Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?

Björn Reynir Halldórsson

Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disneys var brennt. Flökkusagan um að Walt Disney hafi verið frystur lifir hins vegar góðu lífi enn þann dag í dag. Uppruni hennar er ekki þekktur en sumir telja að hún hafi byrjað sem svartur húmor teiknara hjá Disney-fyrirtækinu. Fyrsta prentaða heimildin sem um frystinguna er hins vegar frá árinu 1969 eða þremur árum eftir að Disney lést.

Hugsanlega hefur það kynt undir sögusögnum að nokkrar klukkustundir liðu frá andláti hans þar til fréttatilkynning þess efnis var birt. Sá tími átti sér þó eðlilegar skýringar: Tilkynna þurfti ættingjum um andlátið sem og stjórnendum Disney-fyrirtækisins og það tók sinn tíma. Fjölmiðlar vissu ekki að veikindi Disneys hefðu verið jafn alvarleg og raun bar vitni og þar af leiðandi var enginn fjölmiðill í stakk búinn til að vera fyrstur með fréttirnar. Barátta Disneys við krabbameinið var ekki löng. Æxli hafði fundist í vinstra lunga einum og hálfum mánuði fyrir andlát hans. Lungað var fjarlægt eftir aðgerð og sneri Disney aftur til starfa tveimur vikum síðar en var kominn aftur á spítalann tveimur vikum eftir að hann var útskrifaður. Heilsu hans hrakaði ört í þetta sinn og lést Disney rúmlega tveimur vikum síðar. Útför Disneys fór fram í kyrrþey að einungis nánustu ættingjum viðstöddum.

Walt Disney á efri árum. Lík Disneys var ekki fryst heldur brennt.

Svo virðist sem helstu heimildir fyrir flökkusögunni komi úr tveimur ævisögum: Disney's World eftir Robert Mosley (1986) og Walt Disney - Hollywood's Dark Prince eftir Marc Eliot (1993). Hvorugar ævisögurnar þykja áreiðenlegar og er heimildavinnu þeirra beggja mjög ábótavant. Í bókunum er til dæmis ekki vísað á heimildir sem varða hug Disneys til frystingar. Höfundar beggja bóka tína til ýmis rök og vísbendingar sem auðvelt er að hrekja með einfaldri rannsóknarvinnu. Dæmi um slíkt er ótti Disneys við dauðann. Hann er stórlega ýktur í ævisögunum. Meðal annars er teiknimyndin Mad Doctor, sem í raun er lítið annað en skopstæling á hryllingsmyndum samtíma síns, túlkuð sem eitt birtingarform þess ótta.

Ekkert skjal er til sem bendir til þess að Disney hafi haft í hyggju að láta frysta lík sitt. Aðstandendur hans telja í raun að það hafi aldrei hvarflað að honum. Engu að síður er líklegt að sá möguleiki hafi verið fyrir hendi enda voru hugmyndir um frystingu þegar komnar á kreik í vísindaskáldsögum og einnig var vitað að lík gætu varðveist í heilu lagin frosin. Árið 1964 gaf Robert C.W. Ettinger til að mynda út bókina The Prospect of Immortality og fjallar þar meðal annars um slíkar hugmyndir í vísindaskáldskap. Höfundurinn veltir þar fyrir sér siðferðislegum, lagalegum og raunhæfum hliðum þess að frysta menn.

Lághitafræði (e. cryogenics) er sú grein eðlisfræði sem fjallar um hegðun efna við hitastig sem nálgast alkul.

Bob Nelson, forseti Cryonics Society of California, hélt því fram árið 1972 að Disney hefði viljað láta frysta lík sitt. Byggði hann þá fullyrðingu á því að menn frá myndveri hans hefðu komið að máli við hann og spurt ítarlegra spurninga út í ferlið. Walt Disney hefði hins vegar ekki skýr vilja sinn á neitt hátt og aðstandendur hafi ekki sóst eftir því að lík hans yrði fryst. Hver raunverulegur vilji Disneys verður því aldrei ljós. Hins vegar leikur enginn vafi á því að lík hans var brennt. Dánarvottorð hans staðfestir það.

Vert að nefna að innan við mánuði eftir andlát Disneys var lík sálfræðingsins James Bedford varðveitt í fljótandi köfnunarefni.

Samkvæmt sumum flökkusögum á hið frosna lík Disneys að vera geymt undir smálestinni úr Pirates of the Caribbean í hinu upprunalega Disneylandi í Kaliforníu. Aska Disneys er hins vegar varðveitt í Forest Lawn Memorial Park í Glendale, Kaliforníu, í nágrenni við Hollywood. Þar eru einnig fjölmargir aðrir sem höfðu atvinnu að skemmtun af ýmsu tagi, svo sem Michael Jackson, Nat King Cole, Harold Loyd og fleiri.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

22.8.2014

Spyrjandi

Hilmar Már G., Tryggvi Sigurjónsson, Hafliði Ólafsson

Tilvísun

Björn Reynir Halldórsson. „Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61651.

