Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?

Svavar Sigmundsson

Örnefnið sem nefnt er í fyrirspurninni er að réttu lagi Sýrumannavik (þó að um vík hafi verið að ræða), en víkin er nú horfin vegna framkvæmda á Grundartanga. Á Atlaskorti Eddu stendur ranglega Sýrumannavík.

Grundartangi. Sýrumannavik hefur af kortum að dæma verið þar sem uppfyllingin endar lengst til hægri á myndinni.

En hverjir voru sýrumenn? Ekki er vitað hversu gamalt örnefnið er en orðið sýrumaður er ekki þekkt í eldra máli. Elsta dæmi um það er frá árinu 1973 (Þjóðviljinn 13. september, bls. 9). Annað dæmi er frá árinu 2006, úr bloggi 23. febrúar, þar sem sagt er frá heimsókn trúboða á ótiltekið heimili. Viðbrögðin við frásögninni eru meðal annars: „Voru þetta sýrumenn eða hvað?“

Nánari skýringu er ekki að finna í þessum tveim dæmum, en ætla má að átt sé við menn undir áhrifum fíkniefnisins LSD, sem nefnt hefur verið sýra og fór að tíðkast hér á landi upp úr 1970 (Orðabók um slangur (1982), bls. 130; Íslensk orðabók Eddu (2005), bls. 1546). Örnefnið er áreiðanlega eldra en svo að hægt sé að skýra það með þess háttar sýrumönnum, enda algengara að með sýru sé átt við gerjaða mysu sem bæði var höfð til drykkjar og notuð til að súrsa matvæli.

Mysa eða sýra þótti góður svaladrykkur fyrr á tímum.

Gunnlaugur Haraldsson segir í Sögu Akraness um örnefnið Sýruklett eða Sýrustein, sem er um 10 m frá landi nærri munna Hvalfjarðarganga, fram undan nafnlausri vör í Innra-Hólmslandi:
Munnmæli herma, að bændur úr Hvalfirði hafi eitt sinn brotið bát sinn og farist þar allir, þegar þeir voru að koma með sýru til Innra-Hólms. Einnig var að sögn tíðkað af Suðurnesjamönnum að koma í land á þessum slóðum og kaupa sýru (sbr. einnig Sýrumannavik í Klafastaðalandi og Sýrupart í Skaganum). (bls. 44-45)
Í örnefnalýsingu Klafastaða segir að utan við Sýrumannavik sé smá klettarið og utanhallt við það Lending, beint niður af gamla Grundarbænum. Það styður þá sögn að sýrukaup og sýruflutningar hafi átt sér stað á þessum slóðum að lending er nærri Sýrumannavikinu. Það er því ekki eingöngu örnefnaskýringasaga sem hér er á ferð. Við Sundahöfn í Reykjavík er enn stakur klettur sem nefndur var Sýruklettur eða aðeins Klettur. Árni Óla blaðamaður skrifaði um hann í Lesbók Morgunblaðsins 5. okt. 1969 og fjallar þar um mjólkursýru almennt og sýruker, og segir meðal annars:
Sýran var líka verzlunarvara og fengu bændur gott verð fyrir hana. Var það ekkert smáræði af sýru sem flutt var árlega úr sveitum til verstöðvanna. Fengu bændur hana venjulega goldna með fiskæti. (bls. 14)
Það gæti því vel staðist að sýrumenn væru til dæmis Suðurnesjamenn að sækja sér sýru til bænda í Skilmannahreppi. Önnur örnefni þar sem „menn“ koma við sögu eru, til dæmis Síldarmannagötur og Sölvamannagötur, þar sem flutningur á varningi er annars vegar. Gunnlaugur Haraldsson gefur sjálfur aðra skýringu á Sýrumanna-örnefninu, þar sem hann telur hugsanlegt að Akurnesingar hafi kallað enska fiskimenn, sem stunduðu skreiðarkaup í flestum verstöðvum við Faxaflóa á 15. og 16. öld, „sýrumenn“ vegna orðsins shire (skíri), sem þeim hafi verið tamt að nota (bls. 431). Þessari skýringu verður að taka með miklum fyrirvara og líta á sem hverja aðra hugdettu.

Heimildir:
  • Árni Óla 1969. Sýruklettur. Lesbók Morgunblaðsins 5. október.
  • Gunnlaugur Haraldsson 2011. Saga Akraness I. Frá landnámstíð til 1700. Akranesi.
  • Íslandsatlas. Reykjavík 2006.
  • Íslensk orðabók Eddu. Ritstjóri Mörður Árnason. Reykjavík 2005.
  • Orðabók um slangur. Ritstjóri Mörður Árnason o.fl. Reykjavík 1982.
  • Þjóðviljinn 1973. Timarit.is.
  • Örnefnaskrá Klafastaða í Skilmannahreppi. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • kryr.blogcentral.is/blog/2006/2/23/humm/.

Myndir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Örnefnið Sýrumannavík er skammt vestan við Grundartanga. Hverjir voru þessir sýrumenn?

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

16.3.2012

Spyrjandi

Bogi Sigurðsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61789.

