Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?

Guðbjörg Hildur Kolbeins

Haustið 2012 var talið að um einn milljarður manna væri með síðu á samskiptavefnum Facebook, og þar af voru Íslendingar tæplega 220.000. Hafa ber í huga að meðtalin eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hafa sett upp persónusíður þó slíkt sé brot á reglum vefjarins.

Fremur lítið er vitað um notkun Íslendinga á Facebook og því byggist vitneskja okkar á notkun fólks á samskiptavefnum fyrst og fremst á erlendum rannsóknum. Samkvæmt rannsóknarstofnuninni PEW á hver notandi að meðaltali 229 vini á vefnum og konur uppfæra síður sínar 21 sinni í mánuði en karlar sex sinnum. Önnur nýleg rannsókn sýndi að ungt fólk eyðir að meðtaltali um 100 mínútum á dag á Facebook og fer inn á síðuna um það bil sex sinnum á dag.

Samkvæmt erlendum rannsóknum á hver Facebook-notandi að meðaltali 229 vini.

Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur sagði eitt sinn: „Á snjáldurskjóðunni fáum við tækifæri til að byrja upp á nýtt.“ Átti hún við að Facebook sameinaði til dæmis gamla skólafélaga, óháð því hvernig tengslum þeirra hefði verið háttað í grunn- eða framhaldsskóla. Óumdeilt er að vefurinn er mikilvægt tæki til að hlúa að vináttu við þá sem eru búsettir fjarri okkur, og til að rækta tengsl við vini og ættingja. Facebook er einnig góður vettvangur til að styrkja tengslanet og viðhalda tengslum við fólk sem við höfum yfirleitt lítil samskipti við. Vegna þess fjölda sem notar Facebook hefur vefurinn líka auðveldað mjög alla skipulagningu á mannfögnuðum eins og bekkjar- og ættarmótum og fjöldamótmælum. Kennarar hafa í auknum mæli notað Facebook-síður í kennslu en það gerir nemendum og kennurum kleift að eiga regluleg samskipti sín á milli utan kennslustofunnar. Þetta er til dæmis sérstaklega þægilegt fyrir þá sem eru feimnir að eðlisfari.

Enn sem komið er hefur ekkert bent til að Facebook dragi úr samskiptum fólks í raunheimum. Þeir sem nota vefinn mikið eiga traust tengslanet og hitta til dæmis vini sína oftar en þeir sem nota vefinn minna.

Á hinn bóginn hefur Facebook líka sínar neikvæðu hliðar. Sálfræðingar hafa bent á að samskiptavefurinn komi í veg fyrir að vináttusambönd fjari út eða að ástarsambönd endi á eðlilegan hátt. Margir eru því að halda tengslum við fólk sem þeir ættu ekki að vera í neinum tengslum við. Má nefna að allt að 80% notenda er með á vinalistanum sínum fólk sem það hefur áður átt í ástarsamböndum við. Afleiðingarnar eru þær að fólk er mun lengur að jafna sig á sambandsslitunum og líður verr heldur en ef það væri ekki vinir á Facebook. Nærri því níu af hverjum tíu sem spurðir voru í einni rannsókn höfðu skoðað Facebook-síður sinna fyrrverandi til að kanna með hverjum hann/hún væri eða hvað hann/hún væri að aðhafast.

„Líkar”-hnappurinn og hvernig hann er notaður, eða ekki notaður, getur haft áhrif á samskipti fólks.

Margt bendir til að „líkar”-hnappurinn geti valdið deilum og vinslitum. Sumir taka það óstinnt upp ef tilteknir vinir sleppa því að rita athugasemdir við færslur eða gefa færslum þeirra og myndum ekki þumalinn upp. Fólki líður þá eins og verið sé að hunsa það. Sálfræðingar hafa líka varað við að afvinun (e. defriending) geti haft sömu sálrænu áhrifin á fólk eins og sambandsslit. Afvinun felur í sér að skorið er á tengslin á Facebook, iðulega án neinna útskýringa eða viðvörunar, og sá sem er afvinaður getur upplifað höfnun.

Að lokum er mikilvægt að muna að auðvelt er að misskilja það sem látið er flakka á Facebook. Stöðuuppfærslur eru iðulega settar fram án alls samhengis og oft aðeins á færi fárra útvaldra að skilja í raun það sem sagt er. En í hnotskurn má segja að samskiptavefurinn hafi ekki komið í stað annarra mannlegra samskipta heldur aðeins gert okkur mögulegt að eiga samskipti við fleiri á einfaldan hátt. Það er síðan undir hverjum og einum komið hvernig þeim samskiptum er háttað.

Myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað eru margir Íslendingar skráðir á Facebook og er fólk hætt að hittast í raunheimum út af því?

Höfundur

doktor í fjölmiðlafræði

Útgáfudagur

25.10.2012

Spyrjandi

Sveinn Halldór Helgason, Ása Baldursdóttir

Tilvísun

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?“ Vísindavefurinn, 25. október 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61979.

