Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu?

Trausti Jónsson

Tími sá sem úrkoman stendur skiptir minna máli í aðgreiningu élja og snjókomu heldur en það hvernig hún myndast, það er hver myndunarhátturinn er.

Í veðurathugunum er greint á milli élja og snjókomu eftir ákveðnum reglum, þær sömu og notaðar eru til að greina á milli rigningar og skúra. Í veðurspám er aðgreining erfiðari. Greiningarreglur má finna í leiðbeiningum um veðurathuganir á vef Veðurstofu Íslands. Þar er gert upp á milli þriggja flokka: a) Óslitinnar úrkomu, b) úrkomu með uppstyttum og c) skúraveðurs.

  1. Óslitin úrkoma á athugunartíma er það kallað þegar engin uppstytta hefur orðið síðasta klukkutímann og ekki er talið að skúra- eða éljaský séu á lofti.
  2. Úrkoma með uppstyttum er það kallað þegar úrfellið hefur ekki varað látlaust síðasta klukkutímann, en þrátt fyrir það að upp hafi stytt hefur verið þykkt loft og lítil breyting orðið á skýjum. Engin skúra- eða éljaský hafa sést.
  3. Skúra- og éljaveður er úrkomuveður nefnt þegar uppstytta, ein eða fleiri, hefur orðið á síðustu klukkustund og um leið hefur birt verulega í lofti, stundum svo sést í heiðan himinn, úrkoman byrjar og endar oftast snögglega og úrkomumagnið tekur snöggum breytingum. Skúrir og él falla úr skúra- og éljaskýjum og úrkomumagnið breytist snöggt þegar skýin þróast og færast til.

Séu þessar leiðbeiningar teknar alveg bókstaflega má ráða að tíminn sem samfelld úrkoma (snjókoma) stendur skiptir engu máli viti menn af skúra- eða éljaskýjum. Séu þau til staðar heitir úrkoman skúr (él). Falli snjór og sé ekki vitað af skúraskýjum heitir úrkoman snjókoma.

Hvort þessi úrkoma telst snjókoma eða él fer eftir því hvernig hún myndaðist, úr hvers konar skýjum hún kom.

Oftast, en ekki alltaf, er hægt að gera þennan greinarmun þegar veðurathugun er gerð. Flóknari staða blasir við veðurspámanni. Til að geta ákveðið hvort um él eða snjókomu sé að ræða þarf hann að spá fyrir um skýjagerð. Það er ekki auðvelt, en þó er það þannig að éljaklakkar (skúraský) verða eingöngu til í óstöðugu lofti. Hvort loft er óstöðugt hverju sinni ræðst að miklu leyti af sögu þess. Hvaðan er það upprunnið? Hefur það hitnað eða kólnað að neðan á leiðinni? Er um samfelldan úrkomubakka eða skilakerfi að ræða?

Bestu veðurspálíkön greina nú á milli tveggja úrkomuhátta og nefnast þeir klakka- og breiðuúrkoma. Él eru af klakkakyni, en snjókoma getur verið hvort tveggja því klakkar leynast stundum inni í breiðukerfum.

Klakkaúrkoma er þýðing á erlenda hugtakinu „convective precipitation“, en breiðuúrkoma „stratiform precipitation“. Einnig er orðið stórkvarðaúrkoma („large scale precipitation“) notað um breiðuþátt úrkomunnar. Ákefð úrkomunnar er að jafnaði mun meiri í klökkum heldur en í breiðum.

Það sem helst greinir að klakka- og stórkvarðaúrkomu er að sú fyrrnefnda myndast í uppstreymiseiningum sem eru minni um sig heldur en það umfangsmikla uppstreymi sem myndar breiðuúrkomuna. Lóðréttar hreyfingar sem mynda klakkaúrkomu eru staðbundið ákafari og úrkoman fellur nær þeim stað þar sem uppstreymið á sér stað hverju sinni.

Mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu? Oft spá veðurfræðingar éljagangi og stundum snjókomu, hvar liggja mörkin?

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

9.11.2012

Spyrjandi

Hlynur Kristjánsson

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62141.

