Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?

Maren Albertsdóttir

Í lögreglulögum nr. 90/1996 er kveðið á um hlutverk lögreglu sem og störf og skyldur lögreglumanna. Af lögunum má leiða að hlutverk lögreglu er margþætt en meginhlutverk hennar er skilgreint í 1. gr. laganna. Þar kemur meðal annars fram að lögregla skuli gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi.

Til að lögreglan geti rækt lögbundið hlutverk sitt eru henni jafnframt fengnar ákveðnar heimildir í lögum og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra. Í 15. gr. lögreglulaga er mælt fyrir um rétt lögreglu til að hafa afskipti af borgurunum við nánar tilgreindar aðstæður og með hvaða hætti. Í 5. mgr. 15. gr. laganna er sérstök heimild fyrir lögreglu til að krefjast þess að menn segi á sér deili en ákvæðið hljóðar svo:

Lögreglu er heimilt að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því til sönnunar.

Af ákvæðinu má leiða að lögregla getur almennt krafist þess að menn segi á sér deili, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga, gangandi vegfarendur eða farþega í bíl og ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi.

Eins og önnur stjórnvöld er lögreglan samt sem áður bundin af svokallaðri meðalhófsreglu, samanber 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Reglan felur í sér að stjórnvöld verða að gæta hófs í meðferð valds síns. Í einstökum málum þarf lögreglan því alltaf meta hvort nauðsynlegt sé að taka íþyngjandi ákvörðun eða beita ákveðnu úrræði til þess að ná tilteknu markmiði. Meðalhófsreglan er lögfest í 2. málsl. 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga sem og víðar í lögum sem ná til starfa lögreglu. Lögreglu ber því almennt í tilvikum sem þessum að meta hvort nauðsynlegt sé að hafa afskipti af borgurunum. Með hliðsjón af því víðtæka hlutverki sem lögreglu er falið í lögum geta slík afskipti verið talin nauðsynleg af ýmsum ástæðum.

Lögregla getur almennt krafist þess að menn segi á sér deili, hvort sem um er að ræða gangandi vegfarendur eða farþega í bíl og ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi.

Ákvæði lögreglulaga verður jafnframt að skoða með hliðsjón af öðrum lögum sem gilda um störf lögreglunnar sem og lögreglusamþykktum. Finna má sambærilega heimild í 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 1127/2007, um lögreglusamþykktir, þar sem segir:

Hver sá sem staddur er á almannafæri er skyldur til að segja til nafns síns, kennitölu og heimilis þegar lögreglan krefst þess.
Í 32. gr. sömu reglugerðar er kveðið á um viðurlög við brot á ákvæðinu en þar segir:

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum sbr. 6. gr. laga nr. 36 18. maí 1988 um lögreglusamþykktir nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum eða reglugerðum.

Hafa þarf í huga að staðbundnar lögreglusamþykktir, sem hafa verið settar í ákveðnu sveitarfélagi, ganga framar þessari reglugerð ef þær eru fyrir hendi auk þess sem þar kunna að vera sérákvæði sem ná til sambærilegra tilvika auk refsiákvæðis.

Að lokum má geta þess að í 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er kveðið á um heimild lögreglu til að krefjast þess að ökumaður bifreiðar eða bifhjóls sýni ökuskírteini. Viðurlög eru við broti á ákvæðinu, samanber 1. mgr. 100. gr. laganna, þar sem fram kemur að brot gegn lögunum eða reglum sem settar eru samkvæmt þeim varði sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Í viðauka I við reglugerð nr. 930/2006, um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim, kemur fram að sekt við því að hafa ekki ökuskírteini meðferðs sé nú 5.000 kr.

Heimildir:
  • Lögreglulög nr. 90/1996.
  • Lög nr. 36/1988, um lögreglusamþykktir.
  • Reglugerð nr. 1127/2007, um lögreglusamþykktir.
  • Stjórnsýslulög nr. 37/1993.
  • Umferðarlög nr. 50/1987.
  • Reglugerð nr. 930/2006, um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.
  • Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin. Skýringarrit. Reykjavík, 1994, bls. 147-159.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það, án gruns um glæpsamlegt athæfi? Til dæmis sem gangandi vegfarandi eða farþegi í bíl?

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

7.1.2013

Spyrjandi

Bjarni Másson, Arnór Vestmann, Haraldur Geir Hafsteinsson

Tilvísun

Maren Albertsdóttir. „Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60944.