Guðbjörg Hildur Kolbeins. (2012, 25. október). Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61979

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61979>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?
Haustið 2012 var talið að um einn milljarður manna væri með síðu á samskiptavefnum Facebook, og þar af voru Íslendingar tæplega 220.000. Hafa ber í huga að meðtalin eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hafa sett upp persónusíður þó slíkt sé brot á reglum vefjarins.

Fremur lítið er vitað um notkun Íslendinga á Facebook og því byggist vitneskja okkar á notkun fólks á samskiptavefnum fyrst og fremst á erlendum rannsóknum. Samkvæmt rannsóknarstofnuninni PEW á hver notandi að meðaltali 229 vini á vefnum og konur uppfæra síður sínar 21 sinni í mánuði en karlar sex sinnum. Önnur nýleg rannsókn sýndi að ungt fólk eyðir að meðtaltali um 100 mínútum á dag á Facebook og fer inn á síðuna um það bil sex sinnum á dag.

Samkvæmt erlendum rannsóknum á hver Facebook-notandi að meðaltali 229 vini.

Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur sagði eitt sinn: „Á snjáldurskjóðunni fáum við tækifæri til að byrja upp á nýtt.“ Átti hún við að Facebook sameinaði til dæmis gamla skólafélaga, óháð því hvernig tengslum þeirra hefði verið háttað í grunn- eða framhaldsskóla. Óumdeilt er að vefurinn er mikilvægt tæki til að hlúa að vináttu við þá sem eru búsettir fjarri okkur, og til að rækta tengsl við vini og ættingja. Facebook er einnig góður vettvangur til að styrkja tengslanet og viðhalda tengslum við fólk sem við höfum yfirleitt lítil samskipti við. Vegna þess fjölda sem notar Facebook hefur vefurinn líka auðveldað mjög alla skipulagningu á mannfögnuðum eins og bekkjar- og ættarmótum og fjöldamótmælum. Kennarar hafa í auknum mæli notað Facebook-síður í kennslu en það gerir nemendum og kennurum kleift að eiga regluleg samskipti sín á milli utan kennslustofunnar. Þetta er til dæmis sérstaklega þægilegt fyrir þá sem eru feimnir að eðlisfari.

Enn sem komið er hefur ekkert bent til að Facebook dragi úr samskiptum fólks í raunheimum. Þeir sem nota vefinn mikið eiga traust tengslanet og hitta til dæmis vini sína oftar en þeir sem nota vefinn minna.

Á hinn bóginn hefur Facebook líka sínar neikvæðu hliðar. Sálfræðingar hafa bent á að samskiptavefurinn komi í veg fyrir að vináttusambönd fjari út eða að ástarsambönd endi á eðlilegan hátt. Margir eru því að halda tengslum við fólk sem þeir ættu ekki að vera í neinum tengslum við. Má nefna að allt að 80% notenda er með á vinalistanum sínum fólk sem það hefur áður átt í ástarsamböndum við. Afleiðingarnar eru þær að fólk er mun lengur að jafna sig á sambandsslitunum og líður verr heldur en ef það væri ekki vinir á Facebook. Nærri því níu af hverjum tíu sem spurðir voru í einni rannsókn höfðu skoðað Facebook-síður sinna fyrrverandi til að kanna með hverjum hann/hún væri eða hvað hann/hún væri að aðhafast.

„Líkar”-hnappurinn og hvernig hann er notaður, eða ekki notaður, getur haft áhrif á samskipti fólks.

Margt bendir til að „líkar”-hnappurinn geti valdið deilum og vinslitum. Sumir taka það óstinnt upp ef tilteknir vinir sleppa því að rita athugasemdir við færslur eða gefa færslum þeirra og myndum ekki þumalinn upp. Fólki líður þá eins og verið sé að hunsa það. Sálfræðingar hafa líka varað við að afvinun (e. defriending) geti haft sömu sálrænu áhrifin á fólk eins og sambandsslit. Afvinun felur í sér að skorið er á tengslin á Facebook, iðulega án neinna útskýringa eða viðvörunar, og sá sem er afvinaður getur upplifað höfnun.

Að lokum er mikilvægt að muna að auðvelt er að misskilja það sem látið er flakka á Facebook. Stöðuuppfærslur eru iðulega settar fram án alls samhengis og oft aðeins á færi fárra útvaldra að skilja í raun það sem sagt er. En í hnotskurn má segja að samskiptavefurinn hafi ekki komið í stað annarra mannlegra samskipta heldur aðeins gert okkur mögulegt að eiga samskipti við fleiri á einfaldan hátt. Það er síðan undir hverjum og einum komið hvernig þeim samskiptum er háttað.

Myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað eru margir Íslendingar skráðir á Facebook og er fólk hætt að hittast í raunheimum út af því?
...