Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er það rétt að læmingjar kasti sér fram af björgum?

Lilja Björg Jökulsdóttir

Læmingjar eru hópur lítilla nagdýra sem tilheyra ættbálkinum Lemmini. Til eru um 20 tegundir læmingja og lifa þær allar á norðlægum slóðum. Læmingjar eru 8-22 sm á lengd og vega frá 20-112 g, en stærð og þyngd er breytileg milli tegunda. Þeir eru kringluleitir, stuttfættir, smáeygðir, með mjúkan feld og stutt skott. Læmingjar eru ósérhæfðar jurtaætur sem lifa til dæmis á grösum, rótum, laukum og fræjum. Ólíkt mörgum öðrum dýrum á köldum landsvæðum leggjast læmingjar ekki í dvala á veturna.


Fjallalæmingi (Lemmus lemmus).

Það er ekki rétt að stórir hópar læmingja hlaupi niður af klettum í stríðum straumum. Uppruna þessarar hugmyndar má líklega rekja til náttúrulífsmyndarinnar White Wilderness frá árinu 1958, en mögulegt er að þessi þjóðsaga sé enn eldri. Í kvikmyndinni var sýnt hvernig læmingjar virtust kasta sér fram af björgum, en raunin var aftur á móti sú að atriðið var sviðsett; dýrin fóru ekki af sjálfsdáðum heldur voru þau rekin fram af björgunum. Goðsögnin um læmingjana hefur svo lifað fram á þennan dag, meðal annars með hjálp vinsællar tölvuleikjaseríu sem kallast Lemmings (Læmingjar), en í honum sjást litlar verur ganga hugsunarlaust út í opinn dauðann.

Þótt sögur af sjálfsmorðstilraunum læmingja séu klárlega ósannar leynist ef til vill í þeim sannleikskorn. Stofnstærð meðal sumra læmingjategunda sveiflast mikið og nær hámarki á nokkurra ára fresti. Þegar stofninn er í hámarki getur skortur á fæðu og búsvæði leitt til þess að læmingjarnir leita inn á ný svæði. Seinni hluta sumars eða á haustin má því stundum sjá stóra hópa læmingja á ferðalagi og þurfa þeir stundum að synda yfir ár og læki í leit sinni að heppilegu búsvæði. Eflaust drukkna sumir á leiðinni, og er hugsanlegt að það geti verið rót þessa útbreidda misskilnings.

Heimildir og mynd


Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.8.2006

Spyrjandi

Unnsteinn Guðmundsson

Tilvísun

Lilja Björg Jökulsdóttir. „Er það rétt að læmingjar kasti sér fram af björgum?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6136.

Lilja Björg Jökulsdóttir. (2006, 18. ágúst). Er það rétt að læmingjar kasti sér fram af björgum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6136

Lilja Björg Jökulsdóttir. „Er það rétt að læmingjar kasti sér fram af björgum?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6136>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að læmingjar kasti sér fram af björgum?
Læmingjar eru hópur lítilla nagdýra sem tilheyra ættbálkinum Lemmini. Til eru um 20 tegundir læmingja og lifa þær allar á norðlægum slóðum. Læmingjar eru 8-22 sm á lengd og vega frá 20-112 g, en stærð og þyngd er breytileg milli tegunda. Þeir eru kringluleitir, stuttfættir, smáeygðir, með mjúkan feld og stutt skott. Læmingjar eru ósérhæfðar jurtaætur sem lifa til dæmis á grösum, rótum, laukum og fræjum. Ólíkt mörgum öðrum dýrum á köldum landsvæðum leggjast læmingjar ekki í dvala á veturna.


Fjallalæmingi (Lemmus lemmus).

Það er ekki rétt að stórir hópar læmingja hlaupi niður af klettum í stríðum straumum. Uppruna þessarar hugmyndar má líklega rekja til náttúrulífsmyndarinnar White Wilderness frá árinu 1958, en mögulegt er að þessi þjóðsaga sé enn eldri. Í kvikmyndinni var sýnt hvernig læmingjar virtust kasta sér fram af björgum, en raunin var aftur á móti sú að atriðið var sviðsett; dýrin fóru ekki af sjálfsdáðum heldur voru þau rekin fram af björgunum. Goðsögnin um læmingjana hefur svo lifað fram á þennan dag, meðal annars með hjálp vinsællar tölvuleikjaseríu sem kallast Lemmings (Læmingjar), en í honum sjást litlar verur ganga hugsunarlaust út í opinn dauðann.

Þótt sögur af sjálfsmorðstilraunum læmingja séu klárlega ósannar leynist ef til vill í þeim sannleikskorn. Stofnstærð meðal sumra læmingjategunda sveiflast mikið og nær hámarki á nokkurra ára fresti. Þegar stofninn er í hámarki getur skortur á fæðu og búsvæði leitt til þess að læmingjarnir leita inn á ný svæði. Seinni hluta sumars eða á haustin má því stundum sjá stóra hópa læmingja á ferðalagi og þurfa þeir stundum að synda yfir ár og læki í leit sinni að heppilegu búsvæði. Eflaust drukkna sumir á leiðinni, og er hugsanlegt að það geti verið rót þessa útbreidda misskilnings.

Heimildir og mynd


Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....