Maren Albertsdóttir. (2013, 7. janúar). Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60944

Maren Albertsdóttir. „Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60944>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?
Í lögreglulögum nr. 90/1996 er kveðið á um hlutverk lögreglu sem og störf og skyldur lögreglumanna. Af lögunum má leiða að hlutverk lögreglu er margþætt en meginhlutverk hennar er skilgreint í 1. gr. laganna. Þar kemur meðal annars fram að lögregla skuli gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi.

Til að lögreglan geti rækt lögbundið hlutverk sitt eru henni jafnframt fengnar ákveðnar heimildir í lögum og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra. Í 15. gr. lögreglulaga er mælt fyrir um rétt lögreglu til að hafa afskipti af borgurunum við nánar tilgreindar aðstæður og með hvaða hætti. Í 5. mgr. 15. gr. laganna er sérstök heimild fyrir lögreglu til að krefjast þess að menn segi á sér deili en ákvæðið hljóðar svo:

Lögreglu er heimilt að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því til sönnunar.

Af ákvæðinu má leiða að lögregla getur almennt krafist þess að menn segi á sér deili, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga, gangandi vegfarendur eða farþega í bíl og ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi.

Eins og önnur stjórnvöld er lögreglan samt sem áður bundin af svokallaðri meðalhófsreglu, samanber 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Reglan felur í sér að stjórnvöld verða að gæta hófs í meðferð valds síns. Í einstökum málum þarf lögreglan því alltaf meta hvort nauðsynlegt sé að taka íþyngjandi ákvörðun eða beita ákveðnu úrræði til þess að ná tilteknu markmiði. Meðalhófsreglan er lögfest í 2. málsl. 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga sem og víðar í lögum sem ná til starfa lögreglu. Lögreglu ber því almennt í tilvikum sem þessum að meta hvort nauðsynlegt sé að hafa afskipti af borgurunum. Með hliðsjón af því víðtæka hlutverki sem lögreglu er falið í lögum geta slík afskipti verið talin nauðsynleg af ýmsum ástæðum.

Lögregla getur almennt krafist þess að menn segi á sér deili, hvort sem um er að ræða gangandi vegfarendur eða farþega í bíl og ekki er skilyrði að grunur sé um ólögmæta háttsemi.

Ákvæði lögreglulaga verður jafnframt að skoða með hliðsjón af öðrum lögum sem gilda um störf lögreglunnar sem og lögreglusamþykktum. Finna má sambærilega heimild í 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 1127/2007, um lögreglusamþykktir, þar sem segir:

Hver sá sem staddur er á almannafæri er skyldur til að segja til nafns síns, kennitölu og heimilis þegar lögreglan krefst þess.
Í 32. gr. sömu reglugerðar er kveðið á um viðurlög við brot á ákvæðinu en þar segir:

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum sbr. 6. gr. laga nr. 36 18. maí 1988 um lögreglusamþykktir nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum eða reglugerðum.

Hafa þarf í huga að staðbundnar lögreglusamþykktir, sem hafa verið settar í ákveðnu sveitarfélagi, ganga framar þessari reglugerð ef þær eru fyrir hendi auk þess sem þar kunna að vera sérákvæði sem ná til sambærilegra tilvika auk refsiákvæðis.

Að lokum má geta þess að í 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er kveðið á um heimild lögreglu til að krefjast þess að ökumaður bifreiðar eða bifhjóls sýni ökuskírteini. Viðurlög eru við broti á ákvæðinu, samanber 1. mgr. 100. gr. laganna, þar sem fram kemur að brot gegn lögunum eða reglum sem settar eru samkvæmt þeim varði sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Í viðauka I við reglugerð nr. 930/2006, um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim, kemur fram að sekt við því að hafa ekki ökuskírteini meðferðs sé nú 5.000 kr.

Heimildir:
  • Lögreglulög nr. 90/1996.
  • Lög nr. 36/1988, um lögreglusamþykktir.
  • Reglugerð nr. 1127/2007, um lögreglusamþykktir.
  • Stjórnsýslulög nr. 37/1993.
  • Umferðarlög nr. 50/1987.
  • Reglugerð nr. 930/2006, um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.
  • Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin. Skýringarrit. Reykjavík, 1994, bls. 147-159.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það, án gruns um glæpsamlegt athæfi? Til dæmis sem gangandi vegfarandi eða farþegi í bíl?

...