Svavar Sigmundsson. (2012, 16. mars). Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61789

Svavar Sigmundsson. „Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61789>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?
Örnefnið sem nefnt er í fyrirspurninni er að réttu lagi Sýrumannavik (þó að um vík hafi verið að ræða), en víkin er nú horfin vegna framkvæmda á Grundartanga. Á Atlaskorti Eddu stendur ranglega Sýrumannavík.

Grundartangi. Sýrumannavik hefur af kortum að dæma verið þar sem uppfyllingin endar lengst til hægri á myndinni.

En hverjir voru sýrumenn? Ekki er vitað hversu gamalt örnefnið er en orðið sýrumaður er ekki þekkt í eldra máli. Elsta dæmi um það er frá árinu 1973 (Þjóðviljinn 13. september, bls. 9). Annað dæmi er frá árinu 2006, úr bloggi 23. febrúar, þar sem sagt er frá heimsókn trúboða á ótiltekið heimili. Viðbrögðin við frásögninni eru meðal annars: „Voru þetta sýrumenn eða hvað?“

Nánari skýringu er ekki að finna í þessum tveim dæmum, en ætla má að átt sé við menn undir áhrifum fíkniefnisins LSD, sem nefnt hefur verið sýra og fór að tíðkast hér á landi upp úr 1970 (Orðabók um slangur (1982), bls. 130; Íslensk orðabók Eddu (2005), bls. 1546). Örnefnið er áreiðanlega eldra en svo að hægt sé að skýra það með þess háttar sýrumönnum, enda algengara að með sýru sé átt við gerjaða mysu sem bæði var höfð til drykkjar og notuð til að súrsa matvæli.

Mysa eða sýra þótti góður svaladrykkur fyrr á tímum.

Gunnlaugur Haraldsson segir í Sögu Akraness um örnefnið Sýruklett eða Sýrustein, sem er um 10 m frá landi nærri munna Hvalfjarðarganga, fram undan nafnlausri vör í Innra-Hólmslandi:
Munnmæli herma, að bændur úr Hvalfirði hafi eitt sinn brotið bát sinn og farist þar allir, þegar þeir voru að koma með sýru til Innra-Hólms. Einnig var að sögn tíðkað af Suðurnesjamönnum að koma í land á þessum slóðum og kaupa sýru (sbr. einnig Sýrumannavik í Klafastaðalandi og Sýrupart í Skaganum). (bls. 44-45)
Í örnefnalýsingu Klafastaða segir að utan við Sýrumannavik sé smá klettarið og utanhallt við það Lending, beint niður af gamla Grundarbænum. Það styður þá sögn að sýrukaup og sýruflutningar hafi átt sér stað á þessum slóðum að lending er nærri Sýrumannavikinu. Það er því ekki eingöngu örnefnaskýringasaga sem hér er á ferð. Við Sundahöfn í Reykjavík er enn stakur klettur sem nefndur var Sýruklettur eða aðeins Klettur. Árni Óla blaðamaður skrifaði um hann í Lesbók Morgunblaðsins 5. okt. 1969 og fjallar þar um mjólkursýru almennt og sýruker, og segir meðal annars:
Sýran var líka verzlunarvara og fengu bændur gott verð fyrir hana. Var það ekkert smáræði af sýru sem flutt var árlega úr sveitum til verstöðvanna. Fengu bændur hana venjulega goldna með fiskæti. (bls. 14)
Það gæti því vel staðist að sýrumenn væru til dæmis Suðurnesjamenn að sækja sér sýru til bænda í Skilmannahreppi. Önnur örnefni þar sem „menn“ koma við sögu eru, til dæmis Síldarmannagötur og Sölvamannagötur, þar sem flutningur á varningi er annars vegar. Gunnlaugur Haraldsson gefur sjálfur aðra skýringu á Sýrumanna-örnefninu, þar sem hann telur hugsanlegt að Akurnesingar hafi kallað enska fiskimenn, sem stunduðu skreiðarkaup í flestum verstöðvum við Faxaflóa á 15. og 16. öld, „sýrumenn“ vegna orðsins shire (skíri), sem þeim hafi verið tamt að nota (bls. 431). Þessari skýringu verður að taka með miklum fyrirvara og líta á sem hverja aðra hugdettu.

Heimildir:
  • Árni Óla 1969. Sýruklettur. Lesbók Morgunblaðsins 5. október.
  • Gunnlaugur Haraldsson 2011. Saga Akraness I. Frá landnámstíð til 1700. Akranesi.
  • Íslandsatlas. Reykjavík 2006.
  • Íslensk orðabók Eddu. Ritstjóri Mörður Árnason. Reykjavík 2005.
  • Orðabók um slangur. Ritstjóri Mörður Árnason o.fl. Reykjavík 1982.
  • Þjóðviljinn 1973. Timarit.is.
  • Örnefnaskrá Klafastaða í Skilmannahreppi. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • kryr.blogcentral.is/blog/2006/2/23/humm/.

Myndir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Örnefnið Sýrumannavík er skammt vestan við Grundartanga. Hverjir voru þessir sýrumenn?
...