Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað kostar að framleiða eina krónu?

Stefán Jóhann Stefánsson

Það kostaði síðast ríflega þrjár krónur að láta slá hverja krónumynt. Þessar myntir duga í áratugi, ólíkt seðlunum sem duga að jafnaði í örfá ár, en þó mismunandi eftir notkun. Hver mynt er að jafnaði notuð sem greiðslumiðill í fjölda viðskipta og ef þeirra nyti ekki við gætu viðskipti orðið tregari í einhverjum tilfellum, nema verðlagningu yrði hagað með þeim hætti að ekki þyrfti að nota myntina, líkt og gert var með aurana á sínum tíma.

Mynt sem nú er í gildi á Íslandi. Krónur voru fyrst teknar í umferð árið 1981 og fimm krónu peningur sömuleiðis en hundraðkallinn kom ekki til sögunnar fyrr en 1995.

Stöðugar verðhækkanir á vöru og þjónustu hafa í för með sér að þörf verður á peningaeiningum með hærra verðgildi, en minna má á að áform eru uppi um að setja tíu þúsund króna seðil í umferð. Jafnframt gera stöðugar verðhækkanir það að verkum að óhagkvæmara verður að nota minnstu peningaeiningarnar. Í því sambandi má minna á að nokkur ár eru síðan aurar voru teknir úr notkun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að taka krónumyntina úr umferð, en nú eru samtals ríflega 99 milljónir krónupeninga í umferð.

Nánari upplýsingar um seðla og mynt má fá á vef Seðlabanka Íslands.

Mynd:

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Hvað kostar ein krónumynt í framleiðslu? Þurfum við að hafa svo smáa mynt?

Höfundur

Stefán Jóhann Stefánsson

ritstjóri í Seðlabanka Íslands

Útgáfudagur

11.4.2012

Spyrjandi

Guðmundur Jóhannesson

Tilvísun

Stefán Jóhann Stefánsson. „Hvað kostar að framleiða eina krónu?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62246.

Stefán Jóhann Stefánsson. (2012, 11. apríl). Hvað kostar að framleiða eina krónu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62246

Stefán Jóhann Stefánsson. „Hvað kostar að framleiða eina krónu?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62246>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað kostar að framleiða eina krónu?
Það kostaði síðast ríflega þrjár krónur að láta slá hverja krónumynt. Þessar myntir duga í áratugi, ólíkt seðlunum sem duga að jafnaði í örfá ár, en þó mismunandi eftir notkun. Hver mynt er að jafnaði notuð sem greiðslumiðill í fjölda viðskipta og ef þeirra nyti ekki við gætu viðskipti orðið tregari í einhverjum tilfellum, nema verðlagningu yrði hagað með þeim hætti að ekki þyrfti að nota myntina, líkt og gert var með aurana á sínum tíma.

Mynt sem nú er í gildi á Íslandi. Krónur voru fyrst teknar í umferð árið 1981 og fimm krónu peningur sömuleiðis en hundraðkallinn kom ekki til sögunnar fyrr en 1995.

Stöðugar verðhækkanir á vöru og þjónustu hafa í för með sér að þörf verður á peningaeiningum með hærra verðgildi, en minna má á að áform eru uppi um að setja tíu þúsund króna seðil í umferð. Jafnframt gera stöðugar verðhækkanir það að verkum að óhagkvæmara verður að nota minnstu peningaeiningarnar. Í því sambandi má minna á að nokkur ár eru síðan aurar voru teknir úr notkun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að taka krónumyntina úr umferð, en nú eru samtals ríflega 99 milljónir krónupeninga í umferð.

Nánari upplýsingar um seðla og mynt má fá á vef Seðlabanka Íslands.

Mynd:

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Hvað kostar ein krónumynt í framleiðslu? Þurfum við að hafa svo smáa mynt?

...