Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hversu langan tíma tekur það að búa til tvö tungumál úr einu?

BL

Ætla má að spyrjandi eigi við það hvenær tiltekið tungumál hafi þróast svo mikið að hægt sé að tala um nýtt tungumál og hversu langan tíma það taki. Grundvallaratriði í þessu samhengi er skilgreining hugtaksins tungumál.

Eins og áður hefur komið fram í svari Diane Nelson við spurningu um fjölda tungumála í heiminum er munurinn á mállýsku og tungumáli ekki alltaf skýr.

Opinber málstefna hefur verið til á Íslandi frá árinu 2009.

Á hinn bóginn vill fólk oft gera greinarmun á tungumálum af þjóðernislegum og pólitískum ástæðum, enda er tungumál eitt af því helsta sem hægt er að nota til að skilgreina hóp fólks sem þjóð.

Tungumál eru í sífelldri þróun jafnvel þótt ýmsum aðferðum sé beitt til að halda þeim í föstum skorðum. Þar má til dæmis nefna opinbera málstefnu sem rekin er hér á landi, en aðalmarkmið hennar er að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags.

En hversu langan tíma tekur það þá fyrir tungumál að þróast mjög mikið sé það látið „óáreitt“? Eins og fram kemur í svari Jóns Axels Harðarsonar um aldur íslenskunnar var enn sáralítill munur á íslensku og norsku um miðja 12. öld. Eftir aðeins tvær aldir, um miðja 14. öld, höfðu tungumálin hins vegar aðgreinst svo mikið að varla er hægt að tala um mállýskur lengur heldur fremur tvö tungumál.

Nánar má lesa um þjóðernisstefnu og skilgreiningu þjóðernis í grein Guðmundar Hálfdanarsonar um Herder og hugmyndir hans um þjóðina.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

20.3.2012

Spyrjandi

Særún Magnúsdóttir, f. 1996

Tilvísun

BL. „Hversu langan tíma tekur það að búa til tvö tungumál úr einu?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2012. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61945.

BL. (2012, 20. mars). Hversu langan tíma tekur það að búa til tvö tungumál úr einu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61945

BL. „Hversu langan tíma tekur það að búa til tvö tungumál úr einu?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2012. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61945>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu langan tíma tekur það að búa til tvö tungumál úr einu?
Ætla má að spyrjandi eigi við það hvenær tiltekið tungumál hafi þróast svo mikið að hægt sé að tala um nýtt tungumál og hversu langan tíma það taki. Grundvallaratriði í þessu samhengi er skilgreining hugtaksins tungumál.

Eins og áður hefur komið fram í svari Diane Nelson við spurningu um fjölda tungumála í heiminum er munurinn á mállýsku og tungumáli ekki alltaf skýr.

Opinber málstefna hefur verið til á Íslandi frá árinu 2009.

Á hinn bóginn vill fólk oft gera greinarmun á tungumálum af þjóðernislegum og pólitískum ástæðum, enda er tungumál eitt af því helsta sem hægt er að nota til að skilgreina hóp fólks sem þjóð.

Tungumál eru í sífelldri þróun jafnvel þótt ýmsum aðferðum sé beitt til að halda þeim í föstum skorðum. Þar má til dæmis nefna opinbera málstefnu sem rekin er hér á landi, en aðalmarkmið hennar er að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags.

En hversu langan tíma tekur það þá fyrir tungumál að þróast mjög mikið sé það látið „óáreitt“? Eins og fram kemur í svari Jóns Axels Harðarsonar um aldur íslenskunnar var enn sáralítill munur á íslensku og norsku um miðja 12. öld. Eftir aðeins tvær aldir, um miðja 14. öld, höfðu tungumálin hins vegar aðgreinst svo mikið að varla er hægt að tala um mállýskur lengur heldur fremur tvö tungumál.

Nánar má lesa um þjóðernisstefnu og skilgreiningu þjóðernis í grein Guðmundar Hálfdanarsonar um Herder og hugmyndir hans um þjóðina.

Mynd:...