Trausti Jónsson. (2012, 9. nóvember). Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62141

Trausti Jónsson. „Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62141>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu?
Tími sá sem úrkoman stendur skiptir minna máli í aðgreiningu élja og snjókomu heldur en það hvernig hún myndast, það er hver myndunarhátturinn er.

Í veðurathugunum er greint á milli élja og snjókomu eftir ákveðnum reglum, þær sömu og notaðar eru til að greina á milli rigningar og skúra. Í veðurspám er aðgreining erfiðari. Greiningarreglur má finna í leiðbeiningum um veðurathuganir á vef Veðurstofu Íslands. Þar er gert upp á milli þriggja flokka: a) Óslitinnar úrkomu, b) úrkomu með uppstyttum og c) skúraveðurs.

  1. Óslitin úrkoma á athugunartíma er það kallað þegar engin uppstytta hefur orðið síðasta klukkutímann og ekki er talið að skúra- eða éljaský séu á lofti.
  2. Úrkoma með uppstyttum er það kallað þegar úrfellið hefur ekki varað látlaust síðasta klukkutímann, en þrátt fyrir það að upp hafi stytt hefur verið þykkt loft og lítil breyting orðið á skýjum. Engin skúra- eða éljaský hafa sést.
  3. Skúra- og éljaveður er úrkomuveður nefnt þegar uppstytta, ein eða fleiri, hefur orðið á síðustu klukkustund og um leið hefur birt verulega í lofti, stundum svo sést í heiðan himinn, úrkoman byrjar og endar oftast snögglega og úrkomumagnið tekur snöggum breytingum. Skúrir og él falla úr skúra- og éljaskýjum og úrkomumagnið breytist snöggt þegar skýin þróast og færast til.

Séu þessar leiðbeiningar teknar alveg bókstaflega má ráða að tíminn sem samfelld úrkoma (snjókoma) stendur skiptir engu máli viti menn af skúra- eða éljaskýjum. Séu þau til staðar heitir úrkoman skúr (él). Falli snjór og sé ekki vitað af skúraskýjum heitir úrkoman snjókoma.

Hvort þessi úrkoma telst snjókoma eða él fer eftir því hvernig hún myndaðist, úr hvers konar skýjum hún kom.

Oftast, en ekki alltaf, er hægt að gera þennan greinarmun þegar veðurathugun er gerð. Flóknari staða blasir við veðurspámanni. Til að geta ákveðið hvort um él eða snjókomu sé að ræða þarf hann að spá fyrir um skýjagerð. Það er ekki auðvelt, en þó er það þannig að éljaklakkar (skúraský) verða eingöngu til í óstöðugu lofti. Hvort loft er óstöðugt hverju sinni ræðst að miklu leyti af sögu þess. Hvaðan er það upprunnið? Hefur það hitnað eða kólnað að neðan á leiðinni? Er um samfelldan úrkomubakka eða skilakerfi að ræða?

Bestu veðurspálíkön greina nú á milli tveggja úrkomuhátta og nefnast þeir klakka- og breiðuúrkoma. Él eru af klakkakyni, en snjókoma getur verið hvort tveggja því klakkar leynast stundum inni í breiðukerfum.

Klakkaúrkoma er þýðing á erlenda hugtakinu „convective precipitation“, en breiðuúrkoma „stratiform precipitation“. Einnig er orðið stórkvarðaúrkoma („large scale precipitation“) notað um breiðuþátt úrkomunnar. Ákefð úrkomunnar er að jafnaði mun meiri í klökkum heldur en í breiðum.

Það sem helst greinir að klakka- og stórkvarðaúrkomu er að sú fyrrnefnda myndast í uppstreymiseiningum sem eru minni um sig heldur en það umfangsmikla uppstreymi sem myndar breiðuúrkomuna. Lóðréttar hreyfingar sem mynda klakkaúrkomu eru staðbundið ákafari og úrkoman fellur nær þeim stað þar sem uppstreymið á sér stað hverju sinni.

Mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu? Oft spá veðurfræðingar éljagangi og stundum snjókomu, hvar liggja mörkin?
...