Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvaða hlutverki gegnir taugabolur og taugasími í taugafrumum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Taugafrumur eða taugungar eru mjög sérhæfðar frumur. Hlutverk þeirra er að flytja taugaboð frá einum stað til annars í líkamanum. Taugaboð eru dauf raf- og efnaboð. Rafboð myndast þegar taugungur verður fyrir áreiti, til dæmis þegar ljós fellur á taugung í sjónu augans eða heitur hlutur áreitir sársaukaskynfrumu í húð. Þegar taugaboð hefur vaknað flyst það sem veikur rafstraumur eftir himnu taugungs allt fram í símaenda hans. Þar verður rafboðið að efnaboði þegar taugaboðefni er losað út í taugamót.

Taugungar eru af ýmsum gerðum en allir hafa þeir það sameiginlegt að hafa taugabol og taugaþræði. Taugabolur er sá hluti taugungs sem inniheldur kjarnann og flest önnur frumulíffæri. Allir taugungar hafa eina eða fleiri griplur, taugaþræði sem flytja taugaboð til taugabolsins. Hver taugungur hefur einn taugasíma sem er taugaþráður sem liggur frá taugabolnum og flytur taugaboð frá honum til annarrar frumu, ýmist annarrar taugafrumu, vöðvafrumu eða kirtilfrumu. Taugaboðefni eru mynduð í taugabolnum og flytjast eftir símanum í símaendana þar sem þau eru geymd í sérstökum seytibólum, svokölluðum taugamótablöðrum (e. synaptic vesicles).



Þegar taugaboð sem berst eftir himnu taugungs er komið í símaenda örvar það taugamótablöðrur til að færast að himnunni og losa taugaboðefni sitt út í taugamótin sem er örsmátt bil á milli símaendanna og frumunnar hinum megin þeirra. Fruman hinum megin mótanna tekur upp taugaboðefnið og örvast. Ef þessi fruma er önnur taugafruma vaknar taugaboð í henni og berst áfram eftir himnu hennar. Ef fruman er vöðvafruma dregst hún saman og ef hún er kirtilfruma seytir hún afurð sinni út úr frumunni.

Sumir taugaþræðir, einkum símar, eru mjög langir og til þess að boð flytjist eftir þeim sem hraðast eru þeir einangraðir með svokölluðu mýlisslíðri. Mýli er fituríkt efni myndað af mýlisfrumum (e. Schwann cells) sem vefja sig um símann. Milli tveggja mýlisfruma utan um taugaþráð er örlítið bil, mýlisskor, þar sem þráðurinn er ber (ómýldur) og taugaboð getur myndast. Taugaboð stekkur þannig milli mýlisskora og þýtur milli þeirra eftir yfirborði mýlisfrumanna.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

3.1.2012

Spyrjandi

Stefanía Katrín Einarsdóttir, f. 1998

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegnir taugabolur og taugasími í taugafrumum?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60850.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 3. janúar). Hvaða hlutverki gegnir taugabolur og taugasími í taugafrumum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60850

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða hlutverki gegnir taugabolur og taugasími í taugafrumum?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60850>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða hlutverki gegnir taugabolur og taugasími í taugafrumum?
Taugafrumur eða taugungar eru mjög sérhæfðar frumur. Hlutverk þeirra er að flytja taugaboð frá einum stað til annars í líkamanum. Taugaboð eru dauf raf- og efnaboð. Rafboð myndast þegar taugungur verður fyrir áreiti, til dæmis þegar ljós fellur á taugung í sjónu augans eða heitur hlutur áreitir sársaukaskynfrumu í húð. Þegar taugaboð hefur vaknað flyst það sem veikur rafstraumur eftir himnu taugungs allt fram í símaenda hans. Þar verður rafboðið að efnaboði þegar taugaboðefni er losað út í taugamót.

Taugungar eru af ýmsum gerðum en allir hafa þeir það sameiginlegt að hafa taugabol og taugaþræði. Taugabolur er sá hluti taugungs sem inniheldur kjarnann og flest önnur frumulíffæri. Allir taugungar hafa eina eða fleiri griplur, taugaþræði sem flytja taugaboð til taugabolsins. Hver taugungur hefur einn taugasíma sem er taugaþráður sem liggur frá taugabolnum og flytur taugaboð frá honum til annarrar frumu, ýmist annarrar taugafrumu, vöðvafrumu eða kirtilfrumu. Taugaboðefni eru mynduð í taugabolnum og flytjast eftir símanum í símaendana þar sem þau eru geymd í sérstökum seytibólum, svokölluðum taugamótablöðrum (e. synaptic vesicles).



Þegar taugaboð sem berst eftir himnu taugungs er komið í símaenda örvar það taugamótablöðrur til að færast að himnunni og losa taugaboðefni sitt út í taugamótin sem er örsmátt bil á milli símaendanna og frumunnar hinum megin þeirra. Fruman hinum megin mótanna tekur upp taugaboðefnið og örvast. Ef þessi fruma er önnur taugafruma vaknar taugaboð í henni og berst áfram eftir himnu hennar. Ef fruman er vöðvafruma dregst hún saman og ef hún er kirtilfruma seytir hún afurð sinni út úr frumunni.

Sumir taugaþræðir, einkum símar, eru mjög langir og til þess að boð flytjist eftir þeim sem hraðast eru þeir einangraðir með svokölluðu mýlisslíðri. Mýli er fituríkt efni myndað af mýlisfrumum (e. Schwann cells) sem vefja sig um símann. Milli tveggja mýlisfruma utan um taugaþráð er örlítið bil, mýlisskor, þar sem þráðurinn er ber (ómýldur) og taugaboð getur myndast. Taugaboð stekkur þannig milli mýlisskora og þýtur milli þeirra eftir yfirborði mýlisfrumanna.

Heimildir og mynd:

...