Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvar á landinu eru flestir selir og hvar er hægt að komast nálægt þeim í þeirra náttúrulega umhverfi?

Jón Már Halldórsson

Tvær tegundir sela kæpa við Ísland, útselur (Halichoerus grypus) og landselur (Phoca vitulina). Sellátur finnast víða um land og er aðgengi að sellátrum landsels yfirleitt betra en útsels. Besti staðurinn til að sjá seli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er sennilega fjaran við Stokkseyri og Eyrarbakka en þar halda landselir oft til.

Hér áður voru Mýrar vinsæll staður hjá landselum. Þeim hefur hins vegar fækkað þar mikið á undanförnum áratugum og eru orðnir nokkuð sjaldgæf sjón á þeim slóðum. Samkvæmt rannsóknum finnast flestir landselir á svæðinu frá Ströndum til Skaga við Húnaflóa og er Hindisvík á Vatnsnesi sennilega besti staður landsins til að skoða seli.



Landselir (Phoca vitulina) að spóka sig í Hindisvík

Það sem gerir Hindisvík að mestu selaparadís landsins er að víkin er friðuð, þökk sé séra Sigurði Norland (1885-1971) sem bjó í Hindisvík um langt skeið og var langt á undan sinni samtíð í náttúruvernd. Upp úr 1940 kom Sigurður því til leiðar að sellátrið í Hindisvík var friðað og hefur það staðið alla tíð síðan. Það er því óhætt að segja að Hindisvík sé besti staður landsins til selaskoðunar.

Mynd: sksiglo.is

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.7.2006

Spyrjandi

Sylvia Svavars

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar á landinu eru flestir selir og hvar er hægt að komast nálægt þeim í þeirra náttúrulega umhverfi?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6088.

Jón Már Halldórsson. (2006, 26. júlí). Hvar á landinu eru flestir selir og hvar er hægt að komast nálægt þeim í þeirra náttúrulega umhverfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6088

Jón Már Halldórsson. „Hvar á landinu eru flestir selir og hvar er hægt að komast nálægt þeim í þeirra náttúrulega umhverfi?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6088>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar á landinu eru flestir selir og hvar er hægt að komast nálægt þeim í þeirra náttúrulega umhverfi?
Tvær tegundir sela kæpa við Ísland, útselur (Halichoerus grypus) og landselur (Phoca vitulina). Sellátur finnast víða um land og er aðgengi að sellátrum landsels yfirleitt betra en útsels. Besti staðurinn til að sjá seli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er sennilega fjaran við Stokkseyri og Eyrarbakka en þar halda landselir oft til.

Hér áður voru Mýrar vinsæll staður hjá landselum. Þeim hefur hins vegar fækkað þar mikið á undanförnum áratugum og eru orðnir nokkuð sjaldgæf sjón á þeim slóðum. Samkvæmt rannsóknum finnast flestir landselir á svæðinu frá Ströndum til Skaga við Húnaflóa og er Hindisvík á Vatnsnesi sennilega besti staður landsins til að skoða seli.



Landselir (Phoca vitulina) að spóka sig í Hindisvík

Það sem gerir Hindisvík að mestu selaparadís landsins er að víkin er friðuð, þökk sé séra Sigurði Norland (1885-1971) sem bjó í Hindisvík um langt skeið og var langt á undan sinni samtíð í náttúruvernd. Upp úr 1940 kom Sigurður því til leiðar að sellátrið í Hindisvík var friðað og hefur það staðið alla tíð síðan. Það er því óhætt að segja að Hindisvík sé besti staður landsins til selaskoðunar.

Mynd: sksiglo.is...