Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?

Þóra Þórsdóttir

Krabbamein og ekki síður meðferð þess veldur eðlilega miklum breytingum á lífi einstaklings. Hann upplifir ýmiss konar líkamleg og andleg einkenni sem geta haft mikil áhrif á líf hans svo og áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Eitt af því sem ekki síst verður fyrir áhrifum þessa er kynheilbrigði (e. sexual- and reproductive health).

Að vera kynvera er hverjum manni eðlislægt og því geta breytingar á kynlífi haft mikil áhrif á kynheilbrigði og lífsgæði einstaklingsins og maka hans. Rannsóknir hafa bent til að margs konar vandamál hrjái oft einstaklinga eftir greiningu krabbameins (Huges, 2008). Líkamsímynd og sjálfsmynd geta orðið fyrir áhrifum, því meðferð krabbameins, hvort heldur sem er skurðaðgerð, lyfjameðferð, geislar eða aðrar meðferðir, veldur oft breytingum á útliti einstaklingsins. Brottnám brjósts eða eistna, hárlos, breytt útlit skapabarma eftir aðgerð og önnur stór ör geta valdið sjúklingnum mikilli vanlíðan og skekkt verulega líkamsímynd hans og þar af leiðandi sjálfsöryggi og vellíðan (Fobair o.fl., 2005; Manganiello o.fl., 2011; Nusbaum o.fl., 2003; Rossen o.fl., 2011).

Krabbamein og meðferð þess getur haft ýmis vandamál í för með sér þegar kemur að kynlífi.

Aðrir fylgikvillar greiningar og meðferðar krabbameins eru margs konar og koma ítrekað fram í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessu sviði og eiga það sameiginlegt að hafa mikil áhrif á upplifun einstaklingsins á sér sem kynveru. Nefna má líkamleg og andleg einkenni eins og verki, ógleði, þreytu, þurrk í slímhúðum, þunglyndi og kvíða. Einnig má nefna kynlífsvandamál eins og ristruflanir, minni löngun til kynlífsathafna, minni ánægju af kynlífi, og skerta getu til að eiga í nánu sambandi við maka (Bakewell og Volker, 2005; Fobair o.fl., 2005; Kotronoulas o.fl., 2009; Manganiello o.fl., 2011; Nusbaum o.fl., 2003; Rossen o.fl., 2011).

Í kjölfar krabbameinsgreiningar getur samband sjúklings við maka sinn breyst. Samskiptaörðugleikar, óöryggi og jafnvel hræðsla makans við að segja eða gera eitthvað rangt getur komið í veg fyrir eðlilegt samband þeirra. Mörg pör eru hrædd við að sýna sambandi sínu og kynlífi áhuga í skugga alvarlegs sjúkdóms (Shell, 2008; Tierney o.fl., 2007).

Heimildir og mynd:

  • Bakewell, R. T. og Volker, D. L. (2005). Sexual dysfunction related to the treatment of young women with breast cancer. Clinical Journal of Oncology Nursing, (9)6, 697-702.
  • Fobair, P., Stewart, S. L., Chang, S., D´Onofrio, C., Banks, P. J. og Bloom, J. R. (2005). Body image and sexual problems in young women with breast cancer. Psycho-Oncology, 15, 579-594.
  • Hughes, M.K. (2008). Alterations of sexual function in women with cancer. Seminars in Oncology Nursing, (24)2, 91-101.
  • Kotronoulas, G., Papadopoulou, C. og Patiraki, E. (2009). Nurses´ knowledge, attitudes, and practices regarding provision of sexual health care in patients with cancer: critical review of the evidence. Support Care Cancer, 17, 479-501.
  • Manganiello, A., Hoga, L. A. K., Reberte, L. M., Miranda, C. M og Rocha, C. A. M. (2011). Sexuality and quality of life of breast cancer patients post mastectomy. European Journal of Oncology Nursing (15)2, 167-172.
  • Nusbaum, M. R. H., Hamilton, C. og Lenahan, P. (2003). Chronic Illness and Sexual Functioning. American Family Physician, (67)2, 347-354.
  • Rossen, P., Pedersen, A. F., Zachariae, R. og von der Maase, H. (2011). Sexuality and body image in long-term survivors of testicular cancer. Europian Journal of Cancer, Des 23. Sótt 26. janúar 2012 af: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22197218
  • Shell, J. A. (2008). Sexual issues in the palliative care population. Seminars in Oncology Nursing, (24)2, 131-134.
  • Tierney, K. D., Facione, N., Padilla, G., Blume, K. og Dodd, M. (2007). Altered sexual health and quality of life in women prior to hematopoietic cell transplantation. European Journal of Oncology Nursing, 11, 298-308.
  • Mynd: Breast Cancer Care. Sótt 3. 4. 2012.


Þetta svar er unnið í námskeiðinu HJÚ 128F Kroppurinn, kynlíf og kynheilsa, haustið 2011 í umsjá Sóleyjar S. Bender prófessors.

Höfundur

þátttakandi í námskeiðinu HJÚ 128F Kroppurinn, kynlíf og kynheilsa

Útgáfudagur

11.4.2012

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Þóra Þórsdóttir. „Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2012. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62323.

