Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Var það einhver Hans sem hannaði hansahillurnar?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan kemur nafnið hansahillur, var það einhver Hans sem hannaði þær?

Hansahillurnar voru hannaðar af dönskum manni sem hét Poul Cadovius (1911-2011) en heiti þeirra er dregið af fyrirtækinu Hansa h.f. sem hafði einkaleyfi á smíði þeirra á Íslandi.

Fyrirtækið Hansa h.f. var stofnað í Reykjavík um áramótin 1947-48 og framkvæmdastjóri þess var Daninn Robert Bendixsen (stundum líka skrifað Bendixen, d. 1965). Verksmiðja og skrifstofur fyrirtækisins voru í húsi Sveins Egilssonar á Laugavegi 105. Í fyrstu framleiddi Hansa h.f. sólgluggatjöld sem gengu undir nafninu hansa-gluggatjöld og hansa-gardínur.

Hansahillurnar voru hannaðar af Dananum Poul Cadovius. Fyrirtækið Hansa h.f. hafði einkaleyfi á framleiðslu þeirra á Íslandi. Ekki er vitað af hverju fyrirtækið hlaut það nafn.

Árið 1952 keyptu bræðurnir Ebenezer og Eiríkur Ásgeirssynir Hansa h.f. og fóru fljótlega að framleiða hillur og skápa sem gengu undir heitinu hansahillur og hansaskápar. Þessi húsgögn voru verk danska hönnuðarins Poul Cadovius og hafði Hansa h.f. einkaleyfi á framleiðslunni hér á landi. Cadovius hafði stofnað framleiðslufyrirtækið Royal Systems árið 1945 og þremur árum síðar hannaði hann hillukerfi með sama nafni. Hillukerfið vann meðal annars til gullverðlauna á húsgagnasýningu í Finnlandi árið 1950 og hlaut silfurverðlaun á sýningu í Mílanó árið 1957.

Ekki er ljóst af hverju upprunalegt fyrirtæki Danans Roberts Bendixsen fékk nafnið Hansa. Starfsmenn sem hófu störf hjá fyrirtækinu seint á sjötta áratug síðustu aldar töldu að stofnandinn hefði heitið Hans og þaðan væri nafnið komið. Það virðist vera munnmælasaga sem ritaðar heimildir styðja ekki.

Myndir frá fyrirtækinu Hansa h.f. úr Vikunni árið 1959.

Um það leyti sem fyrirtækið Hansa h.f. var stofnað voru tvær verslanir í Reykjavík sem báru nafnið Hansa. Á Bræðraborgarstíg 29 var verslun árið 1946 sem nefndist Hansa og ári síðar starfaði verslun með sama nafni á Framnesvegi 44. Ekki er vitað um nein tengsl þessara verslana við fyrirtækið Hansa h.f.

Fyrirtækið Hansa Regalsysteme var stofnað í í Þýskalandi árið 1925, í bænum Halle við ána Saale. Stofnandinn hét Valdemar Hansen og var verkfræðingur. Fyrirtækið hefur starfað síðan og sérhæft sig í alls kyns hillusamstæðum. Íslensku hansahillurnar eru hins vegar ekki komnar þaðan heldur frá Danmörku.

Heimildir og myndir:


Athugasemd ritstjórnar: Svar við þessari spurningu var fyrst birt 17.1.2012. Svarið var endurskrifað 10.10.2017 og endurbirt 13.10.2017. Vísindavefurinn þakkar Jóni Fr. Sigvaldasyni fyrir upplýsingar við gerð svarsins.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.10.2017

Spyrjandi

Kristinn Pálsson, f. 1992

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Var það einhver Hans sem hannaði hansahillurnar?“ Vísindavefurinn, 13. október 2017. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61219.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2017, 13. október). Var það einhver Hans sem hannaði hansahillurnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61219

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Var það einhver Hans sem hannaði hansahillurnar?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2017. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61219>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var það einhver Hans sem hannaði hansahillurnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur nafnið hansahillur, var það einhver Hans sem hannaði þær?

Hansahillurnar voru hannaðar af dönskum manni sem hét Poul Cadovius (1911-2011) en heiti þeirra er dregið af fyrirtækinu Hansa h.f. sem hafði einkaleyfi á smíði þeirra á Íslandi.

Fyrirtækið Hansa h.f. var stofnað í Reykjavík um áramótin 1947-48 og framkvæmdastjóri þess var Daninn Robert Bendixsen (stundum líka skrifað Bendixen, d. 1965). Verksmiðja og skrifstofur fyrirtækisins voru í húsi Sveins Egilssonar á Laugavegi 105. Í fyrstu framleiddi Hansa h.f. sólgluggatjöld sem gengu undir nafninu hansa-gluggatjöld og hansa-gardínur.

Hansahillurnar voru hannaðar af Dananum Poul Cadovius. Fyrirtækið Hansa h.f. hafði einkaleyfi á framleiðslu þeirra á Íslandi. Ekki er vitað af hverju fyrirtækið hlaut það nafn.

Árið 1952 keyptu bræðurnir Ebenezer og Eiríkur Ásgeirssynir Hansa h.f. og fóru fljótlega að framleiða hillur og skápa sem gengu undir heitinu hansahillur og hansaskápar. Þessi húsgögn voru verk danska hönnuðarins Poul Cadovius og hafði Hansa h.f. einkaleyfi á framleiðslunni hér á landi. Cadovius hafði stofnað framleiðslufyrirtækið Royal Systems árið 1945 og þremur árum síðar hannaði hann hillukerfi með sama nafni. Hillukerfið vann meðal annars til gullverðlauna á húsgagnasýningu í Finnlandi árið 1950 og hlaut silfurverðlaun á sýningu í Mílanó árið 1957.

Ekki er ljóst af hverju upprunalegt fyrirtæki Danans Roberts Bendixsen fékk nafnið Hansa. Starfsmenn sem hófu störf hjá fyrirtækinu seint á sjötta áratug síðustu aldar töldu að stofnandinn hefði heitið Hans og þaðan væri nafnið komið. Það virðist vera munnmælasaga sem ritaðar heimildir styðja ekki.

Myndir frá fyrirtækinu Hansa h.f. úr Vikunni árið 1959.

Um það leyti sem fyrirtækið Hansa h.f. var stofnað voru tvær verslanir í Reykjavík sem báru nafnið Hansa. Á Bræðraborgarstíg 29 var verslun árið 1946 sem nefndist Hansa og ári síðar starfaði verslun með sama nafni á Framnesvegi 44. Ekki er vitað um nein tengsl þessara verslana við fyrirtækið Hansa h.f.

Fyrirtækið Hansa Regalsysteme var stofnað í í Þýskalandi árið 1925, í bænum Halle við ána Saale. Stofnandinn hét Valdemar Hansen og var verkfræðingur. Fyrirtækið hefur starfað síðan og sérhæft sig í alls kyns hillusamstæðum. Íslensku hansahillurnar eru hins vegar ekki komnar þaðan heldur frá Danmörku.

Heimildir og myndir:


Athugasemd ritstjórnar: Svar við þessari spurningu var fyrst birt 17.1.2012. Svarið var endurskrifað 10.10.2017 og endurbirt 13.10.2017. Vísindavefurinn þakkar Jóni Fr. Sigvaldasyni fyrir upplýsingar við gerð svarsins.

...