í næsta húsi.

Erfiðasti hluti ferlisins er líklega að setja hreina bleiu á barnið. Til að glöggva sig betur á þessu stigi er gott að skoða skýringarmyndir hér fyrir neðan.


Bleian skal sett á bossann og fest að framan með flipunum tveimur (sjá 1. mynd). Hún skal sitja þétt en þó þannig að hægt sé að koma tveimur fingrum á milli barns og bleiu.

Ekki skal setja bleiur á aðra líkamshluta barns þar sem það getur valdið aukaverkunum, svo sem sjóntruflunum (sjá 2. mynd).

Enn síður skal setja bleiur á ranga líkamshluta hjá sjálfum sér (sjá 3. mynd). Þeir sem gera slíkt ættu að huga að því að snúa sér að einhverju allt öðru en barnauppeldi.

Niðurstöður

Ef farið er eftir öllum skrefum, í réttri röð (það er mjög mikilvægt), ætti útkoman að vera barn með hreina bleiu á bossanum. Ef svo er ekki hefur tilraunin misheppnast og er þá gott að rekja öll skref til baka og reyna að átta sig á hvar mistökin áttu sér stað.

Gangi þetta hins vegar ekki mælum við með því að hringja á sérfræðiaðstoð. Þar hafa svokallaðar ömmur yfirleitt reynst vel.

Heimild og myndir


Þetta er föstudagssvar. Í því kunna að leynast einhver sannleikskorn, en þau eru sannarlega ekki mörg!

Útgáfudagur

7.7.2006

Spyrjandi

Daði Kristjánsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er til einhver tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni? “ Vísindavefurinn, 7. júlí 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6053.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 7. júlí). Er til einhver tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6053

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er til einhver tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni? “ Vísindavefurinn. 7. júl. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6053>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til einhver tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni?
Það vill svo skemmtilega til að Vísindavefurinn er nýbúinn að gefa út bókina Leiðarvísir með börnum sem framvegis mun fylgja með öllum börnum við fæðingu, en í henni er einmitt fjallað um þetta mikilvæga málefni! Við birtum hér útdrátt úr kaflanum „Tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni“.

Tæki og áhöld

  • Skiptiborð
  • Hrein bleia
  • Blautþurrkur
  • Plastpoki
  • Ungabarn með óhreina bleiu

Framkvæmd

Ungabarn með óhreina bleiu er tekið og sett á skiptiborð. Kúkableian er fjarlægð með því að losa flipana tvo sitt hvoru megin á henni. Gott er að bera einhvers konar hlífðarbúnað, svo sem gasgrímu, til að verjast eitruðum gufum. Einnig geta gúmmíhanskar komið að góðu gagni á þessu stigi.

Vefjið kúkableiunni saman og lokið henni með flipunum. Varist þau algengu mistök að láta óhreinu hliðina snúa út. Setjið bleiuna í plastpoka til þess að koma í veg fyrir að lyktin úr ruslinu verði of mikil. Gott er að halda bleiunni frá líkamanum með útréttri hendi til að hlífa nefinu.

Þurrkið bossann varlega með blautþurrkum. Lyftið honum upp ef þarf með því að grípa um báða fætur barnsins. Ekki er þó talið gott að láta barnið dangla á hvolfi, og það varðar við lög að missa það á gólfið úr þeirri stellingu. Setjið óhreinu þurrkurnar líka í plastpokann, lokið honum vandlega og hendið í ruslið, helst í tunnuna úti, þegar öllum skiptiaðgerðum er lokið. Óhreinar bleiur geta reynst öflugt tæki í baráttu við stirða nágranna og því má einnig íhuga að losa sig við þær í tunnunni í næsta húsi.

Erfiðasti hluti ferlisins er líklega að setja hreina bleiu á barnið. Til að glöggva sig betur á þessu stigi er gott að skoða skýringarmyndir hér fyrir neðan.


Bleian skal sett á bossann og fest að framan með flipunum tveimur (sjá 1. mynd). Hún skal sitja þétt en þó þannig að hægt sé að koma tveimur fingrum á milli barns og bleiu.

Ekki skal setja bleiur á aðra líkamshluta barns þar sem það getur valdið aukaverkunum, svo sem sjóntruflunum (sjá 2. mynd).

Enn síður skal setja bleiur á ranga líkamshluta hjá sjálfum sér (sjá 3. mynd). Þeir sem gera slíkt ættu að huga að því að snúa sér að einhverju allt öðru en barnauppeldi.

Niðurstöður

Ef farið er eftir öllum skrefum, í réttri röð (það er mjög mikilvægt), ætti útkoman að vera barn með hreina bleiu á bossanum. Ef svo er ekki hefur tilraunin misheppnast og er þá gott að rekja öll skref til baka og reyna að átta sig á hvar mistökin áttu sér stað.

Gangi þetta hins vegar ekki mælum við með því að hringja á sérfræðiaðstoð. Þar hafa svokallaðar ömmur yfirleitt reynst vel.

Heimild og myndir


Þetta er föstudagssvar. Í því kunna að leynast einhver sannleikskorn, en þau eru sannarlega ekki mörg!...