Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Landsvirkjun - borði í orkumálaflokki

Hvað eru margir metrar á sekúndu í einum hnút, þegar mældur er vindstyrkur?

1 hnútur er 0,514 m/s og það telst vera logn.

Hnútur er mælieining um hraða skips eða vinds. Einn hnútur samsvarar einni sjómílu á klukkustund, en sjómíla er upphaflega skilgreind sem ein mínúta á lengdarbaug og er samkvæmt því 111,1 km/60 = 1852 m.

Vegna þess að jörðin er svolítið flatari við pólana er breiddarmínútan þó 1843 m við miðbaug en 1862 m við pólana.

Af þessu sést að 1 hnútur samsvarar 0,514 m/s.

Til fróðleiks fylgir svo með tafla sem sýnir orð sem höfð eru um veðurhæð og hversu mörgum metrum á sekúndu eða hnútum þau samsvara:

heitivindstigm/skm/klsthnútar
logn0000
andvari10,83,01,6
kul22,48,54,6
gola34,315,68,4
stinningsgola46,724,113,0
kaldi59,333,618,2
stinningskaldi612,344,223,9
allhvass vindur715,555,730,1
hvassviðri818,968,136,8
stormur922,681,343,9
rok1026,495,251,4
ofsaveður1130,5109,859,3
fárviðri1234,8125,167,6

Mynd:

Útgáfudagur

4.11.2011

Spyrjandi

Ólafur Júlíus Aðalbjörnsson

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru margir metrar á sekúndu í einum hnút, þegar mældur er vindstyrkur?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2011. Sótt 30. apríl 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=61060.

JGÞ. (2011, 4. nóvember). Hvað eru margir metrar á sekúndu í einum hnút, þegar mældur er vindstyrkur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61060

JGÞ. „Hvað eru margir metrar á sekúndu í einum hnút, þegar mældur er vindstyrkur?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2011. Vefsíða. 30. apr. 2016. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61060>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Lýðræði

Segja má að lýðræði sé grísk uppfinning því að Aþena varð heimsins fyrsta lýðræðisríki árið 508 f.Kr. Lýðræðið þar var þó ólíkt því sem við þekkjum úr okkar samtíma. Í Aþenu gátu einungis frjálsir karlar tekið þátt í stjórnmálum og þar var við lýði blanda af fulltrúalýðræði, þar sem kjörnir fulltrúar fara með völdin, og beinu lýðræði, þar sem borgararnir taka ákvarðanir beint og milliliðalaust.