Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvernig er yfirborð Satúrnusar?

Sævar Helgi Bragason

Satúrnus er næststærsta reikistjarna sólkerfisins á eftir Júpíter og sú sjötta í röðinni frá sólu. Satúrnus er gasrisi líkt og Júpíter, Úranus og Neptúnus og hefur því ekkert fast yfirborð.

Hér má sjá innviði Júpíters og Satúrnusar.

Upplýsingum um efnasamsetningu gasrisanna hefur að mestu verið aflað af geimförum. Áður en lagt var upp í Voyager-leiðangrana töldu stjörnufræðingar að hlutföll frumefna í Júpíter og Satúrnusi væri svipuð og í sólinni og í upprunalegu þokunni sem sólkerfið varð til úr.

Fljótlega eftir tilkomu litrófsmæla áttuðu menn sig á því að sú var raunin því þessar reikistjörnur voru að mestu úr vetni og helíni, tveimur algengustu frumefnum alheimsins sem einnig var mest af í þokunni sem myndaði sólkerfið. Í heild er Satúrnus 96,3% úr vetni og 3,3% úr helíni, en aðeins 0,4% metani. Frekar lítið er vitað um þyngri frumefni en metan en hlutföll þeirra í reikistjörnunni eru áreiðanlega svipuð og voru í gasskýinu sem myndaði sólkerfið.

Frekar lítið er vitað um innri byggingu Satúrnusar en talið er að innviðirnir líkist innviðum Júpíters að miklu leyti, með mikilvægum undantekningum þó. Talið er að innst sé kjarni úr bergi, álíka massamikill og jörðin. Fyrir ofan kjarnann er líkast til að finna lag úr fljótandi vatni, metani og ammóníaki. Þessi efni eiga rætur að rekja til íshnatta sem féllu inn í gasrisana í árdaga sólkerfisins og sukku til botns. Þar sem þessi efni hafa ekki sama eðlismassa og berg, fljóta þau ofan á bergkjarnanum.

Þar fyrir ofan er líklega að finna lag úr fljótandi helíni og vetni, en við þrýstinginn og hitastigið þetta djúpt í innviðum Satúrnusar tekur vetnið á sig málmkennda mynd. Þetta lag er líklega talsvert þynnra en í Júpíter.

Fyrir ofan þetta lag er sennilega annað lag úr hefðbundnu sameindavetni (H2) og helíni í fljótandi formi, sennilega þykkara en í Júpíter. Lofthjúpurinn tekur svo loks við þegar 1000 km eru eftir en hann skiptist í þrjú lög.

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Satúrnus á Stjörnufræðivefnum og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

27.9.2012

Spyrjandi

Jónatan Leó Þráinsson, f. 2000

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig er yfirborð Satúrnusar?“ Vísindavefurinn, 27. september 2012. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62498.

Sævar Helgi Bragason. (2012, 27. september). Hvernig er yfirborð Satúrnusar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62498

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig er yfirborð Satúrnusar?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2012. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62498>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er yfirborð Satúrnusar?
Satúrnus er næststærsta reikistjarna sólkerfisins á eftir Júpíter og sú sjötta í röðinni frá sólu. Satúrnus er gasrisi líkt og Júpíter, Úranus og Neptúnus og hefur því ekkert fast yfirborð.

Hér má sjá innviði Júpíters og Satúrnusar.

Upplýsingum um efnasamsetningu gasrisanna hefur að mestu verið aflað af geimförum. Áður en lagt var upp í Voyager-leiðangrana töldu stjörnufræðingar að hlutföll frumefna í Júpíter og Satúrnusi væri svipuð og í sólinni og í upprunalegu þokunni sem sólkerfið varð til úr.

Fljótlega eftir tilkomu litrófsmæla áttuðu menn sig á því að sú var raunin því þessar reikistjörnur voru að mestu úr vetni og helíni, tveimur algengustu frumefnum alheimsins sem einnig var mest af í þokunni sem myndaði sólkerfið. Í heild er Satúrnus 96,3% úr vetni og 3,3% úr helíni, en aðeins 0,4% metani. Frekar lítið er vitað um þyngri frumefni en metan en hlutföll þeirra í reikistjörnunni eru áreiðanlega svipuð og voru í gasskýinu sem myndaði sólkerfið.

Frekar lítið er vitað um innri byggingu Satúrnusar en talið er að innviðirnir líkist innviðum Júpíters að miklu leyti, með mikilvægum undantekningum þó. Talið er að innst sé kjarni úr bergi, álíka massamikill og jörðin. Fyrir ofan kjarnann er líkast til að finna lag úr fljótandi vatni, metani og ammóníaki. Þessi efni eiga rætur að rekja til íshnatta sem féllu inn í gasrisana í árdaga sólkerfisins og sukku til botns. Þar sem þessi efni hafa ekki sama eðlismassa og berg, fljóta þau ofan á bergkjarnanum.

Þar fyrir ofan er líklega að finna lag úr fljótandi helíni og vetni, en við þrýstinginn og hitastigið þetta djúpt í innviðum Satúrnusar tekur vetnið á sig málmkennda mynd. Þetta lag er líklega talsvert þynnra en í Júpíter.

Fyrir ofan þetta lag er sennilega annað lag úr hefðbundnu sameindavetni (H2) og helíni í fljótandi formi, sennilega þykkara en í Júpíter. Lofthjúpurinn tekur svo loks við þegar 1000 km eru eftir en hann skiptist í þrjú lög.

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Satúrnus á Stjörnufræðivefnum og er birt hér með góðfúslegu leyfi....