Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvaða vefir í líkamanum gera ekki við sig?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Eftir að taugafrumur og vöðvafrumur hafa náð fullum þroska gera þær ekki fullkomlega við sig verði þær fyrir alvarlegum skaða. Sem dæmi má nefna að kransæðastífla í hjartavöðva leiðir til þess að hluti af vöðvanum fær ekki súrefni og deyr í kjölfarið. Þetta kallast hjartadrep og ef um stóran hluta af hjartanu er að ræða getur það verið lífshættulegt.

Það sama gerist í heilanum við heilablóðfall (heiladrep) og við mænuskaða rofnar leið taugaboða frá heila til vöðva. Fleiri frumugerðir í líkamanum eru viðkvæmar fyrir hnjaski og má þar nefna til dæmis lifrarfrumur, en mikil áfengisneyslu skerðir starfsemi þeirra og þær deyja á endanum. Í öllum þessum tilfellum kemur óvirkur örvefur í stað vefjanna sem fyrir voru, en upprunalegu frumurnar gera ekki við sig.

Sökum þess hversu mikilvægur þáttur endurnýjun frumna er í starfsemi líkamans hefur ávallt verið mikill áhugi á því hvernig hægt er að örva endurmyndun vefja sem eru orðnir slitnir eða hafa skaddast. Til hefur orðið ný fræðigrein sem kallast vefjaverkfræði (e. tissue engineering) þar sem gerðar eru rannsóknir á því hvernig hægt er að bæta endurmyndun (e. regeneration) vefja. Að þeim rannsóknum koma sérfræðingar úr mörgum fræðigreinum svo sem erfðafræðingar, lífefnafræðingar, skurðlæknar, þroskunarlíffræðingar, líf- og efnaverkfræðingar og lífefnaverkfræðingar.



Vísindamenn vinna hörðum höndum að rannsóknum á endurmyndun vefja.

Sá vefur í mannslíkamanum sem mesta möguleika hefur á endurmyndun er beinvefur, en miklar rannsóknir eru í gangi um þessar mundir á þessari vefjagerð. Fundist hafa nokkrir beinvaxtaþættir, það er prótín sem virðast stjórna endurvexti og þar með endurnýjun beina. Vonir eru bundnar við að þegar tekist hefur að afla nægilegrar þekkingar á ferlunum sem liggja þar að baki megi nýta hana til endurnýjunar annarra vefjagerða, til að mynda hjartavef eftir hjartadrep og taugavef eftir mænuskaða svo dæmi séu nefnd.

Það er því aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Kannski verður hægt að búa til varahluti í okkur sem eru gerðir úr okkar eigin frumum þótt ef til vill þurfi að koma endurmyndunarferlinu af stað með nýþróuðum lífefnum (e. biomaterials).

Önnur svör á Vísindavefnum um skylt efni eftir sama höfund:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

18.7.2006

Spyrjandi

Stefán Gunnar

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða vefir í líkamanum gera ekki við sig?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6069.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 18. júlí). Hvaða vefir í líkamanum gera ekki við sig? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6069

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða vefir í líkamanum gera ekki við sig?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6069>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða vefir í líkamanum gera ekki við sig?
Eftir að taugafrumur og vöðvafrumur hafa náð fullum þroska gera þær ekki fullkomlega við sig verði þær fyrir alvarlegum skaða. Sem dæmi má nefna að kransæðastífla í hjartavöðva leiðir til þess að hluti af vöðvanum fær ekki súrefni og deyr í kjölfarið. Þetta kallast hjartadrep og ef um stóran hluta af hjartanu er að ræða getur það verið lífshættulegt.

Það sama gerist í heilanum við heilablóðfall (heiladrep) og við mænuskaða rofnar leið taugaboða frá heila til vöðva. Fleiri frumugerðir í líkamanum eru viðkvæmar fyrir hnjaski og má þar nefna til dæmis lifrarfrumur, en mikil áfengisneyslu skerðir starfsemi þeirra og þær deyja á endanum. Í öllum þessum tilfellum kemur óvirkur örvefur í stað vefjanna sem fyrir voru, en upprunalegu frumurnar gera ekki við sig.

Sökum þess hversu mikilvægur þáttur endurnýjun frumna er í starfsemi líkamans hefur ávallt verið mikill áhugi á því hvernig hægt er að örva endurmyndun vefja sem eru orðnir slitnir eða hafa skaddast. Til hefur orðið ný fræðigrein sem kallast vefjaverkfræði (e. tissue engineering) þar sem gerðar eru rannsóknir á því hvernig hægt er að bæta endurmyndun (e. regeneration) vefja. Að þeim rannsóknum koma sérfræðingar úr mörgum fræðigreinum svo sem erfðafræðingar, lífefnafræðingar, skurðlæknar, þroskunarlíffræðingar, líf- og efnaverkfræðingar og lífefnaverkfræðingar.



Vísindamenn vinna hörðum höndum að rannsóknum á endurmyndun vefja.

Sá vefur í mannslíkamanum sem mesta möguleika hefur á endurmyndun er beinvefur, en miklar rannsóknir eru í gangi um þessar mundir á þessari vefjagerð. Fundist hafa nokkrir beinvaxtaþættir, það er prótín sem virðast stjórna endurvexti og þar með endurnýjun beina. Vonir eru bundnar við að þegar tekist hefur að afla nægilegrar þekkingar á ferlunum sem liggja þar að baki megi nýta hana til endurnýjunar annarra vefjagerða, til að mynda hjartavef eftir hjartadrep og taugavef eftir mænuskaða svo dæmi séu nefnd.

Það er því aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Kannski verður hægt að búa til varahluti í okkur sem eru gerðir úr okkar eigin frumum þótt ef til vill þurfi að koma endurmyndunarferlinu af stað með nýþróuðum lífefnum (e. biomaterials).

Önnur svör á Vísindavefnum um skylt efni eftir sama höfund:

Heimildir og mynd:

...