Björn Reynir Halldórsson. (2014, 22. ágúst). Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61651

Björn Reynir Halldórsson. „Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61651>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?
Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disneys var brennt. Flökkusagan um að Walt Disney hafi verið frystur lifir hins vegar góðu lífi enn þann dag í dag. Uppruni hennar er ekki þekktur en sumir telja að hún hafi byrjað sem svartur húmor teiknara hjá Disney-fyrirtækinu. Fyrsta prentaða heimildin sem um frystinguna er hins vegar frá árinu 1969 eða þremur árum eftir að Disney lést.

Hugsanlega hefur það kynt undir sögusögnum að nokkrar klukkustundir liðu frá andláti hans þar til fréttatilkynning þess efnis var birt. Sá tími átti sér þó eðlilegar skýringar: Tilkynna þurfti ættingjum um andlátið sem og stjórnendum Disney-fyrirtækisins og það tók sinn tíma. Fjölmiðlar vissu ekki að veikindi Disneys hefðu verið jafn alvarleg og raun bar vitni og þar af leiðandi var enginn fjölmiðill í stakk búinn til að vera fyrstur með fréttirnar. Barátta Disneys við krabbameinið var ekki löng. Æxli hafði fundist í vinstra lunga einum og hálfum mánuði fyrir andlát hans. Lungað var fjarlægt eftir aðgerð og sneri Disney aftur til starfa tveimur vikum síðar en var kominn aftur á spítalann tveimur vikum eftir að hann var útskrifaður. Heilsu hans hrakaði ört í þetta sinn og lést Disney rúmlega tveimur vikum síðar. Útför Disneys fór fram í kyrrþey að einungis nánustu ættingjum viðstöddum.

Walt Disney á efri árum. Lík Disneys var ekki fryst heldur brennt.

Svo virðist sem helstu heimildir fyrir flökkusögunni komi úr tveimur ævisögum: Disney's World eftir Robert Mosley (1986) og Walt Disney - Hollywood's Dark Prince eftir Marc Eliot (1993). Hvorugar ævisögurnar þykja áreiðenlegar og er heimildavinnu þeirra beggja mjög ábótavant. Í bókunum er til dæmis ekki vísað á heimildir sem varða hug Disneys til frystingar. Höfundar beggja bóka tína til ýmis rök og vísbendingar sem auðvelt er að hrekja með einfaldri rannsóknarvinnu. Dæmi um slíkt er ótti Disneys við dauðann. Hann er stórlega ýktur í ævisögunum. Meðal annars er teiknimyndin Mad Doctor, sem í raun er lítið annað en skopstæling á hryllingsmyndum samtíma síns, túlkuð sem eitt birtingarform þess ótta.

Ekkert skjal er til sem bendir til þess að Disney hafi haft í hyggju að láta frysta lík sitt. Aðstandendur hans telja í raun að það hafi aldrei hvarflað að honum. Engu að síður er líklegt að sá möguleiki hafi verið fyrir hendi enda voru hugmyndir um frystingu þegar komnar á kreik í vísindaskáldsögum og einnig var vitað að lík gætu varðveist í heilu lagin frosin. Árið 1964 gaf Robert C.W. Ettinger til að mynda út bókina The Prospect of Immortality og fjallar þar meðal annars um slíkar hugmyndir í vísindaskáldskap. Höfundurinn veltir þar fyrir sér siðferðislegum, lagalegum og raunhæfum hliðum þess að frysta menn.

Lághitafræði (e. cryogenics) er sú grein eðlisfræði sem fjallar um hegðun efna við hitastig sem nálgast alkul.

Bob Nelson, forseti Cryonics Society of California, hélt því fram árið 1972 að Disney hefði viljað láta frysta lík sitt. Byggði hann þá fullyrðingu á því að menn frá myndveri hans hefðu komið að máli við hann og spurt ítarlegra spurninga út í ferlið. Walt Disney hefði hins vegar ekki skýr vilja sinn á neitt hátt og aðstandendur hafi ekki sóst eftir því að lík hans yrði fryst. Hver raunverulegur vilji Disneys verður því aldrei ljós. Hins vegar leikur enginn vafi á því að lík hans var brennt. Dánarvottorð hans staðfestir það.

Vert að nefna að innan við mánuði eftir andlát Disneys var lík sálfræðingsins James Bedford varðveitt í fljótandi köfnunarefni.

Samkvæmt sumum flökkusögum á hið frosna lík Disneys að vera geymt undir smálestinni úr Pirates of the Caribbean í hinu upprunalega Disneylandi í Kaliforníu. Aska Disneys er hins vegar varðveitt í Forest Lawn Memorial Park í Glendale, Kaliforníu, í nágrenni við Hollywood. Þar eru einnig fjölmargir aðrir sem höfðu atvinnu að skemmtun af ýmsu tagi, svo sem Michael Jackson, Nat King Cole, Harold Loyd og fleiri.

Heimildir:

Myndir:

...