Þóra Þórsdóttir. (2012, 11. apríl). Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62323

Þóra Þórsdóttir. „Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2012. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62323>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?
Krabbamein og ekki síður meðferð þess veldur eðlilega miklum breytingum á lífi einstaklings. Hann upplifir ýmiss konar líkamleg og andleg einkenni sem geta haft mikil áhrif á líf hans svo og áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Eitt af því sem ekki síst verður fyrir áhrifum þessa er kynheilbrigði (e. sexual- and reproductive health).

Að vera kynvera er hverjum manni eðlislægt og því geta breytingar á kynlífi haft mikil áhrif á kynheilbrigði og lífsgæði einstaklingsins og maka hans. Rannsóknir hafa bent til að margs konar vandamál hrjái oft einstaklinga eftir greiningu krabbameins (Huges, 2008). Líkamsímynd og sjálfsmynd geta orðið fyrir áhrifum, því meðferð krabbameins, hvort heldur sem er skurðaðgerð, lyfjameðferð, geislar eða aðrar meðferðir, veldur oft breytingum á útliti einstaklingsins. Brottnám brjósts eða eistna, hárlos, breytt útlit skapabarma eftir aðgerð og önnur stór ör geta valdið sjúklingnum mikilli vanlíðan og skekkt verulega líkamsímynd hans og þar af leiðandi sjálfsöryggi og vellíðan (Fobair o.fl., 2005; Manganiello o.fl., 2011; Nusbaum o.fl., 2003; Rossen o.fl., 2011).

Krabbamein og meðferð þess getur haft ýmis vandamál í för með sér þegar kemur að kynlífi.

Aðrir fylgikvillar greiningar og meðferðar krabbameins eru margs konar og koma ítrekað fram í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessu sviði og eiga það sameiginlegt að hafa mikil áhrif á upplifun einstaklingsins á sér sem kynveru. Nefna má líkamleg og andleg einkenni eins og verki, ógleði, þreytu, þurrk í slímhúðum, þunglyndi og kvíða. Einnig má nefna kynlífsvandamál eins og ristruflanir, minni löngun til kynlífsathafna, minni ánægju af kynlífi, og skerta getu til að eiga í nánu sambandi við maka (Bakewell og Volker, 2005; Fobair o.fl., 2005; Kotronoulas o.fl., 2009; Manganiello o.fl., 2011; Nusbaum o.fl., 2003; Rossen o.fl., 2011).

Í kjölfar krabbameinsgreiningar getur samband sjúklings við maka sinn breyst. Samskiptaörðugleikar, óöryggi og jafnvel hræðsla makans við að segja eða gera eitthvað rangt getur komið í veg fyrir eðlilegt samband þeirra. Mörg pör eru hrædd við að sýna sambandi sínu og kynlífi áhuga í skugga alvarlegs sjúkdóms (Shell, 2008; Tierney o.fl., 2007).

Heimildir og mynd:

  • Bakewell, R. T. og Volker, D. L. (2005). Sexual dysfunction related to the treatment of young women with breast cancer. Clinical Journal of Oncology Nursing, (9)6, 697-702.
  • Fobair, P., Stewart, S. L., Chang, S., D´Onofrio, C., Banks, P. J. og Bloom, J. R. (2005). Body image and sexual problems in young women with breast cancer. Psycho-Oncology, 15, 579-594.
  • Hughes, M.K. (2008). Alterations of sexual function in women with cancer. Seminars in Oncology Nursing, (24)2, 91-101.
  • Kotronoulas, G., Papadopoulou, C. og Patiraki, E. (2009). Nurses´ knowledge, attitudes, and practices regarding provision of sexual health care in patients with cancer: critical review of the evidence. Support Care Cancer, 17, 479-501.
  • Manganiello, A., Hoga, L. A. K., Reberte, L. M., Miranda, C. M og Rocha, C. A. M. (2011). Sexuality and quality of life of breast cancer patients post mastectomy. European Journal of Oncology Nursing (15)2, 167-172.
  • Nusbaum, M. R. H., Hamilton, C. og Lenahan, P. (2003). Chronic Illness and Sexual Functioning. American Family Physician, (67)2, 347-354.
  • Rossen, P., Pedersen, A. F., Zachariae, R. og von der Maase, H. (2011). Sexuality and body image in long-term survivors of testicular cancer. Europian Journal of Cancer, Des 23. Sótt 26. janúar 2012 af: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22197218
  • Shell, J. A. (2008). Sexual issues in the palliative care population. Seminars in Oncology Nursing, (24)2, 131-134.
  • Tierney, K. D., Facione, N., Padilla, G., Blume, K. og Dodd, M. (2007). Altered sexual health and quality of life in women prior to hematopoietic cell transplantation. European Journal of Oncology Nursing, 11, 298-308.
  • Mynd: Breast Cancer Care. Sótt 3. 4. 2012.


Þetta svar er unnið í námskeiðinu HJÚ 128F Kroppurinn, kynlíf og kynheilsa, haustið 2011 í umsjá Sóleyjar S. Bender prófessors.

...